Vinstri og hægri Guðmundur Andri Thorsson skrifar 12. október 2017 07:00 Það er munur á vinstri og hægri. Jafnaðarmenn hugsa í grundvallaratriðum öðruvísi um þjóðfélagsmál en markaðshyggjumenn eða aðrir fulltrúar afmarkaðra hagsmuna. Jafnaðarmenn hafa hag heildarinnar að leiðarljósi. Það er hugsunin bak við norræna samfélagsmódelið: heilbrigt atvinnulíf með raunverulegri verðmætasköpun og öflugt velferðarkerfi þar sem virðing fyrir fólki ræður för. Þjóðfélag þar sem allar leikreglur miðast við hagsmuni fjármagnseigenda frekar en almennings, framleiðenda frekar en neytenda, fyrirtækjaeigenda frekar en verkafólks – það er ekki gott samfélag, ekki réttlátt og endar í þjófræði eins og dæmin sanna. Það er munur á vinstri og hægri. Sjálfstæðisflokkurinn er stór og öflugur flokkur hægri manna, vel skipulagður og vanur því að ráða, með sitt fólk á völdum stöðum í kerfinu. Það getur vel verið að sumum okkar finnist það ágætt að hann stjórni þessu bara – það hafi reynst vel og honum hafi tekist vel upp í undanförnum tilraunum sínum til stjórnarmyndunar. Þá kjósum við hann. En ef við erum ekkert ánægð með völd Sjálfstæðisflokksins og viljum vinstri stjórn sem starfar í almannaþágu þá vandast málið. Dæmin sanna að atkvæði greidd miðflokkabandalaginu leiða til stjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Og dæmin sanna líka að þeim mun veikari sem Samfylkingin er þeim mun ólíklegri er vinstri stjórn. Innan VG eru sterk öfl sem sjá sinn samherja í Sjálfstæðisflokknum en slíku er ekki að heilsa innan Samfylkingarinnar. Það er grundvallarmunur á vinstri og hægri. Það getur verið varasamt að kjósa eftir einstökum upphlaupsmálum. Við ættum líka að varast að láta hatur og heift ráða atkvæðinu. Vænlegast er að kjósa eftir grundvallarlífsviðhorfi okkar – að kjósa jafnaðarmenn ef við eru jafnaðarmenn í hjarta okkar. Það er ágætt að láta hjartað ráða för. Höfundur er í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Kosningar 2017 Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er munur á vinstri og hægri. Jafnaðarmenn hugsa í grundvallaratriðum öðruvísi um þjóðfélagsmál en markaðshyggjumenn eða aðrir fulltrúar afmarkaðra hagsmuna. Jafnaðarmenn hafa hag heildarinnar að leiðarljósi. Það er hugsunin bak við norræna samfélagsmódelið: heilbrigt atvinnulíf með raunverulegri verðmætasköpun og öflugt velferðarkerfi þar sem virðing fyrir fólki ræður för. Þjóðfélag þar sem allar leikreglur miðast við hagsmuni fjármagnseigenda frekar en almennings, framleiðenda frekar en neytenda, fyrirtækjaeigenda frekar en verkafólks – það er ekki gott samfélag, ekki réttlátt og endar í þjófræði eins og dæmin sanna. Það er munur á vinstri og hægri. Sjálfstæðisflokkurinn er stór og öflugur flokkur hægri manna, vel skipulagður og vanur því að ráða, með sitt fólk á völdum stöðum í kerfinu. Það getur vel verið að sumum okkar finnist það ágætt að hann stjórni þessu bara – það hafi reynst vel og honum hafi tekist vel upp í undanförnum tilraunum sínum til stjórnarmyndunar. Þá kjósum við hann. En ef við erum ekkert ánægð með völd Sjálfstæðisflokksins og viljum vinstri stjórn sem starfar í almannaþágu þá vandast málið. Dæmin sanna að atkvæði greidd miðflokkabandalaginu leiða til stjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Og dæmin sanna líka að þeim mun veikari sem Samfylkingin er þeim mun ólíklegri er vinstri stjórn. Innan VG eru sterk öfl sem sjá sinn samherja í Sjálfstæðisflokknum en slíku er ekki að heilsa innan Samfylkingarinnar. Það er grundvallarmunur á vinstri og hægri. Það getur verið varasamt að kjósa eftir einstökum upphlaupsmálum. Við ættum líka að varast að láta hatur og heift ráða atkvæðinu. Vænlegast er að kjósa eftir grundvallarlífsviðhorfi okkar – að kjósa jafnaðarmenn ef við eru jafnaðarmenn í hjarta okkar. Það er ágætt að láta hjartað ráða för. Höfundur er í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun