Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Engin úrræði eru fyrir útigangsfólk á Suðurnesjum og í hverri viku biðja heimilislausir um að gista í fangaklefa lögreglunnar. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig um kapphlaup sem er að  hefjast á milli sveitarfélaga á landsbyggðinni um staðsetningu nýrrar Þjóðgarðastofnunar ríkisins.

Þá verður rætt við formann Neytendasamtakanna um skilarétt á vörum eftir jólin en Neytendasamtökin kalla eftir því að erlendar keðjur fylgi leiðbeinandi reglum um skil á vörum. Talsvert hefur verið kvartað undan H&M sem leyfir ekki skil á fylgihlutum.

Þá fjöllum við um aukna eftirspurn eftir vegan-jólamat en sífellt fleiri halda jólin hátíðleg án dýraafurða. Eru vinsælar vegan vörur uppseldar í mörgum verslunum á höfuðborgarsvæðinu.

Við heimsækjum líka kisur í Kattholti en starfsfólk Kattholts hugar nú að sex kettlingum sem fundust í pappakassa á víðavangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×