Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag.
Þessi lönd og fleiri hafa slitið á öll samskipti við smáríkið við Persaflóa sem þau saka um að vera stuðningsríki við hryðjuverkahópa.
Katörskum ríkisborgurum í Barein, Sádí Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur einnig verið gefinn tveggja vikna frestur til að koma sér úr landi.
Katarar neita hinsvegar ásökununum og kallar utanríkisráðherra landsins, Mohammed Bin Abdulrahman al-Thani, eftir viðræðum við nágrannaríkin.
Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar

Tengdar fréttir

Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar
Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa.

Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað
Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna.