Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Kristján Már Unnarsson skrifar 8. ágúst 2017 22:15 Sigurbjörg Sigurbergsdóttir, húsfreyja á Hvalskeri við Patreksfjörð: Sveitavargurinn og nágrannarnir á Patreksfirði sjá ekki sumir varúðarskiltin. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra í sumar. Íbúi óttast samt að þetta verði til þess að fleiri kríur drepist á nýja veginum. Fjallað var um vegarbætur vestur á fjörðum í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér og neðst í fréttinni. Endapunktur malbiksins var áður við fiskiskipið í fjörunni í Skápadal í botni Patreksfjarðar. Í skrám Vegagerðarinnar heitir hann Örlygshafnarvegur en þennan veg aka þeir sem eru á leið á staði eins og Rauðasand, Örlygshöfn, Hænuvík, Breiðavík og Látrabjarg. Fyrirtækið Borgarverk tók að sér verkið fyrir um 130 milljónir króna, sem fólst í að endurbyggja sex kílómetra vegarkafla með bundnu slitlagi frá Skápadal, um Rauðasandsgatnamótin og vestur fyrir bæinn Hvalsker. Þá verða eftir 37 kílómetrar ómalbikaðir að Látrabjargi.Malbikið nær nú langleiðina að Patreksfjarðarflugvelli, skammt vestur fyrir bæinn Hvalsker.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ætla mætti að vegarbótunum væri vel fagnað af íbúum á Hvalskeri sem losna núna við þjóðvegarykið. „Þetta verður sjálfsagt ágætt þegar þetta verður búið. Það er nú ekki alveg búið. Það er bara búið að fara eina ferð með olíumöl hérna. Það á eftir að fara aðra,” segir Sigurbjörg Sigurbergsdóttir, húsfreyja á Hvalskeri. -Verður þetta ekki allt annað og betra líf? „Ahh. Ég veit það ekki. Ég kvíði vetrinum. Sumsstaðar verður vegurinn snjóþyngri inni í firði en hann hefur verið. Þeir færðu hann til og þá er hærra niður á hann. En það þykir sjálfsagt mörgum þetta gott.” -En er mikil umferð hérna? „Það er gríðarleg umferð. En hún er öðruvísi. Það er mikið meira af húsbílum heldur en venjulegum bílum.” Nýi vegarkaflinn er í sunnanverðum Patreksfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Mestar áhyggjur hefur Sigurbjörg af kríuvarpinu við Hvalsker og að fleiri kríur drepist á nýja veginum. „Það er farið bara mikið af því og búið að keyra yfir mikið af þeim.” -Er það af því að menn keyra þá hraðar? „Menn sjá ekki nema þær sem fljúga. Menn sjá ekki ungana,” segir Sigurbjörg og segir ungana æfa sig að fljúga á veginum. Og íbúum á Hvalskeri finnst ekki nóg að gert að hafa bara varúðarskilti Vegagerðarinnar um fuglavarpið. Þeir settu líka upp það sem Sigurbjörg kallar „þrífót” til að minna ökumenn á að draga úr hraðanum. „Það er allt í lagi með útlendingana. Þeir sjá merkin. En það sér ekki sveitavargurinn. Og nágrannarnir á Patreksfirði. Þeir sjá ekki merkin sumir. Það er bara svoleiðis.” Tengdar fréttir Fiskeldið hleypir fjöri í Patreksfjörð Laxeldi í sjókvíum er á góðri leið með að rífa samfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum upp úr langvarandi öldudal. 5. júlí 2017 09:15 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Sjá meira
Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra í sumar. Íbúi óttast samt að þetta verði til þess að fleiri kríur drepist á nýja veginum. Fjallað var um vegarbætur vestur á fjörðum í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér og neðst í fréttinni. Endapunktur malbiksins var áður við fiskiskipið í fjörunni í Skápadal í botni Patreksfjarðar. Í skrám Vegagerðarinnar heitir hann Örlygshafnarvegur en þennan veg aka þeir sem eru á leið á staði eins og Rauðasand, Örlygshöfn, Hænuvík, Breiðavík og Látrabjarg. Fyrirtækið Borgarverk tók að sér verkið fyrir um 130 milljónir króna, sem fólst í að endurbyggja sex kílómetra vegarkafla með bundnu slitlagi frá Skápadal, um Rauðasandsgatnamótin og vestur fyrir bæinn Hvalsker. Þá verða eftir 37 kílómetrar ómalbikaðir að Látrabjargi.Malbikið nær nú langleiðina að Patreksfjarðarflugvelli, skammt vestur fyrir bæinn Hvalsker.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ætla mætti að vegarbótunum væri vel fagnað af íbúum á Hvalskeri sem losna núna við þjóðvegarykið. „Þetta verður sjálfsagt ágætt þegar þetta verður búið. Það er nú ekki alveg búið. Það er bara búið að fara eina ferð með olíumöl hérna. Það á eftir að fara aðra,” segir Sigurbjörg Sigurbergsdóttir, húsfreyja á Hvalskeri. -Verður þetta ekki allt annað og betra líf? „Ahh. Ég veit það ekki. Ég kvíði vetrinum. Sumsstaðar verður vegurinn snjóþyngri inni í firði en hann hefur verið. Þeir færðu hann til og þá er hærra niður á hann. En það þykir sjálfsagt mörgum þetta gott.” -En er mikil umferð hérna? „Það er gríðarleg umferð. En hún er öðruvísi. Það er mikið meira af húsbílum heldur en venjulegum bílum.” Nýi vegarkaflinn er í sunnanverðum Patreksfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Mestar áhyggjur hefur Sigurbjörg af kríuvarpinu við Hvalsker og að fleiri kríur drepist á nýja veginum. „Það er farið bara mikið af því og búið að keyra yfir mikið af þeim.” -Er það af því að menn keyra þá hraðar? „Menn sjá ekki nema þær sem fljúga. Menn sjá ekki ungana,” segir Sigurbjörg og segir ungana æfa sig að fljúga á veginum. Og íbúum á Hvalskeri finnst ekki nóg að gert að hafa bara varúðarskilti Vegagerðarinnar um fuglavarpið. Þeir settu líka upp það sem Sigurbjörg kallar „þrífót” til að minna ökumenn á að draga úr hraðanum. „Það er allt í lagi með útlendingana. Þeir sjá merkin. En það sér ekki sveitavargurinn. Og nágrannarnir á Patreksfirði. Þeir sjá ekki merkin sumir. Það er bara svoleiðis.”
Tengdar fréttir Fiskeldið hleypir fjöri í Patreksfjörð Laxeldi í sjókvíum er á góðri leið með að rífa samfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum upp úr langvarandi öldudal. 5. júlí 2017 09:15 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Sjá meira
Fiskeldið hleypir fjöri í Patreksfjörð Laxeldi í sjókvíum er á góðri leið með að rífa samfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum upp úr langvarandi öldudal. 5. júlí 2017 09:15