Fótbolti

Sjáðu strákana tryllast inn í klefa eftir sigurinn á Tyrkjum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Einar og strákarnir okkar eftir leik.
Aron Einar og strákarnir okkar eftir leik. mynd/skjáskot
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta unnu frábæran 3-0 sigur gegn Tyrklandi í Eskisehir fyrr í þessum mánuði en það var risastórt skref fyrir liðið í áttina að HM 2018 í Rússlandi.

Þangað komust svo strákarnir eftir að þeir lögðu Kósóvó, 2-0, á Laugardalsvellinum en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt A-landslið keppir á heimsmeistaramóti í fótbolta.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, birti í gær tvö skemmtileg myndbönd á Facebook-síðu sinni. Það fyrra sýnir lognið á undan storminum í Eskisehir þar sem strákarnir pökkuðu tyrkneska liðinu saman og það síðara tryllinginn inn í klefa eftir sigurinn.

Þessi skemmtilegu myndbönd má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×