Hótar aðgerðum og biður um skýrmælgi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. október 2017 06:00 Sambandssinnar í Katalóníu hafa mótmælt aðgerðum héraðsstjórnarinnar. Vísir/EPA Ef Katalónía lætur ekki af óljósum áformum um sjálfstæðisyfirlýsingu mun spænska ríkisstjórnin grípa til aðgerða og byrja á því að svipta héraðið sjálfsstjórnarréttindum. Þetta sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, í gær. Vafi leikur á um hvort Katalónar hafi eða hafi ekki lýst yfir sjálfstæði á þriðjudag. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, skrifaði vissulega undir yfirlýsingu þess efnis en gildistöku yfirlýsingarinnar var frestað í því skyni að freista þess að komast að samkomulagi við Rajoy-stjórnina. Rajoy gaf Puigdemont fimm daga frest til að skýra mál sitt en tilkynning gærdagsins er fyrsta skrefið í átt að sviptingu sjálfsstjórnarréttinda. Togstreitan á milli katalónskra aðskilnaðarsinna og Spánverja hefur ekki verið meiri í langan tíma en hún hefur stigmagnast dag frá degi allt frá því katalónska þingið boðaði til kosninga. Þær kosningar fóru fram þótt spænski stjórnlagadómstóllinn dæmdi þær ólöglegar og niðurstöðurnar voru mikill stuðningur við sjálfstæðisyfirlýsingu, þó með dræmri kjörsókn. „Þetta ákall til Katalóna, sem kemur áður en stjórnvöld grípa til aðgerða í samræmi við 155. grein stjórnarskrár okkar, miðar að því að gera ástandið skýrt fyrir almenningi og tryggja öryggi þeirra í aðstæðum sem þessum,“ sagði Rajoy.Mariano Rajoy forsætisráðherra var harðorður í garð aðskilnaðarsinna.Nordicphotos/AFP„Það er algjörlega nauðsynlegt að binda enda á ástandið í Katalóníu, að tryggja öryggi héraðsins á ný, eins fljótt og auðið er,“ bætti forsætisráðherrann við. Rajoy hélt einnig ræðu fyrir spænska þinginu síðar í gær þar sem hann sagði alvarlegustu ógn í fjörutíu ára sögu Spánar nú steðja að ríkinu. Sakaði hann katalónska aðskilnaðarsinna um að hafa hrundið af stað andlýðræðislegri áætlun og með því sogað alla Katalóna, jafnvel sambandssinna, inn í hringiðuna. Spánverjar þyrftu því að koma jafnvægi á í héraðinu á ný. Forsætisráðherrann þvertók einnig fyrir að erlendir aðilar kæmu að borðinu til að miðla málum. Sú ábyrgð hvíldi á herðum Puigdemont og samstarfsmanna hans. Jafnframt væri hann tilbúinn til þess að semja um aukna sjálfsstjórn Katalóníu og breytingar á spænsku stjórnarskránni en það þyrfti að gerast innan ramma spænskra laga. Pedro Sanchez, leiðtogi spænsku stjórnarandstöðunnar, tjáði sig um ástandið við fjölmiðla í gær. Sagði hann að stjórnarandstaðan ynni með ríkisstjórninni að því að binda enda á deiluna. „Við einbeitum okkur að því að því að halda Katalóníu innan Spánar, ekki að því hvernig væri hægt að veita héraðinu sjálfstæði,“ sagði Sanchez. Er meirihluti fyrir sjálfstæði?Þótt níutíu prósent atkvæða í nýafstöðnum kosningum í Katalóníu hafi fallið sjálfstæðinu í vil er ekki hægt að fullyrða að meirihluti Katalóna aðhyllist aðskilnað frá Spáni. Til að mynda var kjörsókn vel undir fimmtíu prósentum og þá höfðu sambandssinnar á katalónska þinginu eindregið hvatt stuðningsmenn sína til þess að sniðganga hinar ólöglegu kosningar. Það er einnig erfitt að nálgast nýjar skoðanakannanir um sjálfstæði Katalóníu. Í könnun Sociométrica frá því í byrjun september kemur fram að 50,1 prósent aðhyllist sjálfstæði. Í júlí kom fram í könnun GESOP að 41,1 prósent aðhylltist sjálfstæði og í könnun GAD3 frá því í apríl aðhylltust 41,9 prósent sjálfstæði. The Washington Post birti langa úttekt í gær á því sem miðillinn kallar „Mýtan um mikinn stuðning við sjálfstæði Katalóníu“. Þar kemur fram að samkvæmt opinberum könnunum katalónsku héraðsstjórnarinnar hafi stuðningur við sjálfstæði mælst 35 prósent í júlí. Samkvæmt þeim könnunum hafa sjálfstæðissinnar aldrei verið í meirihluta undanfarinn áratug. Næst meirihluta var komist árið 2013 þegar 49 prósent sögðust styðja sjálfstæði. Í úttektinni kemur hins vegar fram að í ljósi hatrammrar deilu Rajoy og Puigdemont sé líklegt að stuðningur við sjálfstæði aukist. