Þingkona segir spurningar um barneignir óásættanlegar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2017 07:08 Jacinda Ardern, nýkjörinn leiðtogi nýsjálenska Verkamannaflokksins. Nýkjörinn leiðtogi stjórnarandstöðunnar á nýsjálenska þinginu segir óásættanlegt að konur á vinnumarkaði séu spurðar um barneignaráætlanir sínar. Hún var kosin í embætti í gær en hefur nú tvívegis verið spurð um fyrirhugaðar barneignir í spjallþáttum. BBC greinir frá. Jacinda Ardern var kjörin leiðtogi Verkamannaflokksins á Nýja Sjálandi í gær eftir að forveri hennar, Andrew Little, sagði af sér. Ardern er yngsti leiðtogi flokksins og önnur konan sem gegnir embættinu. Ardern var gestur nýsjálenska sjónvarpsþáttarins The Project örfáum klukkutímum eftir að hún náði kjöri. Stjórnandi þáttarins spurði hana hvort henni þætti hún þurfa að velja á milli starfsferils og barneigna. Áður en hann lét flakka sagði hann að starfsmenn þáttarins hefðu rætt það sín á milli „hvort hann mætti yfir höfuð spyrja hana að þessu.“ Í svari sínu sagðist Ardern ekki hafa neitt út á spurninguna að setja. Hún sagðist ætíð hafa talað opinskátt um vandamálið og að konur ættu líklega almennt erfitt með að takast á við það. Ardern var þó aftur krafin svara um efnið í viðtali í þættinum The AM Show í morgun. Þáttastjórnandinn spurði hvort „forsætisráðherrar gætu réttlætt það að taka sér fæðingarorlof í embætti,“ og bar þar saman réttindi vinnuveitenda gagnvart kvenkyns starfsmönnum sínum. Ardern brást ókvæða við. „Það er algjörlega óásættanlegt að árið 2017 skuli konur þurfa að svara þessari spurningu á vinnumarkaðnum. Það er óásættanlegt, það er óásættanlegt,“ ítrekaði Ardern og benti á að vinnuveitendur mættu ekki mismuna starfsmönnum sínum á grundvelli þess að þeir hygðust ef til vill eignast börn í framtíðinni. Mikil reiði hefur gripið um sig á Nýja Sjálandi vegna viðtalanna við Ardern. Gagnrýnendur hafa margir bent á að karlkyns stjórnmálamenn þurfi sjaldan að svara spurningum um barneignir. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Nýkjörinn leiðtogi stjórnarandstöðunnar á nýsjálenska þinginu segir óásættanlegt að konur á vinnumarkaði séu spurðar um barneignaráætlanir sínar. Hún var kosin í embætti í gær en hefur nú tvívegis verið spurð um fyrirhugaðar barneignir í spjallþáttum. BBC greinir frá. Jacinda Ardern var kjörin leiðtogi Verkamannaflokksins á Nýja Sjálandi í gær eftir að forveri hennar, Andrew Little, sagði af sér. Ardern er yngsti leiðtogi flokksins og önnur konan sem gegnir embættinu. Ardern var gestur nýsjálenska sjónvarpsþáttarins The Project örfáum klukkutímum eftir að hún náði kjöri. Stjórnandi þáttarins spurði hana hvort henni þætti hún þurfa að velja á milli starfsferils og barneigna. Áður en hann lét flakka sagði hann að starfsmenn þáttarins hefðu rætt það sín á milli „hvort hann mætti yfir höfuð spyrja hana að þessu.“ Í svari sínu sagðist Ardern ekki hafa neitt út á spurninguna að setja. Hún sagðist ætíð hafa talað opinskátt um vandamálið og að konur ættu líklega almennt erfitt með að takast á við það. Ardern var þó aftur krafin svara um efnið í viðtali í þættinum The AM Show í morgun. Þáttastjórnandinn spurði hvort „forsætisráðherrar gætu réttlætt það að taka sér fæðingarorlof í embætti,“ og bar þar saman réttindi vinnuveitenda gagnvart kvenkyns starfsmönnum sínum. Ardern brást ókvæða við. „Það er algjörlega óásættanlegt að árið 2017 skuli konur þurfa að svara þessari spurningu á vinnumarkaðnum. Það er óásættanlegt, það er óásættanlegt,“ ítrekaði Ardern og benti á að vinnuveitendur mættu ekki mismuna starfsmönnum sínum á grundvelli þess að þeir hygðust ef til vill eignast börn í framtíðinni. Mikil reiði hefur gripið um sig á Nýja Sjálandi vegna viðtalanna við Ardern. Gagnrýnendur hafa margir bent á að karlkyns stjórnmálamenn þurfi sjaldan að svara spurningum um barneignir.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira