Erlendir fjölmiðlar: Íslendingar ganga til kosninga eftir röð skandala Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2017 16:00 Það var kátt á hjalla í gær hjá fulltrúum þeirra flokka sem bjóða fram á landsvísu. Vísir/Ernir „Efnahagurinn gæti trompað pólitísk hneykslismál“ eru upphafsorð umfjöllunar Bloomberg um alþingiskosningarnar hér á landi sem haldnar verða á morgun. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um kosningarnar og beina þeir flestir augum að málinu sem felldi ríkisstjórnina, uppreist æru, sem og fréttaflutningi af fjármálum forsætisráðherra í aðdraganda hrunsins.Í frétt Bloomberg er einblínt á stöðu Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Benediktssonar, formanns hans. Þar segir að staða hans hafi verið þröng fyrir rúmlega mánuði síðan eftir að ríkisstjórn hans féll þegar kom í ljós að faðir Bjarna hafði ritað meðmæli með umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar dæmds kynferðisbrotamanns, um uppreist æru. Þar segir einnig að takist Sjálfstæðisflokknum að standa uppi sem sigurvegari kosninganna flokkist sé hægt að flokka það sem ótrúlega endurkomu, í ljósi þess að Vinstri græn hafi leitt skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna.Bankahrunið enn að hafa á áhrif á stjórnmálinBreski fjölmiðillinn The Guardian vekur athygli á því að á Íslandi sé verið að kjósa á annað sinn á innan við ári og í þetta sinn eftir röð hneykslismála. Fall ríkisstjórnarinnar er reifað sem og viðskipti Bjarna og fjölskyldu hans við Glitni í aðdraganda bankahrunsins, en breska blaðið hefur fjallað ítarlega um það mál. Þá er lögbann Glitnis á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af sama máli einnig stuttlega reifað og segir að kosningarnar séu haldnar í skugga þessara þriggja mála. Þar segir að þrátt fyrir þetta sé Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi í aðdraganda kosninganna en að Vinstri græn, sem hafi að mestu leyti komið í stað Samfylkingarinnar, fylgi þar fast á eftir. Vakin er athygli á því að minnst sex aðrir flokkar geti einnig tekið sæti á Alþingi sem muni auka líkur á stjórnarkreppu. Þessi mögulegi fjöldi flokka endurspeglar að mati blaðamanns Guardian vantraust Íslendinga á stjórnmálamönnum og að íbúar landsins hafi fengið sig fullsadda á spillingu innan raða stjórnmála- og viðskiptamanna.Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ræðir við Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi.Vísir/VilhelmTorfæra framundan að mati Financial TimesFinancial Times í Bretlandi gerir kosningarnar einnig að viðfangsefni sínu. Þar segir að þrátt fyrir enn eitt hneykslismálið á Íslandi muni það líklega hafa sem lítil sem engin áhrif á stöðu Bjarna Benediktssonar. Er þar vitnað til að nafn Bjarna Benediktssonar mátti finna í Panama-skjölunum, fréttaflutnings af viðskiptum hans og fjölskyldu hans við Glitni í aðdraganda hrunsins, sem og meðmælabréf föður hans í máli Hjalta Sigurjóns. Er talið líklegt að þrátt fyrir sókn Vinstri grænna muni Bjarni að öllum líkindum fá stjórnarmyndunarumboðið. Ekki sé þó hægt að útiloka, miðað við skoðanakannanir, að kjósa þurfi aftur innan tíðar, til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Er einnig vikið að stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Miðflokksins, þar sem segir að Bjarni sé ekki eini stjórnmálamaðurinn sem gangi vel þrátt fyrir hafa þurft að standa af sér hneykslismál. Þar segir að rekja megi árangur Sigmundar Davíðs til popúlískrar stefnu í bankamálum og málefnum innflytjenda. Þar segir einnig að að miðað við fjölda flokka sem útlit sé fyrir að muni taka sæti á Alþingi sé torfær vegur fram undan fyrir íslenska stjórnmálamenn. Kosningar 2017 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira
„Efnahagurinn gæti trompað pólitísk hneykslismál“ eru upphafsorð umfjöllunar Bloomberg um alþingiskosningarnar hér á landi sem haldnar verða á morgun. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um kosningarnar og beina þeir flestir augum að málinu sem felldi ríkisstjórnina, uppreist æru, sem og fréttaflutningi af fjármálum forsætisráðherra í aðdraganda hrunsins.Í frétt Bloomberg er einblínt á stöðu Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Benediktssonar, formanns hans. Þar segir að staða hans hafi verið þröng fyrir rúmlega mánuði síðan eftir að ríkisstjórn hans féll þegar kom í ljós að faðir Bjarna hafði ritað meðmæli með umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar dæmds kynferðisbrotamanns, um uppreist æru. Þar segir einnig að takist Sjálfstæðisflokknum að standa uppi sem sigurvegari kosninganna flokkist sé hægt að flokka það sem ótrúlega endurkomu, í ljósi þess að Vinstri græn hafi leitt skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna.Bankahrunið enn að hafa á áhrif á stjórnmálinBreski fjölmiðillinn The Guardian vekur athygli á því að á Íslandi sé verið að kjósa á annað sinn á innan við ári og í þetta sinn eftir röð hneykslismála. Fall ríkisstjórnarinnar er reifað sem og viðskipti Bjarna og fjölskyldu hans við Glitni í aðdraganda bankahrunsins, en breska blaðið hefur fjallað ítarlega um það mál. Þá er lögbann Glitnis á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af sama máli einnig stuttlega reifað og segir að kosningarnar séu haldnar í skugga þessara þriggja mála. Þar segir að þrátt fyrir þetta sé Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi í aðdraganda kosninganna en að Vinstri græn, sem hafi að mestu leyti komið í stað Samfylkingarinnar, fylgi þar fast á eftir. Vakin er athygli á því að minnst sex aðrir flokkar geti einnig tekið sæti á Alþingi sem muni auka líkur á stjórnarkreppu. Þessi mögulegi fjöldi flokka endurspeglar að mati blaðamanns Guardian vantraust Íslendinga á stjórnmálamönnum og að íbúar landsins hafi fengið sig fullsadda á spillingu innan raða stjórnmála- og viðskiptamanna.Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ræðir við Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi.Vísir/VilhelmTorfæra framundan að mati Financial TimesFinancial Times í Bretlandi gerir kosningarnar einnig að viðfangsefni sínu. Þar segir að þrátt fyrir enn eitt hneykslismálið á Íslandi muni það líklega hafa sem lítil sem engin áhrif á stöðu Bjarna Benediktssonar. Er þar vitnað til að nafn Bjarna Benediktssonar mátti finna í Panama-skjölunum, fréttaflutnings af viðskiptum hans og fjölskyldu hans við Glitni í aðdraganda hrunsins, sem og meðmælabréf föður hans í máli Hjalta Sigurjóns. Er talið líklegt að þrátt fyrir sókn Vinstri grænna muni Bjarni að öllum líkindum fá stjórnarmyndunarumboðið. Ekki sé þó hægt að útiloka, miðað við skoðanakannanir, að kjósa þurfi aftur innan tíðar, til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Er einnig vikið að stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Miðflokksins, þar sem segir að Bjarni sé ekki eini stjórnmálamaðurinn sem gangi vel þrátt fyrir hafa þurft að standa af sér hneykslismál. Þar segir að rekja megi árangur Sigmundar Davíðs til popúlískrar stefnu í bankamálum og málefnum innflytjenda. Þar segir einnig að að miðað við fjölda flokka sem útlit sé fyrir að muni taka sæti á Alþingi sé torfær vegur fram undan fyrir íslenska stjórnmálamenn.
Kosningar 2017 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira