Íslendingaliðin Aalesund og Brann skildu jöfn, 3-3, í síðasta leik dagsins í norsku úrvalsdeildinni.
Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Brann og lagði fyrsta mark leiksins upp fyrir Jakob Orlov á 10. mínútu. Tveimur mínútum síðar jók Kristoffer Barmen muninn í 0-2.
Viðar fór af velli á 33. mínútu og þremur mínútum síðar minnkaði Athanassios Papazoglou muninn fyrir Aalesund úr vítaspyrnu.
Barmen kom Brann í 1-3 á 69. mínútu og staða gestanna því orðin góð.
En leikmenn Brann gáfust ekki upp. Mostafa Abdellaoue minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 82. mínútu og þegar þrjár mínútum voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Abdellaoue metin í 3-3 sem urðu lokatölur leiksins.
Adam Örn Arnarson og Aron Elís Þrándarson léku allan leikinn fyrir Aalesund og Daníel Leó Grétarsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu.
Brann er í 4. sæti deildarinnar og Aalesund í því tíunda.
Viðar Ari lagði upp í markaleik

Tengdar fréttir

Góðir útisigrar hjá Birni og Ingvari
Molde vann góðan útisigur á Tromsö, 1-2, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.