Benedikt: Fyrstur til að viðurkenna hnökra á fjármálaáætluninni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. maí 2017 13:40 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan telur fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára ekki standast lög og var harðorð í garð hennar á Alþingi í dag. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segist viðurkenna hnökra á áætluninni, en að vinna hafi verið sett í gang til þess að bæta vinnulag við gerð hennar. „Það er eðlilegt að ýmsir hnökrar eru á framsetningu og ég er manna fyrstur til að viðurkenna að svo sé,“ sagði Benedikt í umræðum um fjármálaáætlunina á Alþingi í dag. Verklag verði bætt og að meðal annars verði litið til fjármálaáætlana annarra Norðurlanda.Gagnsæið ekkert Stjórnarandstaðan vísaði meðal annars til umsagnar fjármálaráðs um áætlunina, sem var nokkuð gagnrýnin á hana: „Það sem auðvitað hefur vakið athygli við þessa fjármálaáætlun er í fyrsta lagi umsögn óháðs fjármálaráðs um áætlunina og ég held ég sé ekki að fara offari þegar ég segi að sú umsögn er í raun falleinkunn,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Þar sé bent á að áætlunin sé ekki í samræmi við þau grunngildi sem getið sé um í lögum um opinber fjármál, hvað varði stöðugleika og gagnsæi. „Sérstaklega er þetta áberandi hvað varðar gagnsæið sem er nánast ekkert í þessari áætlun því það vantar gríðarmiklar grunnforsendur og baklegar tölur til þess að áætlunin geti talist gagnsæ,“ sagði hún.Verið að fremja lögbrot Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, tók undir þessi orð. „Það er ekki verið að bregðast við þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir í samfélaginu í dag. Það sem allir eru sammála um, bæði þingmenn í þessum sal og utanaðkomandi aðilar eins og fjármálaráð, er að það skortir verulega á að framsetningin að þessu uppfylli lagaleg skilyrði og að það vanti meiri greiningar á milli fjárfestinga og reksturs og annarra hagrænna þátta.“ Birgitta Jónsdóttir Pírati sagði að um ófagleg vinnubrögð væri að ræða. „Það er ekki hægt að segja annað en að hér sé verið að fremja lögbrot því það kemur mjög skýrt fram í lögum um fjárlagagerð að þau verði að fara fram eftir ákveðnum forsendum. Það á ekki við núna.“ Síðasti fundur Alþingis áður en fundum þingsins verður frestað og þingmenn fara í frí er í dag. Fjölmörg mál eru á dagskrá þingsins og reikna má með að þingfundur verði fram á kvöld. Þau mál sem sett verða á ís eru áfengisfrumvarpið, rammaáætlun, rafrettufrumvarpið og frumvarp um fjölda borgarfulltrúa, vegna ágreinings sem um þau ríkir. Fríverslunarsamningur við Filippseyjar verður sömuleiðis látinn bíða betri tíma. Reikna má með að frumvarp um jafnlaunavottun og frumvarp um viðbótarfjármögnun vegna Vaðlaheiðarganga fái afgreiðslu, en alls eru 38 mál á dagskránni. Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Stjórnarandstaðan telur fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára ekki standast lög og var harðorð í garð hennar á Alþingi í dag. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segist viðurkenna hnökra á áætluninni, en að vinna hafi verið sett í gang til þess að bæta vinnulag við gerð hennar. „Það er eðlilegt að ýmsir hnökrar eru á framsetningu og ég er manna fyrstur til að viðurkenna að svo sé,“ sagði Benedikt í umræðum um fjármálaáætlunina á Alþingi í dag. Verklag verði bætt og að meðal annars verði litið til fjármálaáætlana annarra Norðurlanda.Gagnsæið ekkert Stjórnarandstaðan vísaði meðal annars til umsagnar fjármálaráðs um áætlunina, sem var nokkuð gagnrýnin á hana: „Það sem auðvitað hefur vakið athygli við þessa fjármálaáætlun er í fyrsta lagi umsögn óháðs fjármálaráðs um áætlunina og ég held ég sé ekki að fara offari þegar ég segi að sú umsögn er í raun falleinkunn,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Þar sé bent á að áætlunin sé ekki í samræmi við þau grunngildi sem getið sé um í lögum um opinber fjármál, hvað varði stöðugleika og gagnsæi. „Sérstaklega er þetta áberandi hvað varðar gagnsæið sem er nánast ekkert í þessari áætlun því það vantar gríðarmiklar grunnforsendur og baklegar tölur til þess að áætlunin geti talist gagnsæ,“ sagði hún.Verið að fremja lögbrot Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, tók undir þessi orð. „Það er ekki verið að bregðast við þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir í samfélaginu í dag. Það sem allir eru sammála um, bæði þingmenn í þessum sal og utanaðkomandi aðilar eins og fjármálaráð, er að það skortir verulega á að framsetningin að þessu uppfylli lagaleg skilyrði og að það vanti meiri greiningar á milli fjárfestinga og reksturs og annarra hagrænna þátta.“ Birgitta Jónsdóttir Pírati sagði að um ófagleg vinnubrögð væri að ræða. „Það er ekki hægt að segja annað en að hér sé verið að fremja lögbrot því það kemur mjög skýrt fram í lögum um fjárlagagerð að þau verði að fara fram eftir ákveðnum forsendum. Það á ekki við núna.“ Síðasti fundur Alþingis áður en fundum þingsins verður frestað og þingmenn fara í frí er í dag. Fjölmörg mál eru á dagskrá þingsins og reikna má með að þingfundur verði fram á kvöld. Þau mál sem sett verða á ís eru áfengisfrumvarpið, rammaáætlun, rafrettufrumvarpið og frumvarp um fjölda borgarfulltrúa, vegna ágreinings sem um þau ríkir. Fríverslunarsamningur við Filippseyjar verður sömuleiðis látinn bíða betri tíma. Reikna má með að frumvarp um jafnlaunavottun og frumvarp um viðbótarfjármögnun vegna Vaðlaheiðarganga fái afgreiðslu, en alls eru 38 mál á dagskránni.
Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira