Viðskipti innlent

Segja Bakkavör á leið í Kauphöll

Haraldur Guðmundsson skrifar
Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir keyptu 51% í Bakkavör í janúar 2016.
Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir keyptu 51% í Bakkavör í janúar 2016.
Fjölmiðlar í Bretlandi hafa síðustu daga greint frá því að breska matvælafyrirtækið Bakkavör Group Limited stefni á hlutabréfamarkað í Lundúnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins, sem er að meirihluta í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, hafa ekki viljað tjá sig um orðróminn.

The Sunday Times greindi fyrst frá málinu á sunnudag og hafa aðrir fjölmiðlar fylgt í kjölfarið. Í umfjöllun blaðsins kom fram að Bakkavör, sem einblínir á framleiðslu tilbúinna máltíða, sé metið á hundruð milljóna sterlingspunda. Bræðurnir séu að íhuga að selja hlut í fyrirtækinu en einnig bandaríski vogunarsjóðurinn Baupost Group. Tekið er fram að viðræður um mögulegt hlutafjárútboð séu á byrjunarstigi.

Ágúst og Lýður gerðu ásamt Baupost Group tilboð í um 1,5 prósenta hlut í Bakkavör Group í febrúar í fyrra. Hluturinn var í eigu 2.800 íslenskra hluthafa og metinn á 900 milljónir króna. Bræðurnir og meðfjárfestar þeirra höfðu þá nýverið náð nánast fullum yfirráðum yfir Bakkavör á ný. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×