Innlent

Vikan byrjar með austan hvelli og rigningu

Birgir Olgeirsson skrifar
Stífar og mildar sunnanáttir með talsverðri úrkomu S-til á landinu verða svo allsráðandi í næstu viku.
Stífar og mildar sunnanáttir með talsverðri úrkomu S-til á landinu verða svo allsráðandi í næstu viku. Vísir/Pjetur
Vindur mun snúa sér í sunnanátt í dag og víða verður slyddukennd úrkoma, þó gæti birt til norðan heiða seinnipartinn.

Vikan byrjar svo með austan hvelli með rigningu S-til á morgun og fer heldur hlýnandi.

Stífar og mildar sunnanáttir með talsverðri úrkomu S-til á landinu verða svo allsráðandi í næstu viku.

Veðurhorfur á landinu:

Norðaustan 5-13 m/s, en snýst í sunnan 8-18 þegar kemur fram á morguninn, hvassast fyrir austan. Rigning eða slydda í flestum landshlutum, en dregur úr úrkomu seinnipartinn og birtir víða til á N- og A-landi. Hiti 0 til 6 stig. Gengur í austan storm á morgun með rigningu seinnipartinn, en hægari og þurrt fyrir norðan. Hlýnar smám saman.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Sunnan 3-8 og smáskúrir eða él. Vaxandi austanátt á morgun, 13-18 seinnipartinn, en úrkomulítið. Hiti 1 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Gengur í austan 13-20 m/s fyrir hádegi og hvassast S-til, en lengst af léttskýjað V- og N-til, en skúrir eða slydduél SA-til. Austan 20-25 m/s eftir hádegi með rigningu eða slyddu S-til, einkum SA-lands, en hægari og þurrt að kalla N-til. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast S-til.

Á þriðjudag:

Suðaustan hvassviðri og rigning, en hægari og úrkomulítið fyrir norðan. Suðlægari 13-23 m/s síðdegis og hvassast V-lands. Hiti 3 til 8 stig, hlýjast á N-landi.

Á miðvikudag:

Suðaustan hvassviðri eða stormur með talsverðri rigning, en úrkomulítið NA-til. Áfram milt í veðri.

Á fimmtudag:

Stíf suðaustanátt, en lægir V-til. Rigning, einkum SA-til, en úrkomulítið NA-til. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:

Suðlæg átt og rigning eða slydda með köflum, einkum S-til. Kólnandi veður.

Á laugardag:

Sunnanátt með rigningu, en úrkomulítið NA-til. Heldur hlýnandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×