Vetrarbræður keppir um Golden Leopard verðlaunin Stefán Árni Pálsson skrifar 2. ágúst 2017 16:15 Kvikmyndin verður frumsýnd á morgun. Á morgun mun Dansk/íslenska kvikmyndin Vetrarbræður, eftir Hlyn Pálmason, verða heimsfrumsýnd sem opnunarmynd aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno en hún keppir þar um hin mikils metnu Golden Leopard verðlaun. Frumsýningin verður klukkan 12 að íslenskum tíma. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar og fer nú fram í 70. skipti frá 2-12. Ágúst. Myndin er ein af 18 myndum sem hljóta þennan heiður og sú eina þetta árið frá Norðurlöndunum, en yfir þúsund myndir hvaðanæva að úr heiminum sækja um. Um er að ræða fyrsta mynd leikstjórans í fullri lengd sem gerir þetta enn meiri heiður þar sem eingöngu þrjár slíkar eru valdnar í aðalkeppnina því hátíðin er einnig með sérstakan flokk sem er sérstaklega gerður fyrir fyrstu myndir leikstjóra.Sautján ár síðan Balti kepptiLiðin eru 17 ár síðan íslenskur leikstjóri hefur keppt um Golden Leopard verðlaunin en árið 2000 var Baltasar Kormákur þar með sína fyrstu mynd 101 Reykjavík. Þar á undan hafði aðeins Friðrik Þór Friðriksson tekið þátt í aðalkeppninni, fyrst 1987 með Skytturnar og svo 1994 með Bíódaga.Vetrarbræður gerist í einangraðri verkamannabyggð á köldum vetri. Myndin segir frá bræðrunum Emil og Johan og hvernig þeirra daglega rútína er einn dag brotin upp með ofbeldisfullum deilum milli þeirra og annarrar fjölskyldu á vinnustaðnum. Saga um skort af ást sem fókusar á yngri bróðurinn, Emil, og þörf hans fyrir að vera elskaður og þráður. Tökur fóru fram við byrjun árs 2016 í Faxe, Danmörku.Útskrifaðist úr danska kvikmyndaskólanum. Hlynur leikstýrir og skrifar handritið að Vetrarbræðrum. Hlynur hefur getið sér góðs orðs sem leikstjóri síðustu ár en hann útskrifaðist úr danska Kvikmyndaskólanum 2013. Útskriftarmynd hans Málarinn (2013) með Ingvar E. Sigurðssyni í aðalhlutverki var tilnefnd til Dönsku Kvikmyndaverðlaunanna og vann verðlaun fyrir Bestu Stuttmynd á bæði kvikmyndahátíðinni í Odense og RIFF hátíðinni í Reykjavík. Nýjasta stuttmynd hans Sjö bátar (2014) var heimsfrumsýnd í keppnisflokki Toronto kvikmyndahátíðarinnar og var tilnefnd sem stuttmynd ársins á Edduverðlaununum 2015. Myndin er framleidd af danska framleiðslufyrirtækinu Masterplan Pictures og er Anton Máni Svansson meðframleiðandi fyrir hönd Join Motion Pictures, sem framleiddi hina margverðlaunuðu kvikmynd Hjartasteinn. Sölufyrirtæki Vetrarbræðra á alþjóðavísu er hið pólska New Europe Film Sales, sem sá einnig t.a.m. um sölu myndarinnar Hrútar eftir Grím Hákonarson. Með helstu hlutverk í Vetrarbræðrum fara þau Elliott Crossett Hove („In the Blood“), Simon Sears (TV‘s Follow The Money), Victoria Carmen Sonne („The Elite) og Lars Mikkelsen („House of Cards“). Nánari fréttir af Vetrarbræðrum er að finna á Facebook síðu myndarinnar. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Á morgun mun Dansk/íslenska kvikmyndin Vetrarbræður, eftir Hlyn Pálmason, verða heimsfrumsýnd sem opnunarmynd aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno en hún keppir þar um hin mikils metnu Golden Leopard verðlaun. Frumsýningin verður klukkan 12 að íslenskum tíma. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar og fer nú fram í 70. skipti frá 2-12. Ágúst. Myndin er ein af 18 myndum sem hljóta þennan heiður og sú eina þetta árið frá Norðurlöndunum, en yfir þúsund myndir hvaðanæva að úr heiminum sækja um. Um er að ræða fyrsta mynd leikstjórans í fullri lengd sem gerir þetta enn meiri heiður þar sem eingöngu þrjár slíkar eru valdnar í aðalkeppnina því hátíðin er einnig með sérstakan flokk sem er sérstaklega gerður fyrir fyrstu myndir leikstjóra.Sautján ár síðan Balti kepptiLiðin eru 17 ár síðan íslenskur leikstjóri hefur keppt um Golden Leopard verðlaunin en árið 2000 var Baltasar Kormákur þar með sína fyrstu mynd 101 Reykjavík. Þar á undan hafði aðeins Friðrik Þór Friðriksson tekið þátt í aðalkeppninni, fyrst 1987 með Skytturnar og svo 1994 með Bíódaga.Vetrarbræður gerist í einangraðri verkamannabyggð á köldum vetri. Myndin segir frá bræðrunum Emil og Johan og hvernig þeirra daglega rútína er einn dag brotin upp með ofbeldisfullum deilum milli þeirra og annarrar fjölskyldu á vinnustaðnum. Saga um skort af ást sem fókusar á yngri bróðurinn, Emil, og þörf hans fyrir að vera elskaður og þráður. Tökur fóru fram við byrjun árs 2016 í Faxe, Danmörku.Útskrifaðist úr danska kvikmyndaskólanum. Hlynur leikstýrir og skrifar handritið að Vetrarbræðrum. Hlynur hefur getið sér góðs orðs sem leikstjóri síðustu ár en hann útskrifaðist úr danska Kvikmyndaskólanum 2013. Útskriftarmynd hans Málarinn (2013) með Ingvar E. Sigurðssyni í aðalhlutverki var tilnefnd til Dönsku Kvikmyndaverðlaunanna og vann verðlaun fyrir Bestu Stuttmynd á bæði kvikmyndahátíðinni í Odense og RIFF hátíðinni í Reykjavík. Nýjasta stuttmynd hans Sjö bátar (2014) var heimsfrumsýnd í keppnisflokki Toronto kvikmyndahátíðarinnar og var tilnefnd sem stuttmynd ársins á Edduverðlaununum 2015. Myndin er framleidd af danska framleiðslufyrirtækinu Masterplan Pictures og er Anton Máni Svansson meðframleiðandi fyrir hönd Join Motion Pictures, sem framleiddi hina margverðlaunuðu kvikmynd Hjartasteinn. Sölufyrirtæki Vetrarbræðra á alþjóðavísu er hið pólska New Europe Film Sales, sem sá einnig t.a.m. um sölu myndarinnar Hrútar eftir Grím Hákonarson. Með helstu hlutverk í Vetrarbræðrum fara þau Elliott Crossett Hove („In the Blood“), Simon Sears (TV‘s Follow The Money), Victoria Carmen Sonne („The Elite) og Lars Mikkelsen („House of Cards“). Nánari fréttir af Vetrarbræðrum er að finna á Facebook síðu myndarinnar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira