Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 12. október 2017 07:56 Rodrigo Duterte skar upp herör gegn fíkniefnum á Filippseyjum. Vísir/afp Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum. Hann sætir æ meiri gagnrýni innanlands vegna hörku í stríðinu gegn fíkniefnum. Forsetinn hefur verið undir miklum þrýstingi allt frá því að hann var kosinn en stefna hans er að taka eins hart og mögulegt er á fíkniefnasölum og smyglurum. Hingað til hefur forsetinn falið lögreglunni að ráðast gegn fíkniefnum í landinu en talið er að lögreglan hafi drepið meira en 3850 manns í aðgerðum gegn fíkniefnum.Sjá einnig: Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Þá hafa fjölmargir verið drepnir án dóms og laga auk þess sem saklaust fólk hefur látið lífið í átökum lögreglu og glæpagengja. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt þær þúsundir aftaka sem framkvæmdar eru í landinu. Þannig geta lögreglumenn, sem og aðrir óbreyttir borgarar, tekið fólk af lífi fyrir það eitt að vera grunað um að hafa einhvern tímann neytt fíkniefna. Ef marka má tölur stjórnvalda hafa um sjö þúsund manns verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum í landinu frá því að hann tók við stjórnartaumunum í fyrra. Margir telja það varlega áætlað, nær væri að ætla að 13 þúsund hafi verið myrtir. Nú hefur þjóð forsetans risið á afturlappirnar og mótmælaalda hefur gripið Filippseyjar í sumar og í haust eftir að lögregla drap þrjá unglinga í aðgerðum sínum. Þá hefur Kaþólska kirkjan, sem hefur mikil ítök í Filippseyjum fordæmt aðgerðir forsetans. Forsetinn hefur nú brugðist við gagnrýni og segir lögreglulið landsins spillt. Hann hefur nú dregið lögregluna úr öllum fíkniefnatengdum aðgerðum og hefur falið fíkniefnaeftirliti landsins að taka við því hlutverki. Filippseyjar Tengdar fréttir Kirkjan fordæmir herferð Duterte Kaþólska kirkjan á Filippseyjum fordæmdi í gær herferð forsetans Rodrigo Duterte gegn eiturlyfjafíklum, -sölum, -framleiðendum og -smyglurum. Herferðin hefur kostað að minnsta kosti 3.500 lífið og drepur lögregla grunaða án dóms og laga. 21. ágúst 2017 06:00 Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02 Sonur og tengdasonur Duterte neita aðild að fíkniefnasmygli Skyldmenn forseta Filippseyja eru sakaðir um að hafa tekið þátt í að smygla fíkniefnum frá Kína. 7. september 2017 18:49 Syrgjendur mótmæla blóðugri herferð Duterte Sautján ára drengur virðist hafa verið tekinn af lífi af lögreglumönnum á Filippseyjum. Hann er einn þúsunda manna sem liggja í valnum í blóðugu fíkniefnastríði Duterte forseta. 27. ágúst 2017 08:11 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum. Hann sætir æ meiri gagnrýni innanlands vegna hörku í stríðinu gegn fíkniefnum. Forsetinn hefur verið undir miklum þrýstingi allt frá því að hann var kosinn en stefna hans er að taka eins hart og mögulegt er á fíkniefnasölum og smyglurum. Hingað til hefur forsetinn falið lögreglunni að ráðast gegn fíkniefnum í landinu en talið er að lögreglan hafi drepið meira en 3850 manns í aðgerðum gegn fíkniefnum.Sjá einnig: Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Þá hafa fjölmargir verið drepnir án dóms og laga auk þess sem saklaust fólk hefur látið lífið í átökum lögreglu og glæpagengja. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt þær þúsundir aftaka sem framkvæmdar eru í landinu. Þannig geta lögreglumenn, sem og aðrir óbreyttir borgarar, tekið fólk af lífi fyrir það eitt að vera grunað um að hafa einhvern tímann neytt fíkniefna. Ef marka má tölur stjórnvalda hafa um sjö þúsund manns verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum í landinu frá því að hann tók við stjórnartaumunum í fyrra. Margir telja það varlega áætlað, nær væri að ætla að 13 þúsund hafi verið myrtir. Nú hefur þjóð forsetans risið á afturlappirnar og mótmælaalda hefur gripið Filippseyjar í sumar og í haust eftir að lögregla drap þrjá unglinga í aðgerðum sínum. Þá hefur Kaþólska kirkjan, sem hefur mikil ítök í Filippseyjum fordæmt aðgerðir forsetans. Forsetinn hefur nú brugðist við gagnrýni og segir lögreglulið landsins spillt. Hann hefur nú dregið lögregluna úr öllum fíkniefnatengdum aðgerðum og hefur falið fíkniefnaeftirliti landsins að taka við því hlutverki.
Filippseyjar Tengdar fréttir Kirkjan fordæmir herferð Duterte Kaþólska kirkjan á Filippseyjum fordæmdi í gær herferð forsetans Rodrigo Duterte gegn eiturlyfjafíklum, -sölum, -framleiðendum og -smyglurum. Herferðin hefur kostað að minnsta kosti 3.500 lífið og drepur lögregla grunaða án dóms og laga. 21. ágúst 2017 06:00 Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02 Sonur og tengdasonur Duterte neita aðild að fíkniefnasmygli Skyldmenn forseta Filippseyja eru sakaðir um að hafa tekið þátt í að smygla fíkniefnum frá Kína. 7. september 2017 18:49 Syrgjendur mótmæla blóðugri herferð Duterte Sautján ára drengur virðist hafa verið tekinn af lífi af lögreglumönnum á Filippseyjum. Hann er einn þúsunda manna sem liggja í valnum í blóðugu fíkniefnastríði Duterte forseta. 27. ágúst 2017 08:11 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Kirkjan fordæmir herferð Duterte Kaþólska kirkjan á Filippseyjum fordæmdi í gær herferð forsetans Rodrigo Duterte gegn eiturlyfjafíklum, -sölum, -framleiðendum og -smyglurum. Herferðin hefur kostað að minnsta kosti 3.500 lífið og drepur lögregla grunaða án dóms og laga. 21. ágúst 2017 06:00
Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02
Sonur og tengdasonur Duterte neita aðild að fíkniefnasmygli Skyldmenn forseta Filippseyja eru sakaðir um að hafa tekið þátt í að smygla fíkniefnum frá Kína. 7. september 2017 18:49
Syrgjendur mótmæla blóðugri herferð Duterte Sautján ára drengur virðist hafa verið tekinn af lífi af lögreglumönnum á Filippseyjum. Hann er einn þúsunda manna sem liggja í valnum í blóðugu fíkniefnastríði Duterte forseta. 27. ágúst 2017 08:11