Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Norska skipið Seabed Constructor var leigt til leitar að Minden í apríl en var stöðvað af Landhelgisgæslunni. mynd/landhelgisgæslan Hvorki utanríkisráðuneytið né dómsmálaráðuneytið vilja svara spurningum Fréttablaðsins varðandi fjársjóðsleit breska fyrirtækisins Advanced Marine Services Ltd. í flaki SS Minden sem hvílir á hafsbotni 120 mílur suðaustur af landinu. „Samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna í Stjórnarráði Íslands nr. 15/2017 fer utanríkisráðuneytið ekki með málefni er varða eignarréttindi. Það fellur því ekki í hlut utanríkisráðuneytisins að taka afstöðu til þessa,“ segir í svari við þeirri spurningu hvort ráðuneytið telji vera rétt sem Advanced Marine Services Ltd. heldur fram í starfsleyfisumsókn sinni til Umhverfisstofnunar að enginn sérstakur eigi tilkall til flaks Minden og verðmæta í því. Er þetta einnig svar við þeirri spurningu hvort ráðuneytið telji íslenska ríkið eða einhvern annan tiltekinn aðila eiga tilkall til flaksins og innihalds þess. Utanríkisráðuneytið er einn þeirra aðila sem Umhverfisstofnun leitaði umsagnar hjá vegna umsóknar AMS um leyfi til að skera gat á Minden þar sem það liggur á meira en 2,2 kílómetra dýpi og sækja þangað skáp eða kistu sem fyrirtækið segist telja innihalda verðmæta málma. Í umsögn sinni vísar ráðuneytið til þess að í 9. grein laga um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn Íslands segi að vísindarannsóknar á þeim svæðum séu háðar samþykki stjórnvalda. Sækja ber um leyfi til utanríkisráðuneytisins. „Miðað við þær upplýsingar sem koma fram í umsóknargögnum Advanced Marine Services Limited, og fylgdu erindi Umhverfisstofnunar til ráðuneytisins, telur ráðuneytið að sú framkvæmd sem þar er lýst falli ein og sér ekki undir ákvæði 9. greinar og því þurfi ekki að sækja um leyfi til ráðuneytisins fyrir henni,“ segir utanríkisráðneytið í svarinu til Umhverfisstofnunar. Varðandi fyrrnefndar spurningar Fréttblaðsins og þá hvort einhverjir meinbugir séu á því að Advanced Marine Services Limited fá starfsleyfið segist dómsmálaráðuneytið ekki svara þeim. „Við sjáum ekki að borist hafi ósk frá Umhverfisstofnun um umsögn vegna málsins sem þú spyrð um og ráðuneytið tjáir sig þar af leiðandi ekki um málið,“ er svarið úr dómsmálaráðuneytinu. Starfsleyfisumsókn AMS er enn til athugunar hjá Umhverfisstofnun. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sækja um að hefja aftur leit í flaki Minden Í skriflegu svari Umhverfisstofnunar kemur fram að starfsleyfisumsóknin barst stofnuninni 27. apríl síðastliðinn, rétt rúmri viku eftir að Seabed Construct sigldi úr höfn. 13. júlí 2017 11:02 Fjársjóðskistan í Minden gæti geymt jafnvirði 12 milljarða króna í gulli 15. júlí 2017 15:00 Vilja ná í fjársjóðskistu í póstherbergi Minden Félagið Advanced Marine Services vill starfsleyfi til að ná í kassa með góðmálmum sem það kveðst hafa fundið í póstherbergi þýska flutningaskipsins Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi undan Íslandi. Umhverfisstofnun skoðar málið. 14. júlí 2017 06:15 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira
