Tíu í haldi og rætt við þúsundir vitna Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. mars 2017 07:00 Fjöldi hefur lagt leið sína að þinghúsinu til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkinu á miðvikudag. vísir/epa Breska lögreglan hefur gert húsleit á meira en 20 stöðum, rætt við um 3.500 vitni og handtekið tíu manns í tengslum við rannsókn á árásinni við breska þinghúsið í London á miðvikudag. Hald hefur verið lagt á þúsundir muna, þar á meðal mikið magn af tölvugögnum. Níu hinna handteknu voru enn í haldi lögreglu í gær, en einni konu hafði verið sleppt lausri. Rannsóknin beindist meðal annars að því hvort árásarmaðurinn hafi verið einn að verki eða hvort hann hafi fengið hvatningu eða aðstoð frá öðrum. Árásarmaðurinn hét Khalid Masood, var fæddur árið 1964 í Kent og sagður hafa alist upp hjá einstæðri móður sinni. Hann hlaut upphaflega nafnið Adrian Russell Ajao, gekk stundum undir nafninu Adrian Russel Elms en tók síðar upp nafnið Khalid Masood, líklega eftir að hann snerist til íslamstrúar. Hann hefur einnig notað önnur nöfn eftir trúskiptin.Khalid Masood.Nordicphotos/AFPElms er ættarnafn móður hans en Ajao er ættarnafn manns sem hún giftist tveimur árum eftir fæðingu Adrians. Sá maður er ættaður frá Afríku en móðirin er í fjölmiðlum sögð hvít á hörund. Á unglingsárum hófst langur afbrotaferill sem stóð í að minnsta kosti tuttugu ár. Hann hlaut ýmsa dóma á tímabilinu frá 1983 til 2003, meðal annars fyrir alvarleg ofbeldisbrot. Eitt sinn fyrir að hafa stungið mann í andlitið með hníf. Þetta var árið 2000 og þá hlaut hann fangelsisdóm. Hann bjó síðustu misserin í Birmingham ásamt eiginkonu og þremur ungum börnum. Hann er sagður hafa lagt stund á vaxtarrækt og unnið fyrir sér með enskukennslu. Nágrannar hans í Birmingham voru furðu lostnir þegar þeir fréttu hvað hann hafði gert. Þeir sögðu hann hafa verið vingjarnlegan í viðkynningu, en ekki mjög mannblendinn. Sumir sögðu hann þó hafa verið fljótan að skipta skapi og að hann hafi verið strangur við börnin sín. Þeir sem þekktu hann sögðust ekki hafa talið hann sérlega trúaðan. Hann skrapp til dæmis á krána reglulega til að fá sér í glas. Hann hefur áður komið við sögu leyniþjónustunnar í tengslum við rannsókn á ofbeldisverkum öfgamanna. Talið er að hann hafi komist í kynni við íslamska öfgamenn í fangelsinu. Masood ók bifreið á fjölda fólks á Westminster-brúnni við þinghúsið í London með þeim afleiðingum að þrjár manneskjur létu lífið og tugir slösuðust alvarlega. Hann myrti síðan lögreglumann með hníf og féll loks sjálfur fyrir byssuskotum frá lögreglu. Að sögn lögreglunnar í London særðust að minnsta kosti 50 manns. Af þeim þurfti að flytja 31 á sjúkrahús og þrír þeirra voru í gær enn í lífshættu. Nóttina áður gisti Masood á ódýru hóteli í Brighton. Þegar hann kvaddi hótelstarfsfólkið sagðist hann ætla að skreppa til London. Hryðjuverkasamtökin Íslamst ríki sögðu Masood hafa verið einn af „hermönnum“ sínum, en óljóst er hvort samtökin hafi komið nálægt skipulagningu eða undirbúningi árásarinnar í London. Þau hafa hins vegar hvatt fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist á fimmtudag sammála því að rangt sé að kalla árásina í London „íslamskt hryðjuverk“. Hún segir að vísu rétt að tala um íslamista í þessu samhengi, en þarna sé á ferðinni afskræming á íslamstrú.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira
Breska lögreglan hefur gert húsleit á meira en 20 stöðum, rætt við um 3.500 vitni og handtekið tíu manns í tengslum við rannsókn á árásinni við breska þinghúsið í London á miðvikudag. Hald hefur verið lagt á þúsundir muna, þar á meðal mikið magn af tölvugögnum. Níu hinna handteknu voru enn í haldi lögreglu í gær, en einni konu hafði verið sleppt lausri. Rannsóknin beindist meðal annars að því hvort árásarmaðurinn hafi verið einn að verki eða hvort hann hafi fengið hvatningu eða aðstoð frá öðrum. Árásarmaðurinn hét Khalid Masood, var fæddur árið 1964 í Kent og sagður hafa alist upp hjá einstæðri móður sinni. Hann hlaut upphaflega nafnið Adrian Russell Ajao, gekk stundum undir nafninu Adrian Russel Elms en tók síðar upp nafnið Khalid Masood, líklega eftir að hann snerist til íslamstrúar. Hann hefur einnig notað önnur nöfn eftir trúskiptin.Khalid Masood.Nordicphotos/AFPElms er ættarnafn móður hans en Ajao er ættarnafn manns sem hún giftist tveimur árum eftir fæðingu Adrians. Sá maður er ættaður frá Afríku en móðirin er í fjölmiðlum sögð hvít á hörund. Á unglingsárum hófst langur afbrotaferill sem stóð í að minnsta kosti tuttugu ár. Hann hlaut ýmsa dóma á tímabilinu frá 1983 til 2003, meðal annars fyrir alvarleg ofbeldisbrot. Eitt sinn fyrir að hafa stungið mann í andlitið með hníf. Þetta var árið 2000 og þá hlaut hann fangelsisdóm. Hann bjó síðustu misserin í Birmingham ásamt eiginkonu og þremur ungum börnum. Hann er sagður hafa lagt stund á vaxtarrækt og unnið fyrir sér með enskukennslu. Nágrannar hans í Birmingham voru furðu lostnir þegar þeir fréttu hvað hann hafði gert. Þeir sögðu hann hafa verið vingjarnlegan í viðkynningu, en ekki mjög mannblendinn. Sumir sögðu hann þó hafa verið fljótan að skipta skapi og að hann hafi verið strangur við börnin sín. Þeir sem þekktu hann sögðust ekki hafa talið hann sérlega trúaðan. Hann skrapp til dæmis á krána reglulega til að fá sér í glas. Hann hefur áður komið við sögu leyniþjónustunnar í tengslum við rannsókn á ofbeldisverkum öfgamanna. Talið er að hann hafi komist í kynni við íslamska öfgamenn í fangelsinu. Masood ók bifreið á fjölda fólks á Westminster-brúnni við þinghúsið í London með þeim afleiðingum að þrjár manneskjur létu lífið og tugir slösuðust alvarlega. Hann myrti síðan lögreglumann með hníf og féll loks sjálfur fyrir byssuskotum frá lögreglu. Að sögn lögreglunnar í London særðust að minnsta kosti 50 manns. Af þeim þurfti að flytja 31 á sjúkrahús og þrír þeirra voru í gær enn í lífshættu. Nóttina áður gisti Masood á ódýru hóteli í Brighton. Þegar hann kvaddi hótelstarfsfólkið sagðist hann ætla að skreppa til London. Hryðjuverkasamtökin Íslamst ríki sögðu Masood hafa verið einn af „hermönnum“ sínum, en óljóst er hvort samtökin hafi komið nálægt skipulagningu eða undirbúningi árásarinnar í London. Þau hafa hins vegar hvatt fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist á fimmtudag sammála því að rangt sé að kalla árásina í London „íslamskt hryðjuverk“. Hún segir að vísu rétt að tala um íslamista í þessu samhengi, en þarna sé á ferðinni afskræming á íslamstrú.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira