Innlent

Konan sem leitað var að fannst látin

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Í morgun voru björgunarsveitir á norðanverðum Vestfjörðum kallaðar út til leitar að konu á áttræðisaldri.
Í morgun voru björgunarsveitir á norðanverðum Vestfjörðum kallaðar út til leitar að konu á áttræðisaldri. Vísir/Getty
Konan sem leitað var í Bolungarvík í morgun fannst látin. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki talið að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Konan var á áttræðisaldri.

Klukkan 10:21 í morgun voru björgunarsveitir á norðanverðum Vestfjörðum kallaðar út til leitar að fullorðinni konu sem virðist hafa farið fótgangandi af dvalarstað sínum í Bolungarvík í nótt eða snemma í morgun.

Samkvæmt lögreglunni á Vestfjörðum fann björgunarsveitarfólk konuna við höfnina í Bolungarvík klukkan 11:54. Hún reyndist látin.

Ekki er hægt að greina frá nafni hennar en fjölskyldu og nánustu ættmennum er kunnugt um andlátið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×