Fótbolti

Arnór skoraði í grátlegu tapi Hammarby

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór hefur skorað fjögur mörk í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Arnór hefur skorað fjögur mörk í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. vísir/getty
Mark Arnórs Smárasonar dugði Hammarby ekki til þess að fá stig gegn Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 1-2, Häcken í vil.

Arnór var í byrjunarliði Hammarby sem og Birkir Már Sævarsson. Skagamaðurinn jafnaði metin í 1-1 á lokamínútunni en þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Paulinho Paulo José de Oliveira sigurmark Häcken.

Þetta var þriðja tap Hammarby í síðustu fjórum leikjum en liðið er í 9. sæti deildarinnar.

Nafnarnir Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Steindórsson voru báðir í byrjunarliði Sundsvall sem gerði 1-1 jafntefli við Östersund á heimavelli.

Sundsvall er í fjórtánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar með 16 stig, einu stigi frá öruggu sæti.

Elías Már Ómarsson lék síðustu 15 mínúturnar í 1-0 tapi IFK Göteborg fyrir Kalmar. Viktor Elm skoraði eina mark leiksins á 94. mínútu. Göteborg er í 11. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×