Innlent

Átta gistu fangageymslu lögreglu í nótt

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. Vísir/GVA
Átta gistu fangageymslu lögreglu í nótt að því fram kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem verkefni gærkvöldsins og næturinnar eru rakin.

Fimm af þeim voru handteknir vegna ölvunar, einn af þeim var handtekinn vegna líkamsárásar, einn var handtekinn eftir að hafa valdið umferðaróhappi ölvaður, en hann reyndist einnig eftirlýstur vegna annars máls, og annar handtekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.

Annars handtók lögregla 9 ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna í gærkvöldi og nótt.

Þá var tilkynnt um nytjastuld á bláum Nissan Sunny, RJ 899, en einnig barst tilkynning um þjófnað á gjörðum í vesturbænum. Gjarðirnar eru svartar, merktar Alex Rims og eru 27,5 tommur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×