Segir að ekkert verði úr nýjum kjarasamningi við SFS vegna ummæla ráðherra Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2017 10:18 Vilhjálmur Birgisson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. „Ég er mótfallin sértækum aðgerðum,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í þættinum Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Hún sagðist þar hvorki ætla að grípa inn í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna með lagasetningu eða breytingum á skattalöggjöf. „Finnst þér að ég eigi að koma með sértækar aðgerðir, og eins og sumir eru að leggja til, að niðurgreiða laun fyrir útgerðarmenn? Ég er því mótfallin,“ sagði Þorgerður. Hún sagði að þeir sem hafa einkarétt á auðlind þjóðarinnar verði að axla þá ábyrgð og ná samningum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir á Facebook að þessi ummæli Þorgerðar Katrínar þýði það að ekkert verður af nýjum kjarasamningi sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi því hann hafi verið háður þeim ófrávíkjanlegu skilyrðum að sjómenn myndu njóta dagpeninga eins og annað launafólk í þessu landi.„Nú hefur sjávarútvegsráðherra talað enn og aftur skýrt um að íslenskir sjómenn fái ekki að sitja við sama borð og annað launafólk í þessu landi og með þessum ummælum deyr það tilboð drottni sínum sem lagt var fram í gær til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi! Málið er að sjómenn eru alls ekki að biðja um neina ölmusu heldur einungis það að fá að sitja við sama borð og allt launafólk í þessu landi sem þarf starfs síns vegna að starfa víðsfjarri sínu heimili! Búið spil.is!,“ skrifar Vilhjálmur. Samninganefnd Sjómannasambands Íslands gerði SFS tilboð í gær sem samninganefndin sagði að væri lokatilboð þeirra í kjaradeilunni. Vilhjálmur upplýsir á Facebook að í þessu tilboði hafi verið ófrávíkjanleg krafa að sjómenn myndu njóta dagpeninga eins og annað launafólk í þessu landi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þegar sjómannaafslátturinn var afnuminn árið 2009 hafi raun dagpeningar sjómanna verið að fullu skattlagðir. Heiðrún Lind sagðist ekki skilja hvers vegna aðrar stéttir í landinu geta dregið frá kostnað varðandi dagpeninga og þurfi ekki að greiða skatt af þeim, og nefndi sem dæmi opinbera starfsmenn og flugáhafnir. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Skýrist í dag hvort SFS fallist á tilboð sjómanna Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi mun koma saman fyrir hádegi í dag til að ræða tilboð sem sjómenn lögðu fram í gær. 14. febrúar 2017 07:24 Gera SFS tilboð og segja að ekki verði lengra komist "Við erum að reyna að leysa deiluna, annað hvort gengur það eða ekki.“ 13. febrúar 2017 16:37 Sjómenn hafa slegið af kröfum sínum: „Menn eru ekki tilbúnir að ganga lengra“ 13. febrúar 2017 20:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
„Ég er mótfallin sértækum aðgerðum,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í þættinum Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Hún sagðist þar hvorki ætla að grípa inn í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna með lagasetningu eða breytingum á skattalöggjöf. „Finnst þér að ég eigi að koma með sértækar aðgerðir, og eins og sumir eru að leggja til, að niðurgreiða laun fyrir útgerðarmenn? Ég er því mótfallin,“ sagði Þorgerður. Hún sagði að þeir sem hafa einkarétt á auðlind þjóðarinnar verði að axla þá ábyrgð og ná samningum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir á Facebook að þessi ummæli Þorgerðar Katrínar þýði það að ekkert verður af nýjum kjarasamningi sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi því hann hafi verið háður þeim ófrávíkjanlegu skilyrðum að sjómenn myndu njóta dagpeninga eins og annað launafólk í þessu landi.„Nú hefur sjávarútvegsráðherra talað enn og aftur skýrt um að íslenskir sjómenn fái ekki að sitja við sama borð og annað launafólk í þessu landi og með þessum ummælum deyr það tilboð drottni sínum sem lagt var fram í gær til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi! Málið er að sjómenn eru alls ekki að biðja um neina ölmusu heldur einungis það að fá að sitja við sama borð og allt launafólk í þessu landi sem þarf starfs síns vegna að starfa víðsfjarri sínu heimili! Búið spil.is!,“ skrifar Vilhjálmur. Samninganefnd Sjómannasambands Íslands gerði SFS tilboð í gær sem samninganefndin sagði að væri lokatilboð þeirra í kjaradeilunni. Vilhjálmur upplýsir á Facebook að í þessu tilboði hafi verið ófrávíkjanleg krafa að sjómenn myndu njóta dagpeninga eins og annað launafólk í þessu landi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þegar sjómannaafslátturinn var afnuminn árið 2009 hafi raun dagpeningar sjómanna verið að fullu skattlagðir. Heiðrún Lind sagðist ekki skilja hvers vegna aðrar stéttir í landinu geta dregið frá kostnað varðandi dagpeninga og þurfi ekki að greiða skatt af þeim, og nefndi sem dæmi opinbera starfsmenn og flugáhafnir.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Skýrist í dag hvort SFS fallist á tilboð sjómanna Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi mun koma saman fyrir hádegi í dag til að ræða tilboð sem sjómenn lögðu fram í gær. 14. febrúar 2017 07:24 Gera SFS tilboð og segja að ekki verði lengra komist "Við erum að reyna að leysa deiluna, annað hvort gengur það eða ekki.“ 13. febrúar 2017 16:37 Sjómenn hafa slegið af kröfum sínum: „Menn eru ekki tilbúnir að ganga lengra“ 13. febrúar 2017 20:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Skýrist í dag hvort SFS fallist á tilboð sjómanna Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi mun koma saman fyrir hádegi í dag til að ræða tilboð sem sjómenn lögðu fram í gær. 14. febrúar 2017 07:24
Gera SFS tilboð og segja að ekki verði lengra komist "Við erum að reyna að leysa deiluna, annað hvort gengur það eða ekki.“ 13. febrúar 2017 16:37