Segja andúð Sjálfstæðismanna á Degi standa uppbyggingu í Reykjavík fyrir þrifum Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2017 14:22 Píratar segja forkastanlegt að andúð Sjálfstæðismanna á Degi skuli bitna með þessum hætti á borgarbúum. Fulltrúar Pírata í borgarstjórn fullyrða að Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn hafi staðið einarðlega í vegi fyrir uppbyggingu í Reykjavík. Að þetta sé meðal annars vegna andúðar á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra sem þeir neiti að eiga í samskiptum við.Ákaflega alvarleg staða Píratar hafa sent frá sér afar harðorða yfirlýsingu þar sem þetta er fordæmt. Í yfirlýsingunni er vitnað til orða Jónu Sólveigu Elínardóttur, varaformanns Viðreisnar, þar sem hún sagði einmitt þetta í tengslum við samskipti ríkisstjórnarinnar við Reykjavíkurborg um úthlutun á ríkislóðum til borgarinnar: „Sjálfstæðismenn hafa bara ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. Þess vegna hefur ekki verið ráðist í nauðsynlega uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur ekki verið hægt að úthluta þessum lóðum til borgarinnar.“ Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis. Píratar segja þetta nákvæmlega svona í pottinn búið og ekki verði nógsamlega undirstrikað hversu alvarlegt þetta sé. Um sé að ræða lóðir í eigu ríkisins á svæðum þar sem Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir uppbyggingu húsnæðis samkvæmt aðalskipulagi.Hreinasta svívirða „Forsenda þess að hægt sé að byrja að byggja þar íbúðir er því að samningar náist milli ríkis og borgar um að borgin fái þær í hendur. Í núverandi ástandi, þar sem er mikil eftirspurn eftir húsnæði, er mjög mikilvægt að allir hafi hraðar hendur og vinni stöðugt og lausnamiðað eftir þeim ferlum sem skipulag byggðar og uppbygging húsnæðis útheimtir. Þarna var ekki einu sinni virkt samtal í gangi og að sjálfsögðu gerist ekkert á meðan svo er ekki.“ Í yfirlýsingunni er sagt að allt sem er til þess fallið að tefja framtíðaruppbyggingu og tefla henni í tvísýnu að óþörfu hið versta mál. „Að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins dragi vísvitandi lappirnar af því að þeim líkar persónulega ekki við þá sem ráða í Reykjavík er hreinasta svívirða.“Undirritaðir fulltrúar Pírata í borgarstjórn, aðalmenn í ráðum og nefndum borgarinnar, vilja koma eftirfarandi á framfæ... Posted by Halldór Auðar Svansson on Thursday, October 12, 2017Andúð Sjálfstæðismanna á Degi bitnar á borgarbúum Píratar segja að það sé „fráleitt að andúð Sjálfstæðismanna á sitjandi borgarstjórn skuli leiða til þess að fjöldi borgarbúa fær ekki þak yfir höfuðið. Það dylst engum sem fylgist með stjórnmálum að þetta er ekki einungis tilfallandi, heldur nánast flokkslína í allt of mörgum málaflokkum. Að samstarfi um hag og heill íbúa í Reykjavík sé kastað á haugana vegna flokkshagsmuna er ólíðandi.“ Yfirlýsingin, sem Halldór Auðar Svansson birti á Facebooksíðu sinni, hefur þegar vakið verulega athygli en hana má sjá innfellda hér fyrir ofan. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af Degi B. Eggertssyni, sem er vant við látinn, vegna málsins en að sögn Halldórs var honum kunnugt um að þessarar yfirlýsingar væri að vænta.Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Jónu Sólveigu í Kosningaspjalli Vísis í gær. Ummæli hennar um borgarmálin má sjá eftir um 19 mínútur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Sjá meira
Fulltrúar Pírata í borgarstjórn fullyrða að Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn hafi staðið einarðlega í vegi fyrir uppbyggingu í Reykjavík. Að þetta sé meðal annars vegna andúðar á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra sem þeir neiti að eiga í samskiptum við.Ákaflega alvarleg staða Píratar hafa sent frá sér afar harðorða yfirlýsingu þar sem þetta er fordæmt. Í yfirlýsingunni er vitnað til orða Jónu Sólveigu Elínardóttur, varaformanns Viðreisnar, þar sem hún sagði einmitt þetta í tengslum við samskipti ríkisstjórnarinnar við Reykjavíkurborg um úthlutun á ríkislóðum til borgarinnar: „Sjálfstæðismenn hafa bara ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. Þess vegna hefur ekki verið ráðist í nauðsynlega uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur ekki verið hægt að úthluta þessum lóðum til borgarinnar.“ Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis. Píratar segja þetta nákvæmlega svona í pottinn búið og ekki verði nógsamlega undirstrikað hversu alvarlegt þetta sé. Um sé að ræða lóðir í eigu ríkisins á svæðum þar sem Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir uppbyggingu húsnæðis samkvæmt aðalskipulagi.Hreinasta svívirða „Forsenda þess að hægt sé að byrja að byggja þar íbúðir er því að samningar náist milli ríkis og borgar um að borgin fái þær í hendur. Í núverandi ástandi, þar sem er mikil eftirspurn eftir húsnæði, er mjög mikilvægt að allir hafi hraðar hendur og vinni stöðugt og lausnamiðað eftir þeim ferlum sem skipulag byggðar og uppbygging húsnæðis útheimtir. Þarna var ekki einu sinni virkt samtal í gangi og að sjálfsögðu gerist ekkert á meðan svo er ekki.“ Í yfirlýsingunni er sagt að allt sem er til þess fallið að tefja framtíðaruppbyggingu og tefla henni í tvísýnu að óþörfu hið versta mál. „Að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins dragi vísvitandi lappirnar af því að þeim líkar persónulega ekki við þá sem ráða í Reykjavík er hreinasta svívirða.“Undirritaðir fulltrúar Pírata í borgarstjórn, aðalmenn í ráðum og nefndum borgarinnar, vilja koma eftirfarandi á framfæ... Posted by Halldór Auðar Svansson on Thursday, October 12, 2017Andúð Sjálfstæðismanna á Degi bitnar á borgarbúum Píratar segja að það sé „fráleitt að andúð Sjálfstæðismanna á sitjandi borgarstjórn skuli leiða til þess að fjöldi borgarbúa fær ekki þak yfir höfuðið. Það dylst engum sem fylgist með stjórnmálum að þetta er ekki einungis tilfallandi, heldur nánast flokkslína í allt of mörgum málaflokkum. Að samstarfi um hag og heill íbúa í Reykjavík sé kastað á haugana vegna flokkshagsmuna er ólíðandi.“ Yfirlýsingin, sem Halldór Auðar Svansson birti á Facebooksíðu sinni, hefur þegar vakið verulega athygli en hana má sjá innfellda hér fyrir ofan. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af Degi B. Eggertssyni, sem er vant við látinn, vegna málsins en að sögn Halldórs var honum kunnugt um að þessarar yfirlýsingar væri að vænta.Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Jónu Sólveigu í Kosningaspjalli Vísis í gær. Ummæli hennar um borgarmálin má sjá eftir um 19 mínútur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Sjá meira
Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48