Lögbannið á Stundina í gildi mánuðum saman Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. október 2017 06:00 Höfuðstöðvar Glitnis voru við Kirkjusand. Vísir/valli Þrátt fyrir að flestir lögfræðingar sem tjáð sig hafa um lögbann á fréttaflutning Stundarinnar telji einsýnt að því verði hnekkt fyrir dómstólum geta margir mánuðir liðið áður en úr því verður endanlega skorið með dómi. Á meðan gildir bannið. Í máli sem Jónína Benediktsdóttir höfðaði gegn blaðamanni Fréttablaðsins og 365-prentmiðlum ehf. árið 2005 var kröfu um staðfestingu á lögbanni synjað á báðum dómstigum. Þrátt fyrir að héraðsdómur hafi synjað kröfu Jónínu um staðfestingu lögbannsins stóð bannið óhaggað allt þar til niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir tæpu hálfu ári síðar. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu héraðsdóms um að skilyrði lögbannsins hefðu ekki verið uppfyllt. Málsmeðferðin tók átta mánuði og lögbannið var í fullu gildi allan þann tíma.Sigriður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, mætti á fund Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 18. október síðastliðinn.vísir/eyþórLögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja ákvæði um flýtimeðferð í lögum um meðferð einkamála ekki taka til lögbanns á fréttaflutning enda er það eingöngu sá sem höfðar mál sem óskað getur flýtimeðferðar, í því tilviki sem hér um ræðir sá aðili sem höfðar mál til staðfestingar á lögbanni, en ekki sá sem þola þarf lögbannið. Aðspurð um málshraða þessara mála og málsmeðferð segir Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, að rétt væri að færa valdið til að leggja lögbann á fréttaflutning frá sýslumanni til dómstóla.Atburðarásin„Við mat á því hvort takmarka eigi tjáningu þarf sá sem vill takmarka tjáninguna að sýna fram á knýjandi samfélagslega þörf til takmörkunarinnar. Ekki er gerð sambærileg krafa að lögum að sá sem tjáir sig þurfi að sýna fram á knýjandi samfélagslega þörf til tjáningarinnar,“ segir Sigríður Rut og bætir við: „Í stað þess að lögin kveði á um að beiðni sé beint til sýslumanns ættu lögin að kveða á um að henni sé beint til héraðsdóms og dómara verði þannig falið að meta þetta út frá ákvæðum sem gilda um lögbann með hliðsjón af ákvæði stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi.“ Sigríður Rut segir stóraukið réttaröryggi felast í því að færa vald til að leggja lögbann á fjölmiðlaumfjöllun frá fulltrúa framkvæmdarvalds til dómstóla og vísar til mikilvægis réttinda fjölmiðla til að miðla fréttum og skyldu þeirra til að upplýsa almenning. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Þrátt fyrir að flestir lögfræðingar sem tjáð sig hafa um lögbann á fréttaflutning Stundarinnar telji einsýnt að því verði hnekkt fyrir dómstólum geta margir mánuðir liðið áður en úr því verður endanlega skorið með dómi. Á meðan gildir bannið. Í máli sem Jónína Benediktsdóttir höfðaði gegn blaðamanni Fréttablaðsins og 365-prentmiðlum ehf. árið 2005 var kröfu um staðfestingu á lögbanni synjað á báðum dómstigum. Þrátt fyrir að héraðsdómur hafi synjað kröfu Jónínu um staðfestingu lögbannsins stóð bannið óhaggað allt þar til niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir tæpu hálfu ári síðar. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu héraðsdóms um að skilyrði lögbannsins hefðu ekki verið uppfyllt. Málsmeðferðin tók átta mánuði og lögbannið var í fullu gildi allan þann tíma.Sigriður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, mætti á fund Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 18. október síðastliðinn.vísir/eyþórLögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja ákvæði um flýtimeðferð í lögum um meðferð einkamála ekki taka til lögbanns á fréttaflutning enda er það eingöngu sá sem höfðar mál sem óskað getur flýtimeðferðar, í því tilviki sem hér um ræðir sá aðili sem höfðar mál til staðfestingar á lögbanni, en ekki sá sem þola þarf lögbannið. Aðspurð um málshraða þessara mála og málsmeðferð segir Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, að rétt væri að færa valdið til að leggja lögbann á fréttaflutning frá sýslumanni til dómstóla.Atburðarásin„Við mat á því hvort takmarka eigi tjáningu þarf sá sem vill takmarka tjáninguna að sýna fram á knýjandi samfélagslega þörf til takmörkunarinnar. Ekki er gerð sambærileg krafa að lögum að sá sem tjáir sig þurfi að sýna fram á knýjandi samfélagslega þörf til tjáningarinnar,“ segir Sigríður Rut og bætir við: „Í stað þess að lögin kveði á um að beiðni sé beint til sýslumanns ættu lögin að kveða á um að henni sé beint til héraðsdóms og dómara verði þannig falið að meta þetta út frá ákvæðum sem gilda um lögbann með hliðsjón af ákvæði stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi.“ Sigríður Rut segir stóraukið réttaröryggi felast í því að færa vald til að leggja lögbann á fjölmiðlaumfjöllun frá fulltrúa framkvæmdarvalds til dómstóla og vísar til mikilvægis réttinda fjölmiðla til að miðla fréttum og skyldu þeirra til að upplýsa almenning.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira