

Lars, það er engin teljandi verðbólga í gangi en þúsundir starfa í hættu
Greinin ber yfirskriftina „Seðlabankinn gerir mistök“. Mistökin eiga að vera þau, að Seðlabanki lækkaði stýrivexti smávægilega í vikunni þar á undan, en eins og flestir Íslendingar vita og skilja, eru okurvextir hér og sterkt gengi krónunnar, sem þeir valda, að þjarma svo heiftarlega að helztu atvinnuvegum landsins, að í stórvandræði stefnir. Er þá yfirkeyrt vaxtaálag á almenningi ótalið.
Fjöldauppsagnir á Akranesi eru aðeins fyrsta skrefið, alvarleg viðvörun, um það, sem mun fylgja, ef gengi krónunnar er ekki leiðrétt snarlega og stórlega, en til þess er helzta tækið einmitt afgerandi vaxtalækkun. Þessari vaxtalækkun má stýra, skref fyrir skref, eftir viðbrögðum markaðarins og þörfum, en í lok dagsins virðast stýrivextir upp á 1-2 prósent við hæfi.
Áherzla skal lögð á það hér, að þetta er ekki aðeins spurning um hag og afkomu fyrirtækjanna, eins og sumir virðast telja, heldur ekki síður – eða miklu fremur – spurning um atvinnuöryggi þeirra þúsunda Íslendinga, sem hjá þessum helztu fyrirtækjum landsins starfa. Daninn hagspaki vill hins vegar og þrátt fyrir þetta vaxtahækkun!
Hann vitnar hér í kenningu hollenzks hagfræðings, sem uppi var á síðustu öld, Jan Tinbergen, en hann setti fram þá kenningu um miðja síðustu öld, að stjórnvöld gætu ekki beitt nema einu hagstjórnartæki til að ná fram hverju og einu hagstjórnarmarkmiði. Ekki væri t.a.m. hægt að beita stýrivöxtum bæði til að stýra gengi gjaldmiðils og til að hafa áhrif á verðbólgu.
70 ára kenning
Daninn kallar þetta Tinbergen-regluna, eins og að þessi gamla kenning sé óumdeilt efnahagslegt lögmál nú 70 árum síðar. Hann vill beita stýrivöxtum – vaxtahækkun – til að halda verðbólgu í skefjum, sem reyndar hefur verið lítil og er í góðum skefjum og á enn inni verulega verðlækkun hjá verzluninni.
Ég hef vikið að því í fyrri greinum, að hagfræðin yrði að vera lifandi fræðigrein, sem stöðugt verður að endurskoða, endurnýja og aðlaga – endurskoða samhengi, samspil, orsakir og afleiðingar hinna ýmsu efnahagslegu þátta vegna hraðra og víðtækra breytinga á flestum sviðum efnahags- og stjórnmála, reyndar á sviði siðfræði og hugmyndafræði líka.
Er vafasamt, að kenning frá miðri síðustu öld falli vel að þróun og stöðu efnahagsmála nú árið 2017. Og, hvað með þá staðreynd, að vaxtakostnaður – hækkandi vextir – eru líka verðbólguhvetjandi, eins og olíuverðshækkanir og annar útgjaldaauki. Vaxtahækkun er því tvíeggja sverð.
Hvað sem þessu líður, er vandamálið nú allt of háir vextir og allt of sterk króna, sem ógna atvinnuöryggi þúsunda Íslendinga, ekki hófleg verðbólga.
Hvernig dettur einhverjum í hug, að helztu atvinnuvegir okkar geti þolað 20 prósenta tekjuskerðingu 2015, 20 prósenta 2016 og nú aftur 10 prósent það sem af er þessu ári.
Ég hygg, að flestir stjórnmálamenn og hagfræðingar séu sammála um, að fyrsta mál og fremsta skylda stjórnvalda hljóti einmitt og alltaf að vera atvinna fyrir alla og atvinnuöryggi fyrir landsmenn, en yfirkeyrð króna stefnir því einmitt í stórfellda hættu. Hvað segir Daninn hagspaki við því? Hvernig heldur hann að ástandið yrði, ef vextir yrðu hækkaðir enn frekar og krónan færi í 90 til 100 krónur í evru og þúsundir manna myndu missa vinnu sína?
Flestir nútímaseðlabankar og hagfræðingar eru sammála um, að um tveggja prósenta verðbólga sé eðlileg við þau skilyrði, sem ríkja, en við hér höfum verið þar og erum þar. Verðbólgan er hér enginn vandi, hvorki nú né í fyrirsjáanlegri framtíð, og er því af og frá að beita helzta hagstjórnartækinu, vöxtunum, gegn henni. Hér kemur auðvitað líka til aðhald í ríkisfjármálum, sem virðist vera fyrir hendi.
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Skoðun

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar