Björgunarsveitir leita að konu á áttræðisaldri í Bolungarvík Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. desember 2017 12:15 Björgunarsveitir leita að konu í Bolungarvík en talið er að hún hafi farið úr heimahúsi í gærkvöldi eða í nótt. Vísir/Pjetur Þrjár björgunarsveitir við Djúp á Vestfjörðum voru kallaðar út nú skömmu fyrir hádegi í leit að konu á áttræðisaldri sem talið er að sé týnd í eða við Bolungarvík. Konan er fædd er árið 1941. „Það er bara búið að kalla eiginlega allar björgunarsveitir við Djúp út eða þrjár sveitir í leit að konu sem er talið að sé týnd í eða við Bolungarvík,“ segir Reimar Vilmundarson, er svæðisstjóri hjá Landsbjörgu. Lögreglan á Ísafirði fer með rannsókn málsins og tekur þátt í leitinni með björgunarsveitunum. „Þetta er fullorðin kona sem talið er að hafi farið úr heimahúsi í gærkvöldi eða nótt og það er verið að hefja leit að henni,“ segir Reimar.Nokkur útköll yfir hátíðirnarÞá hafa björgunarsveitir Landsbjargar haft í nógu að snúast yfir hátíðarnar enda víða slæmt veður á landinu. Björgunarsveitarfólk var kallað út til að aðstoða fólk sem var í vanda statt í vonskuveðri á Fróðárheiði á tólfta tímanum á aðfangadagskvöld. Þrír bílar sátu fastir á heiðinni og þurfti fólkið að halda til í neyðarskýli þar til björgunarsveitir komu á staðinn. Þá fóru fjórir björgunarsveitarmenn frá Björgunarsveitinni á Djúpavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi, að kvöldi jóladags, að leita að ferðamönnum á Breiðdalsheiði. Ferðamennirnir, voru á tveimur bílum á leið sinni til Egilsstaða, urðu viðskila og ók annar bílinn um suðurfirðina en hinn stefndi upp á Breiðdalsheiðina. Ferðamennirnir fundust á Axarvegi fyrir ofan Berufjörð rétt fyrir ellefu, bíll þeirra sat þá fastur í snjó og hafði verið það í einhvern tíma.Sjá einnig: Björgunarsveitarfólk aðstoðaði ferðamennUm svipað leyti voru tæplega 100 björgunarsveitarmenn á Suðvesturlandi að aðstoða lögregluna á Suðurnesjum við leit að ungum manni sem óttast var um. Maðurinn kom í leitirnar heill á húfi í Reykjanesbæ á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þá voru, á fimmta tímanum í gær, björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðir út vegna slys í hlíðum Ingólfsfjalls. Ungur karlmaður hafði runnið til á ís og fallið í brattlendi. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að mikill ís hafi verið á svæðinu og að óskað hafi verið eftir sérstökum fjallabjörgunarbúnaði í verkefnið. „Það var mjög kalt sögðu menn sem voru á staðnum. Hann fellur þarna í hálku og hrasar og slasast þó nokkuð alvarlega og það var kölluð til þyrlan sem gat ekki athafnað sig í hlíðum fjallsins. Í endann fór það svo að björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn þurftu að bera manninn niður að þyrlunni og hann var svo fluttur á slysadeild,“ segir Davíð Már í samtali við fréttastofu. Hann segir að það hafi verið nokkuð rólegt hjá björgunarsveitum í nótt og í morgun. Hins vegar hafi útkallið borist á Vestfjörðum í morgun. Tengdar fréttir Ungur karlmaður í klandri á Ingólfsfjalli Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðir út vegna slys í hlíðum Ingólfsfjalls. Ungur karlmaður hafði runnið til á ís og fallið í brattlendi. 25. desember 2017 17:06 Björgunarsveitarfólk aðstoðaði ferðamenn sem höfðu ekið inn á lokaðan veg Ferðamenn á tveimur bílum á leið í austurátt til Egilsstaða urðu viðskila í gær, þar sem annar bíllinn ók um suðurfirðina en hinn stefndi upp á Breiðdalsheiði. 26. desember 2017 08:12 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Þrjár björgunarsveitir við Djúp á Vestfjörðum voru kallaðar út nú skömmu fyrir hádegi í leit að konu á áttræðisaldri sem talið er að sé týnd í eða við Bolungarvík. Konan er fædd er árið 1941. „Það er bara búið að kalla eiginlega allar björgunarsveitir við Djúp út eða þrjár sveitir í leit að konu sem er talið að sé týnd í eða við Bolungarvík,“ segir Reimar Vilmundarson, er svæðisstjóri hjá Landsbjörgu. Lögreglan á Ísafirði fer með rannsókn málsins og tekur þátt í leitinni með björgunarsveitunum. „Þetta er fullorðin kona sem talið er að hafi farið úr heimahúsi í gærkvöldi eða nótt og það er verið að hefja leit að henni,“ segir Reimar.Nokkur útköll yfir hátíðirnarÞá hafa björgunarsveitir Landsbjargar haft í nógu að snúast yfir hátíðarnar enda víða slæmt veður á landinu. Björgunarsveitarfólk var kallað út til að aðstoða fólk sem var í vanda statt í vonskuveðri á Fróðárheiði á tólfta tímanum á aðfangadagskvöld. Þrír bílar sátu fastir á heiðinni og þurfti fólkið að halda til í neyðarskýli þar til björgunarsveitir komu á staðinn. Þá fóru fjórir björgunarsveitarmenn frá Björgunarsveitinni á Djúpavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi, að kvöldi jóladags, að leita að ferðamönnum á Breiðdalsheiði. Ferðamennirnir, voru á tveimur bílum á leið sinni til Egilsstaða, urðu viðskila og ók annar bílinn um suðurfirðina en hinn stefndi upp á Breiðdalsheiðina. Ferðamennirnir fundust á Axarvegi fyrir ofan Berufjörð rétt fyrir ellefu, bíll þeirra sat þá fastur í snjó og hafði verið það í einhvern tíma.Sjá einnig: Björgunarsveitarfólk aðstoðaði ferðamennUm svipað leyti voru tæplega 100 björgunarsveitarmenn á Suðvesturlandi að aðstoða lögregluna á Suðurnesjum við leit að ungum manni sem óttast var um. Maðurinn kom í leitirnar heill á húfi í Reykjanesbæ á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þá voru, á fimmta tímanum í gær, björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðir út vegna slys í hlíðum Ingólfsfjalls. Ungur karlmaður hafði runnið til á ís og fallið í brattlendi. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að mikill ís hafi verið á svæðinu og að óskað hafi verið eftir sérstökum fjallabjörgunarbúnaði í verkefnið. „Það var mjög kalt sögðu menn sem voru á staðnum. Hann fellur þarna í hálku og hrasar og slasast þó nokkuð alvarlega og það var kölluð til þyrlan sem gat ekki athafnað sig í hlíðum fjallsins. Í endann fór það svo að björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn þurftu að bera manninn niður að þyrlunni og hann var svo fluttur á slysadeild,“ segir Davíð Már í samtali við fréttastofu. Hann segir að það hafi verið nokkuð rólegt hjá björgunarsveitum í nótt og í morgun. Hins vegar hafi útkallið borist á Vestfjörðum í morgun.
Tengdar fréttir Ungur karlmaður í klandri á Ingólfsfjalli Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðir út vegna slys í hlíðum Ingólfsfjalls. Ungur karlmaður hafði runnið til á ís og fallið í brattlendi. 25. desember 2017 17:06 Björgunarsveitarfólk aðstoðaði ferðamenn sem höfðu ekið inn á lokaðan veg Ferðamenn á tveimur bílum á leið í austurátt til Egilsstaða urðu viðskila í gær, þar sem annar bíllinn ók um suðurfirðina en hinn stefndi upp á Breiðdalsheiði. 26. desember 2017 08:12 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Ungur karlmaður í klandri á Ingólfsfjalli Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðir út vegna slys í hlíðum Ingólfsfjalls. Ungur karlmaður hafði runnið til á ís og fallið í brattlendi. 25. desember 2017 17:06
Björgunarsveitarfólk aðstoðaði ferðamenn sem höfðu ekið inn á lokaðan veg Ferðamenn á tveimur bílum á leið í austurátt til Egilsstaða urðu viðskila í gær, þar sem annar bíllinn ók um suðurfirðina en hinn stefndi upp á Breiðdalsheiði. 26. desember 2017 08:12