Tíu í haldi og rætt við þúsundir vitna Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. mars 2017 07:00 Fjöldi hefur lagt leið sína að þinghúsinu til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkinu á miðvikudag. vísir/epa Breska lögreglan hefur gert húsleit á meira en 20 stöðum, rætt við um 3.500 vitni og handtekið tíu manns í tengslum við rannsókn á árásinni við breska þinghúsið í London á miðvikudag. Hald hefur verið lagt á þúsundir muna, þar á meðal mikið magn af tölvugögnum. Níu hinna handteknu voru enn í haldi lögreglu í gær, en einni konu hafði verið sleppt lausri. Rannsóknin beindist meðal annars að því hvort árásarmaðurinn hafi verið einn að verki eða hvort hann hafi fengið hvatningu eða aðstoð frá öðrum. Árásarmaðurinn hét Khalid Masood, var fæddur árið 1964 í Kent og sagður hafa alist upp hjá einstæðri móður sinni. Hann hlaut upphaflega nafnið Adrian Russell Ajao, gekk stundum undir nafninu Adrian Russel Elms en tók síðar upp nafnið Khalid Masood, líklega eftir að hann snerist til íslamstrúar. Hann hefur einnig notað önnur nöfn eftir trúskiptin.Khalid Masood.Nordicphotos/AFPElms er ættarnafn móður hans en Ajao er ættarnafn manns sem hún giftist tveimur árum eftir fæðingu Adrians. Sá maður er ættaður frá Afríku en móðirin er í fjölmiðlum sögð hvít á hörund. Á unglingsárum hófst langur afbrotaferill sem stóð í að minnsta kosti tuttugu ár. Hann hlaut ýmsa dóma á tímabilinu frá 1983 til 2003, meðal annars fyrir alvarleg ofbeldisbrot. Eitt sinn fyrir að hafa stungið mann í andlitið með hníf. Þetta var árið 2000 og þá hlaut hann fangelsisdóm. Hann bjó síðustu misserin í Birmingham ásamt eiginkonu og þremur ungum börnum. Hann er sagður hafa lagt stund á vaxtarrækt og unnið fyrir sér með enskukennslu. Nágrannar hans í Birmingham voru furðu lostnir þegar þeir fréttu hvað hann hafði gert. Þeir sögðu hann hafa verið vingjarnlegan í viðkynningu, en ekki mjög mannblendinn. Sumir sögðu hann þó hafa verið fljótan að skipta skapi og að hann hafi verið strangur við börnin sín. Þeir sem þekktu hann sögðust ekki hafa talið hann sérlega trúaðan. Hann skrapp til dæmis á krána reglulega til að fá sér í glas. Hann hefur áður komið við sögu leyniþjónustunnar í tengslum við rannsókn á ofbeldisverkum öfgamanna. Talið er að hann hafi komist í kynni við íslamska öfgamenn í fangelsinu. Masood ók bifreið á fjölda fólks á Westminster-brúnni við þinghúsið í London með þeim afleiðingum að þrjár manneskjur létu lífið og tugir slösuðust alvarlega. Hann myrti síðan lögreglumann með hníf og féll loks sjálfur fyrir byssuskotum frá lögreglu. Að sögn lögreglunnar í London særðust að minnsta kosti 50 manns. Af þeim þurfti að flytja 31 á sjúkrahús og þrír þeirra voru í gær enn í lífshættu. Nóttina áður gisti Masood á ódýru hóteli í Brighton. Þegar hann kvaddi hótelstarfsfólkið sagðist hann ætla að skreppa til London. Hryðjuverkasamtökin Íslamst ríki sögðu Masood hafa verið einn af „hermönnum“ sínum, en óljóst er hvort samtökin hafi komið nálægt skipulagningu eða undirbúningi árásarinnar í London. Þau hafa hins vegar hvatt fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist á fimmtudag sammála því að rangt sé að kalla árásina í London „íslamskt hryðjuverk“. Hún segir að vísu rétt að tala um íslamista í þessu samhengi, en þarna sé á ferðinni afskræming á íslamstrú.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Breska lögreglan hefur gert húsleit á meira en 20 stöðum, rætt við um 3.500 vitni og handtekið tíu manns í tengslum við rannsókn á árásinni við breska þinghúsið í London á miðvikudag. Hald hefur verið lagt á þúsundir muna, þar á meðal mikið magn af tölvugögnum. Níu hinna handteknu voru enn í haldi lögreglu í gær, en einni konu hafði verið sleppt lausri. Rannsóknin beindist meðal annars að því hvort árásarmaðurinn hafi verið einn að verki eða hvort hann hafi fengið hvatningu eða aðstoð frá öðrum. Árásarmaðurinn hét Khalid Masood, var fæddur árið 1964 í Kent og sagður hafa alist upp hjá einstæðri móður sinni. Hann hlaut upphaflega nafnið Adrian Russell Ajao, gekk stundum undir nafninu Adrian Russel Elms en tók síðar upp nafnið Khalid Masood, líklega eftir að hann snerist til íslamstrúar. Hann hefur einnig notað önnur nöfn eftir trúskiptin.Khalid Masood.Nordicphotos/AFPElms er ættarnafn móður hans en Ajao er ættarnafn manns sem hún giftist tveimur árum eftir fæðingu Adrians. Sá maður er ættaður frá Afríku en móðirin er í fjölmiðlum sögð hvít á hörund. Á unglingsárum hófst langur afbrotaferill sem stóð í að minnsta kosti tuttugu ár. Hann hlaut ýmsa dóma á tímabilinu frá 1983 til 2003, meðal annars fyrir alvarleg ofbeldisbrot. Eitt sinn fyrir að hafa stungið mann í andlitið með hníf. Þetta var árið 2000 og þá hlaut hann fangelsisdóm. Hann bjó síðustu misserin í Birmingham ásamt eiginkonu og þremur ungum börnum. Hann er sagður hafa lagt stund á vaxtarrækt og unnið fyrir sér með enskukennslu. Nágrannar hans í Birmingham voru furðu lostnir þegar þeir fréttu hvað hann hafði gert. Þeir sögðu hann hafa verið vingjarnlegan í viðkynningu, en ekki mjög mannblendinn. Sumir sögðu hann þó hafa verið fljótan að skipta skapi og að hann hafi verið strangur við börnin sín. Þeir sem þekktu hann sögðust ekki hafa talið hann sérlega trúaðan. Hann skrapp til dæmis á krána reglulega til að fá sér í glas. Hann hefur áður komið við sögu leyniþjónustunnar í tengslum við rannsókn á ofbeldisverkum öfgamanna. Talið er að hann hafi komist í kynni við íslamska öfgamenn í fangelsinu. Masood ók bifreið á fjölda fólks á Westminster-brúnni við þinghúsið í London með þeim afleiðingum að þrjár manneskjur létu lífið og tugir slösuðust alvarlega. Hann myrti síðan lögreglumann með hníf og féll loks sjálfur fyrir byssuskotum frá lögreglu. Að sögn lögreglunnar í London særðust að minnsta kosti 50 manns. Af þeim þurfti að flytja 31 á sjúkrahús og þrír þeirra voru í gær enn í lífshættu. Nóttina áður gisti Masood á ódýru hóteli í Brighton. Þegar hann kvaddi hótelstarfsfólkið sagðist hann ætla að skreppa til London. Hryðjuverkasamtökin Íslamst ríki sögðu Masood hafa verið einn af „hermönnum“ sínum, en óljóst er hvort samtökin hafi komið nálægt skipulagningu eða undirbúningi árásarinnar í London. Þau hafa hins vegar hvatt fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist á fimmtudag sammála því að rangt sé að kalla árásina í London „íslamskt hryðjuverk“. Hún segir að vísu rétt að tala um íslamista í þessu samhengi, en þarna sé á ferðinni afskræming á íslamstrú.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira