Stefna flokkanna: Menntun og vísindi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 27. október 2017 16:00 Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að menntun og vísindum.Miðflokkurinn: Við ætlum að stórefla iðn- og tækninám í framhalds- og há- skólum því að framtíðin er núna. Bæði með sérstökum fjárframlögum og samstarfi við atvinnulífið. Endurskoða þarf námslánakerfið með hliðsjón af því sem best hefur reynst á Norðurlöndum, þar á meðal styrkjakerfi.Viðreisn: Bæta þarf fjármögnun háskóla og efla rannsóknir og þróun með virku samstarfi ríkis, háskóla, rannsóknastofnana og atvinnulífs. Fjölbreytni og nýsköpun í starfi skólastofnana er markmið Viðreisnar. Sporna þarf gegn brottfalli með fjölbreyttu námsframboði, eflingu náms í skapandi greinum, iðn- og tæknimenntun.Björt framtíð: Nauðsynlegt er að fjármagna öll skólastig og leggja ofuráherslu á skapandi starf. Virkjun mannshugans er okkar næsta stóra verkefni. Það er liður í því að búa unga Íslendinga undir breytingar á vinnumarkaði. Þá þarf að styrkja samkeppnissjóði og tryggja fjármögnun og umgjörð um rannsóknar- og þróunarstarf í háskólunum.Vinstri græn: Auka þarf fjárveitingar til framhaldsskóla, tryggja öllum aðgang að námi á framhaldsskólastigi og gefa skólunum val um lengd námsbrauta. Stefnt skal að því að fjármögnun háskóla verði í samræmi við Norðurlöndin. Þá skal stefnt að því að þrjú prósent VLF renni til rannsókna og þróunar. Hluti námslána verði styrkir.Samfylkingin: Stórsókn í skólamálum er lykillinn að betri lífskjörum. Meiri áhersla á skapandi greinar, listir, rannsóknir og nýsköpun. Aukum virðingu fyrir kennurum og bregðumst við kennaraskorti. Fjármögnum háskóla til jafns við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Styðjum betur við fjölbreytta framhaldsskóla og vinnum gegn brottfalli.Flokkur fólksins: Taka verður á skorti á kennurum. Börnum tryggður gjaldfrjáls og hollur matur í grunn- og leikskóla. Efla iðnmenntun. Ungu fólki kynntir atvinnumöguleikar og önnur tækifæri sem iðnmenntuðu fólki bjóðast. Leysa úr fjárhagsvanda há- skólastigsins og efla rannsóknir og nýsköpun í þágu atvinnulífsins sem undirstöðu að hagsæld og velferð.Sjálfstæðisflokkur: Við ætlum að taka upp námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd og auka framlög til háskólastigsins til meðaltals OECD-landa. Endurskoða skólastarf og kennsluaðferðir í góðri sátt, auka skilvirkni og gæði. Fjölga sjálfstætt starfandi skólum, stemma stigu við brottfalli nemenda, efla verknám og styðja við eflingu leik- og grunnskólastigsins.Framsókn: Afborganir af námslánum verði felldar niður í fimm ár fyrir þá sem eru búsettir á skilgreindum svæð- um á landsbyggðinni. Fjármunir sem sparast við styttingu náms verði nýttir til uppbyggingar framhaldsskólastigsins, m.a. í verknámi og á landsbyggðinni. Hækka endurgreiðslu í 25 prósent í tengslum við nýsköpun og rannsóknir.Píratar: Við viljum að í menntakerfinu sé jafnvægi milli bók-, list- og verkgreina, með lítið heimanám, smærri bekki og virðingu fyrir starfi kennara sem endurspeglast í launum. Námslán greiðist fyrirfram. Með auknu alþjóðlegu samstarfi í rannsóknum og þróun aukast möguleikar á atvinnu, menntun og tækniþróun innanlands. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Stefna flokkanna: Mannréttindi Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að mannréttindum. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Heilbrigðismál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að heilbrigðismálum. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Velferðarmál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að velferðarmálum. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Utanríkismál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að utanríkismálum. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Atvinna og nýsköpun Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að atvinnu og nýsköpun. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Menning og listir Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að menningu og listum. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Efnahagsmál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að efnahagsmálum. 27. október 2017 16:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að menntun og vísindum.Miðflokkurinn: Við ætlum að stórefla iðn- og tækninám í framhalds- og há- skólum því að framtíðin er núna. Bæði með sérstökum fjárframlögum og samstarfi við atvinnulífið. Endurskoða þarf námslánakerfið með hliðsjón af því sem best hefur reynst á Norðurlöndum, þar á meðal styrkjakerfi.Viðreisn: Bæta þarf fjármögnun háskóla og efla rannsóknir og þróun með virku samstarfi ríkis, háskóla, rannsóknastofnana og atvinnulífs. Fjölbreytni og nýsköpun í starfi skólastofnana er markmið Viðreisnar. Sporna þarf gegn brottfalli með fjölbreyttu námsframboði, eflingu náms í skapandi greinum, iðn- og tæknimenntun.Björt framtíð: Nauðsynlegt er að fjármagna öll skólastig og leggja ofuráherslu á skapandi starf. Virkjun mannshugans er okkar næsta stóra verkefni. Það er liður í því að búa unga Íslendinga undir breytingar á vinnumarkaði. Þá þarf að styrkja samkeppnissjóði og tryggja fjármögnun og umgjörð um rannsóknar- og þróunarstarf í háskólunum.Vinstri græn: Auka þarf fjárveitingar til framhaldsskóla, tryggja öllum aðgang að námi á framhaldsskólastigi og gefa skólunum val um lengd námsbrauta. Stefnt skal að því að fjármögnun háskóla verði í samræmi við Norðurlöndin. Þá skal stefnt að því að þrjú prósent VLF renni til rannsókna og þróunar. Hluti námslána verði styrkir.Samfylkingin: Stórsókn í skólamálum er lykillinn að betri lífskjörum. Meiri áhersla á skapandi greinar, listir, rannsóknir og nýsköpun. Aukum virðingu fyrir kennurum og bregðumst við kennaraskorti. Fjármögnum háskóla til jafns við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Styðjum betur við fjölbreytta framhaldsskóla og vinnum gegn brottfalli.Flokkur fólksins: Taka verður á skorti á kennurum. Börnum tryggður gjaldfrjáls og hollur matur í grunn- og leikskóla. Efla iðnmenntun. Ungu fólki kynntir atvinnumöguleikar og önnur tækifæri sem iðnmenntuðu fólki bjóðast. Leysa úr fjárhagsvanda há- skólastigsins og efla rannsóknir og nýsköpun í þágu atvinnulífsins sem undirstöðu að hagsæld og velferð.Sjálfstæðisflokkur: Við ætlum að taka upp námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd og auka framlög til háskólastigsins til meðaltals OECD-landa. Endurskoða skólastarf og kennsluaðferðir í góðri sátt, auka skilvirkni og gæði. Fjölga sjálfstætt starfandi skólum, stemma stigu við brottfalli nemenda, efla verknám og styðja við eflingu leik- og grunnskólastigsins.Framsókn: Afborganir af námslánum verði felldar niður í fimm ár fyrir þá sem eru búsettir á skilgreindum svæð- um á landsbyggðinni. Fjármunir sem sparast við styttingu náms verði nýttir til uppbyggingar framhaldsskólastigsins, m.a. í verknámi og á landsbyggðinni. Hækka endurgreiðslu í 25 prósent í tengslum við nýsköpun og rannsóknir.Píratar: Við viljum að í menntakerfinu sé jafnvægi milli bók-, list- og verkgreina, með lítið heimanám, smærri bekki og virðingu fyrir starfi kennara sem endurspeglast í launum. Námslán greiðist fyrirfram. Með auknu alþjóðlegu samstarfi í rannsóknum og þróun aukast möguleikar á atvinnu, menntun og tækniþróun innanlands.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Stefna flokkanna: Mannréttindi Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að mannréttindum. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Heilbrigðismál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að heilbrigðismálum. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Velferðarmál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að velferðarmálum. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Utanríkismál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að utanríkismálum. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Atvinna og nýsköpun Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að atvinnu og nýsköpun. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Menning og listir Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að menningu og listum. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Efnahagsmál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að efnahagsmálum. 27. október 2017 16:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Stefna flokkanna: Mannréttindi Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að mannréttindum. 27. október 2017 16:00
Stefna flokkanna: Heilbrigðismál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að heilbrigðismálum. 27. október 2017 16:00
Stefna flokkanna: Velferðarmál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að velferðarmálum. 27. október 2017 16:00
Stefna flokkanna: Utanríkismál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að utanríkismálum. 27. október 2017 16:00
Stefna flokkanna: Atvinna og nýsköpun Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að atvinnu og nýsköpun. 27. október 2017 16:00
Stefna flokkanna: Menning og listir Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að menningu og listum. 27. október 2017 16:00
Stefna flokkanna: Efnahagsmál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að efnahagsmálum. 27. október 2017 16:00