Hornfirðingar smíða gítara sem eru engum öðrum líkir Kristján Már Unnarsson skrifar 4. desember 2017 21:15 Gítarar með snertiskjám og led-ljósum eru meðal þess sem hornfirskir áhugamenn um hljóðfærasmíði hafa þróað. Svo mikil er gróskan að Hornfirðingar hafa stofnað til tónlistarhátíðar óvenjulegra hljóðfæra. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land land” í kvöld. Gamla Kaupfélagshúsið á Höfn er nú smiðja skapandi greina þar sem frumkvöðlum býðst aðstaða til að láta ólíkar hugmyndir verða að veruleika. Tónlistarmenn byrjuðu á því að nýta yfirborðsfræsara til að skera út einföld hljóðfæri í tré en fóru svo að bæta við flóknari hlutum, eins og rafrásum. Og nú hefur þetta þróast upp í smíði frumlegra tæknihljóðfæra. Í viðtalinu sýnir Vilhjálmur Magnússon, forstöðumaður Vöruhúss og FabLab-smiðju Hornafjarðar, nokkur dæmi um hátæknigítara. Þar má sjá gítar með ljósnæmum skynjurum í hálsinum, þar sem gítarleikarinn getur breytt hljóðunum einfaldlega með því að veifa höndunum yfir skynjurunum. Annar gítar er með snertiskjá sem gítarleikarinn getur snert og breytt þannig hljóðum. Sá þriðji er með led-ljósum sem breytast í samræmi við tóna gítarsins. Vilhjálmur Magnússon við hljóðfærið vírdós sem tónlistarhátíðin dregur nafn sitt af.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hljóðfærasmiðirnir eru á öllum aldri, sá yngsti innan við tvítugt og sá elsti um sextugt. Saman héldu þeir á Höfn í ágústlok í sumar tónlistarhátíð óvenjulegra hljóðfæra, sem fékk nafnið Vírdós, eftir vírdós sem sést í fréttinni. Vilhjálmur kveðst sannfærður um hátíðin verði hér eftir árlegur viðburður. Fjallað var um mannlíf á Hornafirði í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld. Hornafjörður Um land allt Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Gítarar með snertiskjám og led-ljósum eru meðal þess sem hornfirskir áhugamenn um hljóðfærasmíði hafa þróað. Svo mikil er gróskan að Hornfirðingar hafa stofnað til tónlistarhátíðar óvenjulegra hljóðfæra. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land land” í kvöld. Gamla Kaupfélagshúsið á Höfn er nú smiðja skapandi greina þar sem frumkvöðlum býðst aðstaða til að láta ólíkar hugmyndir verða að veruleika. Tónlistarmenn byrjuðu á því að nýta yfirborðsfræsara til að skera út einföld hljóðfæri í tré en fóru svo að bæta við flóknari hlutum, eins og rafrásum. Og nú hefur þetta þróast upp í smíði frumlegra tæknihljóðfæra. Í viðtalinu sýnir Vilhjálmur Magnússon, forstöðumaður Vöruhúss og FabLab-smiðju Hornafjarðar, nokkur dæmi um hátæknigítara. Þar má sjá gítar með ljósnæmum skynjurum í hálsinum, þar sem gítarleikarinn getur breytt hljóðunum einfaldlega með því að veifa höndunum yfir skynjurunum. Annar gítar er með snertiskjá sem gítarleikarinn getur snert og breytt þannig hljóðum. Sá þriðji er með led-ljósum sem breytast í samræmi við tóna gítarsins. Vilhjálmur Magnússon við hljóðfærið vírdós sem tónlistarhátíðin dregur nafn sitt af.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hljóðfærasmiðirnir eru á öllum aldri, sá yngsti innan við tvítugt og sá elsti um sextugt. Saman héldu þeir á Höfn í ágústlok í sumar tónlistarhátíð óvenjulegra hljóðfæra, sem fékk nafnið Vírdós, eftir vírdós sem sést í fréttinni. Vilhjálmur kveðst sannfærður um hátíðin verði hér eftir árlegur viðburður. Fjallað var um mannlíf á Hornafirði í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld.
Hornafjörður Um land allt Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira