Enski boltinn

Bað konunnar á Old Trafford og fékk kveðju frá Zlatan | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Falleg ástarsaga.
Falleg ástarsaga. myndir/skjáskot
Scott Maidmen sá Harriet Burgess fyrst á leik með Manchester United fyrir þremur árum síðan. Hann fékk sér ársmiða í sætinu við hliðina á henni því hann vissi að Harriet væri sú eina rétta.

„Ég sagði við mömmu að ef ég myndi finna ljóshærða stelpu sem heldur með Manchester United væri hún sú eina rétta,“ segir Scott Maidmen sem fékk United til að gera bónorð sitt heldur betur eftirminnilegt.

Harriet hélt að hún hefði unnið einasýningu um Old Trafford með fyrrverandi leikmanni liðsins, Quinton Fortune, en svo var nú aldeilis ekki. Þegar þau stigu út á grasið fór Scott á skeljarnar og bað ástinnar í lífi sínu. Hún sagði auðvitað já.

Parið fagnaði svo trúlofuninni í svítu á Old Trafford á dögunum þar sem fjölskylda þeirra og vinir voru öll mætt. Það sem meira er fengu þau kveðju frá nokkrum leikmönnum Manchester United, þar á meðal Zlatan Ibrahimovic.

Hér að neðan má sjá þessa fallegu fótbolta ástarsögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×