Hvorki utanríkisráðuneytið né dómsmálaráðuneytið vilja svara spurningum Fréttablaðsins varðandi fjársjóðsleit breska fyrirtækisins Advanced Marine Services Ltd. í flaki SS Minden sem hvílir á hafsbotni 120 mílur suðaustur af landinu. „Samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna í Stjórnarráði Íslands nr. 15/2017 fer utanríkisráðuneytið ekki með málefni er varða eignarréttindi. Það fellur því ekki í hlut utanríkisráðuneytisins að taka afstöðu til þessa,“ segir í svari við þeirri spurningu hvort ráðuneytið telji vera rétt sem Advanced Marine Services Ltd. heldur fram í starfsleyfisumsókn sinni til Umhverfisstofnunar að enginn sérstakur eigi tilkall til flaks Minden og verðmæta í því. Er þetta einnig svar við þeirri spurningu hvort ráðuneytið telji íslenska ríkið eða einhvern annan tiltekinn aðila eiga tilkall til flaksins og innihalds þess. Utanríkisráðuneytið er einn þeirra aðila sem Umhverfisstofnun leitaði umsagnar hjá vegna umsóknar AMS um leyfi til að skera gat á Minden þar sem það liggur á meira en 2,2 kílómetra dýpi og sækja þangað skáp eða kistu sem fyrirtækið segist telja innihalda verðmæta málma. Í umsögn sinni vísar ráðuneytið til þess að í 9. grein laga um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn Íslands segi að vísindarannsóknar á þeim svæðum séu háðar samþykki stjórnvalda. Sækja ber um leyfi til utanríkisráðuneytisins. „Miðað við þær upplýsingar sem koma fram í umsóknargögnum Advanced Marine Services Limited, og fylgdu erindi Umhverfisstofnunar til ráðuneytisins, telur ráðuneytið að sú framkvæmd sem þar er lýst falli ein og sér ekki undir ákvæði 9. greinar og því þurfi ekki að sækja um leyfi til ráðuneytisins fyrir henni,“ segir utanríkisráðneytið í svarinu til Umhverfisstofnunar. Varðandi fyrrnefndar spurningar Fréttblaðsins og þá hvort einhverjir meinbugir séu á því að Advanced Marine Services Limited fá starfsleyfið segist dómsmálaráðuneytið ekki svara þeim. „Við sjáum ekki að borist hafi ósk frá Umhverfisstofnun um umsögn vegna málsins sem þú spyrð um og ráðuneytið tjáir sig þar af leiðandi ekki um málið,“ er svarið úr dómsmálaráðuneytinu. Starfsleyfisumsókn AMS er enn til athugunar hjá Umhverfisstofnun.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sækja um að hefja aftur leit í flaki Minden Í skriflegu svari Umhverfisstofnunar kemur fram að starfsleyfisumsóknin barst stofnuninni 27. apríl síðastliðinn, rétt rúmri viku eftir að Seabed Construct sigldi úr höfn. 13. júlí 2017 11:02 Fjársjóðskistan í Minden gæti geymt jafnvirði 12 milljarða króna í gulli 15. júlí 2017 15:00 Vilja ná í fjársjóðskistu í póstherbergi Minden Félagið Advanced Marine Services vill starfsleyfi til að ná í kassa með góðmálmum sem það kveðst hafa fundið í póstherbergi þýska flutningaskipsins Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi undan Íslandi. Umhverfisstofnun skoðar málið. 14. júlí 2017 06:15 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira
Sækja um að hefja aftur leit í flaki Minden Í skriflegu svari Umhverfisstofnunar kemur fram að starfsleyfisumsóknin barst stofnuninni 27. apríl síðastliðinn, rétt rúmri viku eftir að Seabed Construct sigldi úr höfn. 13. júlí 2017 11:02
Vilja ná í fjársjóðskistu í póstherbergi Minden Félagið Advanced Marine Services vill starfsleyfi til að ná í kassa með góðmálmum sem það kveðst hafa fundið í póstherbergi þýska flutningaskipsins Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi undan Íslandi. Umhverfisstofnun skoðar málið. 14. júlí 2017 06:15