Bandaríkjaher og Trump á öndverðum meiði um aðgerðir gegn Katar Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2017 19:21 Viðskiptaþvinganirnar eru sagðar hafa mikil áhrif á fyrirtæki eins og Qatar Airways. Vísir/EPA Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna lofaði stjórnvöld í Katar á sama tíma og Donald Trump forseti reyndi að eigna sér viðskiptaþvinganir nokkurra arabaríkja gegn landinu í dag. Hvíta húsið segir ummæli Trump ekki til marks um stefnubreytingu af hálfu bandarískra stjórnvalda gagnvart Katar. Meðal ríkja sem slitu tengsl við Katar eru Sádí-Arabía, Jemen, Egyptaland og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Katar á aðeins landamæri að Sádí-Arabíu en þeim hefur nú verið lokað. Katörskum borgurum hefur verið skipað að hafa sig á brott frá löndunum sem standa að þvingununum. Ástæðan fyrir þvingununum eru óánægja ríkjanna með stuðning stjórnvalda í Katar við hópa eins og Bræðralag múslima og hryðjuverkamenn auk vináttu þeirra við Íran.Brugðið vegna ummæla TrumpBandaríkin hafa rekið herstöð í Katar í árabil. Varnarmálaráðuneytið var því varkárt þegar það tjáði sem um aðgerðirnar í dag. Lofaði það þarlend stjórnvöld fyrir áframhaldandi skulbindingu sína við öryggi í heimshlutanum samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar. Bandarískir embættismenn sögðu jafnframt í gær að Bandaríkjastjórn myndi reyna að lægja öldurnar þar sem Katar væri of mikilvægt fyrir hagsmuni Bandaríkjanna í hernaðarlegu og diplómatísku tilliti. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði áherslu á að öll ríki við Persaflóa þyrftu að herða sig í að hætta stuðningi við öfgasamtök og hvatti þau til að leysa málið með viðræðum. Trump fór hins vegar ekki eins fínt í hlutina þegar hann opnaði Twitter á símanum sínum í morgun. Í röð tísta lofaði hann Sáda fyrir að grípa til aðgerða gegn Katar og lét í það skína að aðgerðir Arabaríkjanna væru bein afleiðing heimsóknar hans til Sádí-Arabíu á dögunum.During my recent trip to the Middle East I stated that there can no longer be funding of Radical Ideology. Leaders pointed to Qatar - look!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 So good to see the Saudi Arabia visit with the King and 50 countries already paying off. They said they would take a hard line on funding...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 ...extremism, and all reference was pointing to Qatar. Perhaps this will be the beginning of the end to the horror of terrorism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 Háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu sem Washington Post ræddi við sagði að tíst Trump væru ekki til marks um að Bandaríkjastjórn hefði breytt um stefnu gagnvart Katar eða hefði nýjar upplýsingar. Aðgerðirnir sýndu hins vegar áhrif heimsóknar Trump á að einangra þá sem fjármagni hryðjuverk á svæðinu. Bandaríska fréttasíðan The Hill segir hins vegar að Bob Corker, formanni utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og þingmanni repúblikana, hafi verið brugðið þegar fréttamenn báru tíst forsetans undir hann. „Ég vil sjá meira af því sem hann sagði,“ sagði Corker sem hafði ekki séð tíst Trump. Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna lofaði stjórnvöld í Katar á sama tíma og Donald Trump forseti reyndi að eigna sér viðskiptaþvinganir nokkurra arabaríkja gegn landinu í dag. Hvíta húsið segir ummæli Trump ekki til marks um stefnubreytingu af hálfu bandarískra stjórnvalda gagnvart Katar. Meðal ríkja sem slitu tengsl við Katar eru Sádí-Arabía, Jemen, Egyptaland og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Katar á aðeins landamæri að Sádí-Arabíu en þeim hefur nú verið lokað. Katörskum borgurum hefur verið skipað að hafa sig á brott frá löndunum sem standa að þvingununum. Ástæðan fyrir þvingununum eru óánægja ríkjanna með stuðning stjórnvalda í Katar við hópa eins og Bræðralag múslima og hryðjuverkamenn auk vináttu þeirra við Íran.Brugðið vegna ummæla TrumpBandaríkin hafa rekið herstöð í Katar í árabil. Varnarmálaráðuneytið var því varkárt þegar það tjáði sem um aðgerðirnar í dag. Lofaði það þarlend stjórnvöld fyrir áframhaldandi skulbindingu sína við öryggi í heimshlutanum samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar. Bandarískir embættismenn sögðu jafnframt í gær að Bandaríkjastjórn myndi reyna að lægja öldurnar þar sem Katar væri of mikilvægt fyrir hagsmuni Bandaríkjanna í hernaðarlegu og diplómatísku tilliti. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði áherslu á að öll ríki við Persaflóa þyrftu að herða sig í að hætta stuðningi við öfgasamtök og hvatti þau til að leysa málið með viðræðum. Trump fór hins vegar ekki eins fínt í hlutina þegar hann opnaði Twitter á símanum sínum í morgun. Í röð tísta lofaði hann Sáda fyrir að grípa til aðgerða gegn Katar og lét í það skína að aðgerðir Arabaríkjanna væru bein afleiðing heimsóknar hans til Sádí-Arabíu á dögunum.During my recent trip to the Middle East I stated that there can no longer be funding of Radical Ideology. Leaders pointed to Qatar - look!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 So good to see the Saudi Arabia visit with the King and 50 countries already paying off. They said they would take a hard line on funding...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 ...extremism, and all reference was pointing to Qatar. Perhaps this will be the beginning of the end to the horror of terrorism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 Háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu sem Washington Post ræddi við sagði að tíst Trump væru ekki til marks um að Bandaríkjastjórn hefði breytt um stefnu gagnvart Katar eða hefði nýjar upplýsingar. Aðgerðirnir sýndu hins vegar áhrif heimsóknar Trump á að einangra þá sem fjármagni hryðjuverk á svæðinu. Bandaríska fréttasíðan The Hill segir hins vegar að Bob Corker, formanni utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og þingmanni repúblikana, hafi verið brugðið þegar fréttamenn báru tíst forsetans undir hann. „Ég vil sjá meira af því sem hann sagði,“ sagði Corker sem hafði ekki séð tíst Trump.
Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28
Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31
Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00