Stórir alþjóðlegir aðilar hafa lýst yfir áhuga á United Silicon Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. desember 2017 19:45 Aðþjóðlegir fjárfestar hafa sýnt áhuga á rekstri United Silicon í Helguvík en áframhaldandi greiðslustöðvun félagsins var samþykkt í héraðsdómi í dag. Starfsfólki hefur fækkað um fjórðung frá því slökkt var á ljósbogaofni kísilversins í byrjun september. Rekstur kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík hefur nú verið stopp frá því slökkt var á ofni verksmiðjunnar 1. september síðastliðinn. Frá 14. ágúst hefur rekstur félagsins verið í greiðslustöðvun en 20. september gekk stærsti lánveitandi kísilversins, Arion banki og fimm aðrir lífeyrissjóðir að veðum sínum og yfirtóku 98,13 prósent af hlutafé verksmiðjunnar. Með því voru Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi verksmiðjunnar og hollenska fyrirtækið Bit Fondel gert eignalaust. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins hefur verið með um átta milljarða útistandandi við félagið að með meðtöldum lánsloforðum og ábyrgðum og vegna stöðunnar þurfti bankinn að afskrifa að fullu 16,3% eignarhlut sinn í verksmiðjunni. Bankinn hefur fjármagnað rekstur verksmiðjunnar á greiðslustöðvunartímanum og er kostnaður hans á þeim tíma meiri en 600 milljónir. Í þeim kostnaði er meðal annars, endurbætur á verksmiðju sbr. kröfur yfirvalda, tæknileg úttekt Multiconsult á búnaði og loftgæðum, Bókhaldsrannsókn KPMG á rekstri félagsins og Lögfræðileg áreiðanleikakönnun lögmannsstofunnar LEX. „Þessi tími hefur verið nýttur til þess að vinna greinar og vinda ofan af ýmissi óreiðu sem þarna var,“ segir Karen Kjartansdóttir, talsmaður United Silicon. Bókhaldsrannsóknin leiddi í ljós meint fjármunabrot Magnúsar Garðarssonar fyrrverandi forstjóra verksmiðjunnar og eru talin nema 500 milljónum. Meint brot voru kærð til héraðssaksóknara og eru þar í rannsókn. Greiðslustöðvun á rekstri United Silicon rann út í dag en stjórn félagsins hefur óskað eftir áframhaldandi greiðslustöðvun til 22. janúar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Héraðsdómur samþykkti í dag áframhaldandi greiðslustöðvun en ljóst er að að áframhaldandi rekstur verksmiðjunnar á ábyrgð Arion banka hleypur á hundruðum milljóna. „Ég get ekki tjáð mig um þá tölu en ég get alveg viðurkennt að það eru háar upphæðir sem þarf til þess að koma henni í gott horf en þessar greiningar miða við það að þarna sé flest eins og best verður á kosið,“ segir Karen. Karen segir að á þessum tíma hafi fjárfestar sýnt verksmiðjunni áhuga. „Nú þegar þá hafa stórir alþjóðlegir aðilar lýst yfir áhuga á verksmiðjunni. Verðið á kísilmálmi hefur hækkað mikið að undanförnu þannig að vissulega gætu góð tækifæri falist í þessari verksmiðju,“ segir Karen. Tengdar fréttir Stofnendur United vilja stöðva yfirtöku Arion Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, og þrír aðrir fyrrverandi hluthafar vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi synjun um lögbann á yfirtöku Arion banka á bréfum þeirra í kísilverinu. 8. nóvember 2017 06:00 Arion banki færir niður lán til United Silicon um 3,7 milljarða Niðurfærslurnar nema um 3,7 milljörðum króna. Afkoman hefði numið 2,6 milljörðum hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. 14. nóvember 2017 21:48 Arion banki kærir stofnanda United Silicon 13. október 2017 06:00 United Silicon fær framlengingu á greiðslustöðvun Greiðslustöðvunin nær til 22. janúar 2018. Fyrirtækið hafði áður fengið greiðslustöðvun í ágúst á þessu ári sem rann út í dag. 4. desember 2017 16:06 Ekki hægt fullyrða hvaða efni veldur mikilli lykt frá verksmiðju United Silicon Niðurstöður mælinga Norsku loftrannsóknarstofnunarinnar á rokgjörnum lífrænum efnasamböndum vegna kísilverksmiðju United Silicon liggja fyrir. 11. október 2017 13:49 Kísilverið kostar Arion banka um 200 milljónir á mánuði Kostnaður vegna reksturs United Silicon hefur numið um 200 milljónum í hverjum mánuði frá því að greiðslustöðvun hófst. Arion stendur undir kostnaðinum en framleiðsla kísilversins hefur legið niðri um langt skeið. 22. nóvember 2017 06:00 Þórður nýr forstjóri United Silicon Gerður hefur verið starfsflokasamningur við Helga Þórhallsson, fráfarandi forstjóra. 2. nóvember 2017 16:24 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Aðþjóðlegir fjárfestar hafa sýnt áhuga á rekstri United Silicon í Helguvík en áframhaldandi greiðslustöðvun félagsins var samþykkt í héraðsdómi í dag. Starfsfólki hefur fækkað um fjórðung frá því slökkt var á ljósbogaofni kísilversins í byrjun september. Rekstur kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík hefur nú verið stopp frá því slökkt var á ofni verksmiðjunnar 1. september síðastliðinn. Frá 14. ágúst hefur rekstur félagsins verið í greiðslustöðvun en 20. september gekk stærsti lánveitandi kísilversins, Arion banki og fimm aðrir lífeyrissjóðir að veðum sínum og yfirtóku 98,13 prósent af hlutafé verksmiðjunnar. Með því voru Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi verksmiðjunnar og hollenska fyrirtækið Bit Fondel gert eignalaust. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins hefur verið með um átta milljarða útistandandi við félagið að með meðtöldum lánsloforðum og ábyrgðum og vegna stöðunnar þurfti bankinn að afskrifa að fullu 16,3% eignarhlut sinn í verksmiðjunni. Bankinn hefur fjármagnað rekstur verksmiðjunnar á greiðslustöðvunartímanum og er kostnaður hans á þeim tíma meiri en 600 milljónir. Í þeim kostnaði er meðal annars, endurbætur á verksmiðju sbr. kröfur yfirvalda, tæknileg úttekt Multiconsult á búnaði og loftgæðum, Bókhaldsrannsókn KPMG á rekstri félagsins og Lögfræðileg áreiðanleikakönnun lögmannsstofunnar LEX. „Þessi tími hefur verið nýttur til þess að vinna greinar og vinda ofan af ýmissi óreiðu sem þarna var,“ segir Karen Kjartansdóttir, talsmaður United Silicon. Bókhaldsrannsóknin leiddi í ljós meint fjármunabrot Magnúsar Garðarssonar fyrrverandi forstjóra verksmiðjunnar og eru talin nema 500 milljónum. Meint brot voru kærð til héraðssaksóknara og eru þar í rannsókn. Greiðslustöðvun á rekstri United Silicon rann út í dag en stjórn félagsins hefur óskað eftir áframhaldandi greiðslustöðvun til 22. janúar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Héraðsdómur samþykkti í dag áframhaldandi greiðslustöðvun en ljóst er að að áframhaldandi rekstur verksmiðjunnar á ábyrgð Arion banka hleypur á hundruðum milljóna. „Ég get ekki tjáð mig um þá tölu en ég get alveg viðurkennt að það eru háar upphæðir sem þarf til þess að koma henni í gott horf en þessar greiningar miða við það að þarna sé flest eins og best verður á kosið,“ segir Karen. Karen segir að á þessum tíma hafi fjárfestar sýnt verksmiðjunni áhuga. „Nú þegar þá hafa stórir alþjóðlegir aðilar lýst yfir áhuga á verksmiðjunni. Verðið á kísilmálmi hefur hækkað mikið að undanförnu þannig að vissulega gætu góð tækifæri falist í þessari verksmiðju,“ segir Karen.
Tengdar fréttir Stofnendur United vilja stöðva yfirtöku Arion Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, og þrír aðrir fyrrverandi hluthafar vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi synjun um lögbann á yfirtöku Arion banka á bréfum þeirra í kísilverinu. 8. nóvember 2017 06:00 Arion banki færir niður lán til United Silicon um 3,7 milljarða Niðurfærslurnar nema um 3,7 milljörðum króna. Afkoman hefði numið 2,6 milljörðum hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. 14. nóvember 2017 21:48 Arion banki kærir stofnanda United Silicon 13. október 2017 06:00 United Silicon fær framlengingu á greiðslustöðvun Greiðslustöðvunin nær til 22. janúar 2018. Fyrirtækið hafði áður fengið greiðslustöðvun í ágúst á þessu ári sem rann út í dag. 4. desember 2017 16:06 Ekki hægt fullyrða hvaða efni veldur mikilli lykt frá verksmiðju United Silicon Niðurstöður mælinga Norsku loftrannsóknarstofnunarinnar á rokgjörnum lífrænum efnasamböndum vegna kísilverksmiðju United Silicon liggja fyrir. 11. október 2017 13:49 Kísilverið kostar Arion banka um 200 milljónir á mánuði Kostnaður vegna reksturs United Silicon hefur numið um 200 milljónum í hverjum mánuði frá því að greiðslustöðvun hófst. Arion stendur undir kostnaðinum en framleiðsla kísilversins hefur legið niðri um langt skeið. 22. nóvember 2017 06:00 Þórður nýr forstjóri United Silicon Gerður hefur verið starfsflokasamningur við Helga Þórhallsson, fráfarandi forstjóra. 2. nóvember 2017 16:24 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Stofnendur United vilja stöðva yfirtöku Arion Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, og þrír aðrir fyrrverandi hluthafar vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi synjun um lögbann á yfirtöku Arion banka á bréfum þeirra í kísilverinu. 8. nóvember 2017 06:00
Arion banki færir niður lán til United Silicon um 3,7 milljarða Niðurfærslurnar nema um 3,7 milljörðum króna. Afkoman hefði numið 2,6 milljörðum hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. 14. nóvember 2017 21:48
United Silicon fær framlengingu á greiðslustöðvun Greiðslustöðvunin nær til 22. janúar 2018. Fyrirtækið hafði áður fengið greiðslustöðvun í ágúst á þessu ári sem rann út í dag. 4. desember 2017 16:06
Ekki hægt fullyrða hvaða efni veldur mikilli lykt frá verksmiðju United Silicon Niðurstöður mælinga Norsku loftrannsóknarstofnunarinnar á rokgjörnum lífrænum efnasamböndum vegna kísilverksmiðju United Silicon liggja fyrir. 11. október 2017 13:49
Kísilverið kostar Arion banka um 200 milljónir á mánuði Kostnaður vegna reksturs United Silicon hefur numið um 200 milljónum í hverjum mánuði frá því að greiðslustöðvun hófst. Arion stendur undir kostnaðinum en framleiðsla kísilversins hefur legið niðri um langt skeið. 22. nóvember 2017 06:00
Þórður nýr forstjóri United Silicon Gerður hefur verið starfsflokasamningur við Helga Þórhallsson, fráfarandi forstjóra. 2. nóvember 2017 16:24