Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi og héraðsdómslögmaður leiðir lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður við Alþingiskosningarnar 28. október 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Guðfinna hefur setið í borgarráði og umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar og lagt höfuðáherslu á húsnæðismál í Reykjavík og lausn húsnæðisvandans.
Í störfum sínum að húsnæðismálum á undanförnum árum hefur Guðfinna meðal annars setið í stjórn Húseigendafélagsins og Búseta, verið formaður kærunefndar húsamála og tekið þátt í gerð lagafrumvarpa, reglugerða, úrskurða og álitsgerða, kennt og haldið fyrirlestra um fasteignamál.
Guðfinna ákvað að draga til baka framboð sitt um að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hætti í flokknum.
Guðfinna Jóhanna leiðir lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður

Tengdar fréttir

Fylgi Miðflokksins meira en Sigmundur Davíð þorði að vona
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að gengi flokksins í skoðanakönnunum fyrir alþingiskosningar sé betra en hann þorði að vona. Sigmundur Davíð sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis í dag.

Guðfinna Jóhanna dregur framboð sitt til baka
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrú hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt um að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum.

Guðfinna hætt í Framsókn og útilokar ekki framboð fyrir Miðflokkinn
Framsóknarflokkurinn situr uppi án borgarfulltrúa eftir að Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir tilkynnti um brotthvarf sitt úr flokknum í dag.