Disney tekur stuttmynd um Ólaf snjókarl úr umferð Birgir Olgeirsson skrifar 4. desember 2017 16:01 Snjókarlinn Ólafur hefur ekki notið vinsælda í kvikmyndahúsum í ár, en hann sást fyrst í hinni feykivinsælu Frozen árið 2013. IMDB Disney hefur fyrirskipað kvikmyndahúsum vestanhafs að hætta sýningum á Frozen-stuttmyndinni um ævintýri snjókarlsins Ólafs. Stuttmyndin var sýnd á undan Pixar-teiknimyndinni Coco en Mashable segir þessa fyrirskipun Disney taka gildi 8. desember næstkomandi.Disney beindi því til kvikmyndahúsa að nýta tímann sem losnar þegar sýningum á stuttmyndinni verður hætt til að bæta við sýningum á Coco. Disney á Pixar sem framleiðir Coco og stuttmyndina um Ólaf snjókarl en stuttmyndin hefur fengið afleitar viðtökur, að því er fram kemur á vef Mashable. Þar segir að myndin þyki of löng, eða 22 mínútur talsins. Á undan stuttmyndinni eru sýndar stiklur úr væntanlegum myndum sem verður þess valdandi að sýningar á Coco hafa ekki hafist fyrr en fjörutíu mínútur eru liðnar frá auglýstum sýningartíma, sem gerir ungum áhorfendum erfitt fyrir. Hefð er fyrir því að sýna stuttmyndir á undan Pixar-myndum í kvikmyndahúsum, en þær hafa jafnan verið um tíu mínútur að lengd. Þær stuttmyndir hafa verið á vegum Pixar, en stuttmyndin um Ólaf snjókarl á vegum Disney. Bíó og sjónvarp Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Disney hefur fyrirskipað kvikmyndahúsum vestanhafs að hætta sýningum á Frozen-stuttmyndinni um ævintýri snjókarlsins Ólafs. Stuttmyndin var sýnd á undan Pixar-teiknimyndinni Coco en Mashable segir þessa fyrirskipun Disney taka gildi 8. desember næstkomandi.Disney beindi því til kvikmyndahúsa að nýta tímann sem losnar þegar sýningum á stuttmyndinni verður hætt til að bæta við sýningum á Coco. Disney á Pixar sem framleiðir Coco og stuttmyndina um Ólaf snjókarl en stuttmyndin hefur fengið afleitar viðtökur, að því er fram kemur á vef Mashable. Þar segir að myndin þyki of löng, eða 22 mínútur talsins. Á undan stuttmyndinni eru sýndar stiklur úr væntanlegum myndum sem verður þess valdandi að sýningar á Coco hafa ekki hafist fyrr en fjörutíu mínútur eru liðnar frá auglýstum sýningartíma, sem gerir ungum áhorfendum erfitt fyrir. Hefð er fyrir því að sýna stuttmyndir á undan Pixar-myndum í kvikmyndahúsum, en þær hafa jafnan verið um tíu mínútur að lengd. Þær stuttmyndir hafa verið á vegum Pixar, en stuttmyndin um Ólaf snjókarl á vegum Disney.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein