Viðskipti innlent

Hætt við sameiningu Iceland Travel og Gray Line

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Gray Line sérhæfir sig í hverskyns fólksflutningum. Þessi mynd er tekin úr einni norðurljósaferð fyrirtækisins.
Gray Line sérhæfir sig í hverskyns fólksflutningum. Þessi mynd er tekin úr einni norðurljósaferð fyrirtækisins. Vísir/Ernir
Icelandair Group, eigandi Iceland Travel ehf., og eigendur Allrahanda GL ehf. hafa ákveðið að slíta samningaviðræðum um sameiningu félaganna.

Greint var frá því í byrjun ágúst að Icelandair Group myndi eignast 70% í sameinuðu félagi Iceland Travel ehf. og Allrahanda GL ehf. sem er leyfishafi hópferðafyrirtækisins Gray Line Worldwide á Íslandi.

Sjá einnig: Iceland Travel og Gray Line sameinast

Þá var slegin sá varnagli að samruninn væri gerður með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakannana.

„Þeim er nú lokið og hefur verið ákveðið að samruninn gangi ekki eftir,“ segir í tilkynningu Icelandair Group sem send var á fjölmiðla nú í morgun.


Tengdar fréttir

Iceland Travel og Gray Line sameinast

Sam­komu­lag hefur náðst um sam­ein­ingu Iceland Tra­vel ehf., sem er að fullu í eigu Icelandair Group, og Allra­handa GL ehf. sem er leyf­is­hafi Gray Line World­wide á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×