Helmingur heldur framhjá á Netflix Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. febrúar 2017 10:45 Um fimmtungur hefur rifist við makann vegna þáttagláps. Vísir/Getty Þau sem streyma þáttum með makanum ættu að hafa varann á ef marka má niðurstöður könnunnar frá streymisveitunni Netflix sem birtar voru í gær. Þær gefa til kynna að næstum helmingur, eða 46 prósent, hafa „haldið framhjá“ makanum á Netflix eins og það er orðað í niðurstöðunum.Netflix-framhjáhald er skilgreint sem að horfa lengra inn í þáttaraðir en gert er með makanum og kom fyrst fyrir sjónir streymisveitunnar árið 2013. Nú, fjórum árum síðar, hefur tíðni framhjáglápsins þrefaldast og gert er ráð fyrir því að það muni einungis aukst á næstu árum. Byggir það ekki síst á þeirri staðreynd að um 60% þeirra sem horfa lengra en makinn segjast myndu gera það miklu oftar ef þeir vissu að það kæmist ekki upp. Niðurstöðurnar gefa að sama skapi til kynna að rúmlega 8 af hverjum 10 hafa horft lengra en makinn oftar en einu sinni og 44% oftar en þrisvar.Algengasta ástæðan gæði Þrátt fyrir að engin þáttaröð sé undanskilin eru það helst The Walking Dead, Breaking Bad, American Horror Story, House of Cards, Orange Is The New Black, Narcos og Stranger Things sem mest er horft á framhjá makanum. Allar þáttaraðirnar eru geysilega vinsælar og margverðlaunaðar og skyldi því engan undra að algengasta ástæðan fyrir framhjáglápi skuli vera að 66% fólks gat bara ekki hætt að horfa. Þættirnir væru einfaldlega of góðir. Algengast er að fólk horfi lengra en makinn þegar hann er fjarverandi, svo sem á ferðalagi (28%) eða í vinnunni (24%) og þá stelst fjórðungur til að horfa eftir að makinn sofnar. Þó eru skiptar skoðanir um hvort það teljist raunverulega til framhjágláps, niðurstöður Netflix gefa til kynna að 53% telji svo ekki vera.Um fimmtungur aðspurðra hefur rifist við makann sinn eftir að hafa komist upp um svikin - sem er kannski skiljanlegt í ljósi þess að 14% aðspurðra segja framhjágláp vera alvarlegra en raunverulegt framhjáhald. Rannsóknin var framkvæmd frá 20.-31. desember í fyrra og byggir á 30.267 svörum fullorðinna áskrifenda Netflix. Þeir eru frá Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Filippseyjum, Singapúr, Indland, Japan, Taívan, Suður-Kóreu, Hong Kong, S.A.F., Mexíkó, Síle, Kólumbíu, Brasilíu, Argentínu, Spáni, Portúgal, Tyrklandi, Pólandi, Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi, Svíþjóð, Noregi, Hollandi og Danmörku. Niðurstöðurnar má nálgast hér. Netflix Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Þau sem streyma þáttum með makanum ættu að hafa varann á ef marka má niðurstöður könnunnar frá streymisveitunni Netflix sem birtar voru í gær. Þær gefa til kynna að næstum helmingur, eða 46 prósent, hafa „haldið framhjá“ makanum á Netflix eins og það er orðað í niðurstöðunum.Netflix-framhjáhald er skilgreint sem að horfa lengra inn í þáttaraðir en gert er með makanum og kom fyrst fyrir sjónir streymisveitunnar árið 2013. Nú, fjórum árum síðar, hefur tíðni framhjáglápsins þrefaldast og gert er ráð fyrir því að það muni einungis aukst á næstu árum. Byggir það ekki síst á þeirri staðreynd að um 60% þeirra sem horfa lengra en makinn segjast myndu gera það miklu oftar ef þeir vissu að það kæmist ekki upp. Niðurstöðurnar gefa að sama skapi til kynna að rúmlega 8 af hverjum 10 hafa horft lengra en makinn oftar en einu sinni og 44% oftar en þrisvar.Algengasta ástæðan gæði Þrátt fyrir að engin þáttaröð sé undanskilin eru það helst The Walking Dead, Breaking Bad, American Horror Story, House of Cards, Orange Is The New Black, Narcos og Stranger Things sem mest er horft á framhjá makanum. Allar þáttaraðirnar eru geysilega vinsælar og margverðlaunaðar og skyldi því engan undra að algengasta ástæðan fyrir framhjáglápi skuli vera að 66% fólks gat bara ekki hætt að horfa. Þættirnir væru einfaldlega of góðir. Algengast er að fólk horfi lengra en makinn þegar hann er fjarverandi, svo sem á ferðalagi (28%) eða í vinnunni (24%) og þá stelst fjórðungur til að horfa eftir að makinn sofnar. Þó eru skiptar skoðanir um hvort það teljist raunverulega til framhjágláps, niðurstöður Netflix gefa til kynna að 53% telji svo ekki vera.Um fimmtungur aðspurðra hefur rifist við makann sinn eftir að hafa komist upp um svikin - sem er kannski skiljanlegt í ljósi þess að 14% aðspurðra segja framhjágláp vera alvarlegra en raunverulegt framhjáhald. Rannsóknin var framkvæmd frá 20.-31. desember í fyrra og byggir á 30.267 svörum fullorðinna áskrifenda Netflix. Þeir eru frá Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Filippseyjum, Singapúr, Indland, Japan, Taívan, Suður-Kóreu, Hong Kong, S.A.F., Mexíkó, Síle, Kólumbíu, Brasilíu, Argentínu, Spáni, Portúgal, Tyrklandi, Pólandi, Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi, Svíþjóð, Noregi, Hollandi og Danmörku. Niðurstöðurnar má nálgast hér.
Netflix Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira