Yfirmaður samskipta hjá Hvíta húsinu segir upp Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. maí 2017 11:56 Donald Trump réð Mike Dubke til starfsins fyrir þremur mánuðum síðan. Vísir/Getty Yfirmaður samskipta hjá Hvíta húsinu, Mike Dubke, hefur sagt starfi sínu lausu rúmum 3 mánuðum eftir að hafa verið ráðinn til starfa af Bandaríkjaforseta. Dubke skilaði inn uppsagnarbréfi sínu fyrir 12 dögum en bauðst til að gegna embættinu þangað til Donald Trump kæmi heim úr fyrstu opinberu utanlandsferð sinni sem forseti. Trump féllst á það. Dubke hefur unnið náið með talsmanni Hvíta hússins, Sean Spicer, sem búist er við að verði í minna hlutverki á næstu vikum. Vísir greindi frá því um helgina að Hvíta húsið hefði í hyggju að draga úr vægi daglegra blaðamannafunda og leggja meiri áherslu á það sem kalla mætti kosningafundi - þar sem Bandaríkjaforseti talar beint til fólksins.Sjá einnig: Breytingar í vændum hjá Trump sem blæs til sóknar Dubke og Spicer hafa báðir verið harðlega gagnrýndir af innsta hring forsetans. Ráðgjafar og stuðningsmenn Trumps telja að þeir hafi brugðist illa við fjölmiðlafárinu síðustu daga í tengslum við rannsóknina á meintum tengslum kosningateymis Trump við Rússa, íhlutun þeirra í kosningarnar síðasta haust og brottrekstur fyrrum yfirmanns FBI, James Comey. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær Dubke hættir formlega en Washington Post telur að það gæti verið í dag. Donald Trump Tengdar fréttir Breytingar í vændum hjá Trump sem blæs til sóknar Donald Trump Bandaríkaforseti og ráðgjafar hans íhuga nú að gera breytingar á nánasta starfsliði forsetans og koma upp svokölluðu stríðsherbergi innan Hvíta hússins 28. maí 2017 08:33 Trump segir Kushner standa sig afar vel í starfi Donald Trump segir að tengdasonur sinn, Jared Kushner, standi sig afar vel í starfi ráðgjafa forsetans og njóti fulls trausts. 29. maí 2017 08:38 Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Yfirmaður samskipta hjá Hvíta húsinu, Mike Dubke, hefur sagt starfi sínu lausu rúmum 3 mánuðum eftir að hafa verið ráðinn til starfa af Bandaríkjaforseta. Dubke skilaði inn uppsagnarbréfi sínu fyrir 12 dögum en bauðst til að gegna embættinu þangað til Donald Trump kæmi heim úr fyrstu opinberu utanlandsferð sinni sem forseti. Trump féllst á það. Dubke hefur unnið náið með talsmanni Hvíta hússins, Sean Spicer, sem búist er við að verði í minna hlutverki á næstu vikum. Vísir greindi frá því um helgina að Hvíta húsið hefði í hyggju að draga úr vægi daglegra blaðamannafunda og leggja meiri áherslu á það sem kalla mætti kosningafundi - þar sem Bandaríkjaforseti talar beint til fólksins.Sjá einnig: Breytingar í vændum hjá Trump sem blæs til sóknar Dubke og Spicer hafa báðir verið harðlega gagnrýndir af innsta hring forsetans. Ráðgjafar og stuðningsmenn Trumps telja að þeir hafi brugðist illa við fjölmiðlafárinu síðustu daga í tengslum við rannsóknina á meintum tengslum kosningateymis Trump við Rússa, íhlutun þeirra í kosningarnar síðasta haust og brottrekstur fyrrum yfirmanns FBI, James Comey. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær Dubke hættir formlega en Washington Post telur að það gæti verið í dag.
Donald Trump Tengdar fréttir Breytingar í vændum hjá Trump sem blæs til sóknar Donald Trump Bandaríkaforseti og ráðgjafar hans íhuga nú að gera breytingar á nánasta starfsliði forsetans og koma upp svokölluðu stríðsherbergi innan Hvíta hússins 28. maí 2017 08:33 Trump segir Kushner standa sig afar vel í starfi Donald Trump segir að tengdasonur sinn, Jared Kushner, standi sig afar vel í starfi ráðgjafa forsetans og njóti fulls trausts. 29. maí 2017 08:38 Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Breytingar í vændum hjá Trump sem blæs til sóknar Donald Trump Bandaríkaforseti og ráðgjafar hans íhuga nú að gera breytingar á nánasta starfsliði forsetans og koma upp svokölluðu stríðsherbergi innan Hvíta hússins 28. maí 2017 08:33
Trump segir Kushner standa sig afar vel í starfi Donald Trump segir að tengdasonur sinn, Jared Kushner, standi sig afar vel í starfi ráðgjafa forsetans og njóti fulls trausts. 29. maí 2017 08:38
Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46