Vilja setja fjóra milljarða í átak gegn kynbundnu ofbeldi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. október 2017 17:15 Helga Vala Helgadóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vísir/Vilhelm Samfylkingin vill veita fjórum milljörðum á næsta kjörtímabili til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta tilkynnti Helga Vala Helgadóttir, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, á málþingi á vegum Femínistafélags Háskóla Íslands í dag. Um er að ræða þríþætta áætlun og er gert ráð fyrir að einum milljarði sé varið á hverju ári kjörtímabilsins í verkefnið. Um er að ræða eflingu á löggæslu, fræðslu og forvarnir á öllum skólastigum og betri heilbrigðisþjónustu. „Það þarf að efla löggæsluna til þess að fá fram markvissari málsmeðferð í ofbeldisbrotum. Við erum ekki bara að tala um kynferðisofbeldi. Við erum að tala um kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi og svo þetta netofbeldi sem er auðvitað risastór þáttur sem einhvern veginn við erum ekki að sinna,“ segir Helga Vala Helgadóttir í samtali við Vísi.Lögreglumenn hætti vegna veikinda Hún segir nauðsynlegt að fjölga lögregluþjónum á íslandi. Þeim hafi fækkað undanfarin tíu ár frá 712 niður í 660. Nú séu fleiri einstaklingar hérlendis, bæði Íslendingar sem og ferðamenn. „Það er ekkert óalgengt að meðal lögreglumaðurinn vinni um 100 yfirvinnutíma í mánuði, sem eru þá svona 25 á viku sirka. Það er bara, maður sér alveg strax hvernig það fer. Það er svo ótrúlega mikið álag. við erum að missa fólk út úr þessari stétt, við erum að missa fólk í langtimaveikindi, reynslumikla lögregluþjóna. þetta er hrikalegt ástand. Þessu hefur bara ekkert verið sinnt, þrátt fyrir ákall árum saman.“ Annar hluti átaksins snýr að viðvarandi fræðslu og forvörnum í skólum á grunnskóla-, menntaskóla- og háskólastigi. „Ekki eitthvað mánaðarátak þar sem við komum inn í samfélagsfræðitímana, heldur að setja þetta inn í lífsleiknina. Þannig við byrjum bara strax í grunnskóla á því að efna fræðsluna. það er þar sem framtíðar gerendur og þolendur eru og þarna þurfum við að byrja. Meðvitundin þarf að vera alveg skýr alveg frá byrjun,“ segir Helga. „Þriðji punkturinn er heilbrigðiskerfið. Neyðarmóttaka á landspítala hefur verið í algjörri framvarðarsveit þegar kemur að móttöku brotaþola. En það veltur það rosalega mikið á elju þeirrar manneskju sem þar heldur um taumana.“ Hún bendir á að heilbrigðisstofnanir annars staðar á landinu standi verr þegar kemur að meðferð kynferðisbrota. Samræma þurfi þjónustuna og jafnframt auka framlag til neyðarmóttöku Landspítala. Kosningar 2017 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Samfylkingin vill veita fjórum milljörðum á næsta kjörtímabili til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta tilkynnti Helga Vala Helgadóttir, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, á málþingi á vegum Femínistafélags Háskóla Íslands í dag. Um er að ræða þríþætta áætlun og er gert ráð fyrir að einum milljarði sé varið á hverju ári kjörtímabilsins í verkefnið. Um er að ræða eflingu á löggæslu, fræðslu og forvarnir á öllum skólastigum og betri heilbrigðisþjónustu. „Það þarf að efla löggæsluna til þess að fá fram markvissari málsmeðferð í ofbeldisbrotum. Við erum ekki bara að tala um kynferðisofbeldi. Við erum að tala um kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi og svo þetta netofbeldi sem er auðvitað risastór þáttur sem einhvern veginn við erum ekki að sinna,“ segir Helga Vala Helgadóttir í samtali við Vísi.Lögreglumenn hætti vegna veikinda Hún segir nauðsynlegt að fjölga lögregluþjónum á íslandi. Þeim hafi fækkað undanfarin tíu ár frá 712 niður í 660. Nú séu fleiri einstaklingar hérlendis, bæði Íslendingar sem og ferðamenn. „Það er ekkert óalgengt að meðal lögreglumaðurinn vinni um 100 yfirvinnutíma í mánuði, sem eru þá svona 25 á viku sirka. Það er bara, maður sér alveg strax hvernig það fer. Það er svo ótrúlega mikið álag. við erum að missa fólk út úr þessari stétt, við erum að missa fólk í langtimaveikindi, reynslumikla lögregluþjóna. þetta er hrikalegt ástand. Þessu hefur bara ekkert verið sinnt, þrátt fyrir ákall árum saman.“ Annar hluti átaksins snýr að viðvarandi fræðslu og forvörnum í skólum á grunnskóla-, menntaskóla- og háskólastigi. „Ekki eitthvað mánaðarátak þar sem við komum inn í samfélagsfræðitímana, heldur að setja þetta inn í lífsleiknina. Þannig við byrjum bara strax í grunnskóla á því að efna fræðsluna. það er þar sem framtíðar gerendur og þolendur eru og þarna þurfum við að byrja. Meðvitundin þarf að vera alveg skýr alveg frá byrjun,“ segir Helga. „Þriðji punkturinn er heilbrigðiskerfið. Neyðarmóttaka á landspítala hefur verið í algjörri framvarðarsveit þegar kemur að móttöku brotaþola. En það veltur það rosalega mikið á elju þeirrar manneskju sem þar heldur um taumana.“ Hún bendir á að heilbrigðisstofnanir annars staðar á landinu standi verr þegar kemur að meðferð kynferðisbrota. Samræma þurfi þjónustuna og jafnframt auka framlag til neyðarmóttöku Landspítala.
Kosningar 2017 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira