Enski boltinn

Axel Óskar lék sinn fyrsta leik fyrir Reading

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Axel Óskar lék sem lánsmaður með Bath City á síðasta tímabili.
Axel Óskar lék sem lánsmaður með Bath City á síðasta tímabili. mynd/bath
Axel Óskar Andrésson, 19 ára miðvörður úr Mosfellsbænum, lék sinn fyrsta leik fyrir aðalleik Reading í kvöld.

Axel kom þá inn á sem varamaður í 2-0 sigri á Gillingham í 2. umferð enska deildabikarsins. Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahópi Reading í kvöld.

Axel kom til Reading árið 2014. Á síðasta tímabili lék hann sem lánsmaður með Bath City í utandeildinni.

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn fyrir Bristol City sem vann öruggan 5-0 sigur á Plymouth Argyle. Staðan í hálfleik var 4-0, Bristol í vil.

Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Cardiff City sem vann 2-1 sigur á Portsmouth eftir framlengingu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×