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Ef Katalónía lætur ekki af óljósum áformum um sjálfstæðisyfirlýsingu mun spænska ríkisstjórnin grípa til aðgerða og byrja á því að svipta héraðið sjálfsstjórnarréttindum. Þetta sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, í gær. Vafi leikur á um hvort Katalónar hafi eða hafi ekki lýst yfir sjálfstæði á þriðjudag. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, skrifaði vissulega undir yfirlýsingu þess efnis en gildistöku yfirlýsingarinnar var frestað í því skyni að freista þess að komast að samkomulagi við Rajoy-stjórnina. Rajoy gaf Puigdemont fimm daga frest til að skýra mál sitt en tilkynning gærdagsins er fyrsta skrefið í átt að sviptingu sjálfsstjórnarréttinda. Togstreitan á milli katalónskra aðskilnaðarsinna og Spánverja hefur ekki verið meiri í langan tíma en hún hefur stigmagnast dag frá degi allt frá því katalónska þingið boðaði til kosninga. Þær kosningar fóru fram þótt spænski stjórnlagadómstóllinn dæmdi þær ólöglegar og niðurstöðurnar voru mikill stuðningur við sjálfstæðisyfirlýsingu, þó með dræmri kjörsókn. „Þetta ákall til Katalóna, sem kemur áður en stjórnvöld grípa til aðgerða í samræmi við 155. grein stjórnarskrár okkar, miðar að því að gera ástandið skýrt fyrir almenningi og tryggja öryggi þeirra í aðstæðum sem þessum,“ sagði Rajoy.Mariano Rajoy forsætisráðherra var harðorður í garð aðskilnaðarsinna.Nordicphotos/AFP„Það er algjörlega nauðsynlegt að binda enda á ástandið í Katalóníu, að tryggja öryggi héraðsins á ný, eins fljótt og auðið er,“ bætti forsætisráðherrann við. Rajoy hélt einnig ræðu fyrir spænska þinginu síðar í gær þar sem hann sagði alvarlegustu ógn í fjörutíu ára sögu Spánar nú steðja að ríkinu. Sakaði hann katalónska aðskilnaðarsinna um að hafa hrundið af stað andlýðræðislegri áætlun og með því sogað alla Katalóna, jafnvel sambandssinna, inn í hringiðuna. Spánverjar þyrftu því að koma jafnvægi á í héraðinu á ný. Forsætisráðherrann þvertók einnig fyrir að erlendir aðilar kæmu að borðinu til að miðla málum. Sú ábyrgð hvíldi á herðum Puigdemont og samstarfsmanna hans. Jafnframt væri hann tilbúinn til þess að semja um aukna sjálfsstjórn Katalóníu og breytingar á spænsku stjórnarskránni en það þyrfti að gerast innan ramma spænskra laga. Pedro Sanchez, leiðtogi spænsku stjórnarandstöðunnar, tjáði sig um ástandið við fjölmiðla í gær. Sagði hann að stjórnarandstaðan ynni með ríkisstjórninni að því að binda enda á deiluna. „Við einbeitum okkur að því að því að halda Katalóníu innan Spánar, ekki að því hvernig væri hægt að veita héraðinu sjálfstæði,“ sagði Sanchez. Er meirihluti fyrir sjálfstæði?Þótt níutíu prósent atkvæða í nýafstöðnum kosningum í Katalóníu hafi fallið sjálfstæðinu í vil er ekki hægt að fullyrða að meirihluti Katalóna aðhyllist aðskilnað frá Spáni. Til að mynda var kjörsókn vel undir fimmtíu prósentum og þá höfðu sambandssinnar á katalónska þinginu eindregið hvatt stuðningsmenn sína til þess að sniðganga hinar ólöglegu kosningar. Það er einnig erfitt að nálgast nýjar skoðanakannanir um sjálfstæði Katalóníu. Í könnun Sociométrica frá því í byrjun september kemur fram að 50,1 prósent aðhyllist sjálfstæði. Í júlí kom fram í könnun GESOP að 41,1 prósent aðhylltist sjálfstæði og í könnun GAD3 frá því í apríl aðhylltust 41,9 prósent sjálfstæði. The Washington Post birti langa úttekt í gær á því sem miðillinn kallar „Mýtan um mikinn stuðning við sjálfstæði Katalóníu“. Þar kemur fram að samkvæmt opinberum könnunum katalónsku héraðsstjórnarinnar hafi stuðningur við sjálfstæði mælst 35 prósent í júlí. Samkvæmt þeim könnunum hafa sjálfstæðissinnar aldrei verið í meirihluta undanfarinn áratug. Næst meirihluta var komist árið 2013 þegar 49 prósent sögðust styðja sjálfstæði. Í úttektinni kemur hins vegar fram að í ljósi hatrammrar deilu Rajoy og Puigdemont sé líklegt að stuðningur við sjálfstæði aukist.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira