María Lilja og Ingó Veðurguð komin í hár saman Jakob Bjarnar skrifar 26. maí 2017 13:41 María Lilja telur að Ingó ætti að spara æsinginn vegna næstu úthlutunar úr launasjóði myndlistarmanna en Ingó segir hana fara með rangt mál en það henti þeim kór sem hún vilji tala inní. Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður, sem betur er þekktur sem Ingó Veðurguð, segir rangt sem haldið er fram að hann hafi þegið lungann af fé sem ætlað var til lestrarátaks.Í frétt Fréttablaðsins af fjármögnun lestrarátaks Illuga Gunnarssonar fyrrverandi menntamálaráðherra frá í morgun segir: „Frá 1. janúar 2014 til loka árs 2015 hafði ráðuneyti menntamála samtals greitt um 25 milljónir króna vegna verkefnis um læsi. Meirihluti þess fjár fór til ráðgjafarfyrirtækja og umboðsskrifstofunnar Prime vegna lags sem Ingólfur Þórarinsson söng á hringferð um landið.“ Þetta hefur vakið nokkra athygli, meðal annars er vitnað í þetta í Facebookhópi sem heitir Druslubækur og doðrantar, þar sem því er velt upp hvort um sé að ræða dýrasta lag Íslandssögunnar. Og svo því hvort Ingó og Guðfinna Bjarnadóttir hafi skipt með sér þessum 25 milljónum, og vísað í eftirfarandi frétt. Auk þessa hæðist María Lilja Þrastardóttir aktívisti að þessu og Ingó: „Sjálfbæri tónlistarmaðurinn sem er á móti ríkisstyrkjum til listafólks,“ skrifar María Lilja og lætur broskalla fylgja. Hún vísar til þess að Ingó hefur gagnrýnt listamannalaunin, sem olli verulegri ólgu á sínum tíma.Lagið hans Ingó má heyra hér að neðan.Sett fram með villandi hætti í pólitískum tilgangi Ingó skrifar athugasemd á síðu Maríu Lilju, og segist eiginlega verða að bera hönd yfir höfuð sér. „Þið leyfið ykkur að túlka þetta eins og ég hafi verið að fá þennan pening sem er fjarri lagi. Hef i raun ekki hugmynd i hvað þetta fór. Í fyrsta lagi fékk ég lága upphæð fyrir hvert „gigg“. Í öðru lagi væri ágætt ef þið mynduð gera greinarmun á þvi þegar músíkant spilar gigg gegn greiðslu og þegar hann má skapa að vild í boði ríkisins.“ Hann segir að í öllu falli sé þetta sett fram með röngum og villandi hætti hjá Maríu Lilju, og þá líkast til í pólitískum tilgangi. „Kórinn sem ver óréttlátt kerfi listamanna verður örugglega ánægður með þig.“Ættir að lækka æsinginn út af næstu úthlutun úr listamannalaunasjóði María Lilja hefur hins vegar ekki í hyggju að láta tónlistarmanninn eiga neitt inni hjá sér og svarar fullum hálsi: „Ég held að þú ættir í besta falli að finna þér nýtt management kompaní ef þú veist ekki hvert þessi peningur fór. Skv gögnum hins opinbera fékk Prime 5 milljónir og 30 þúsund fyrir lagið. Það er rosa stór hluti af þeim 25 milljónum sem varið var til barna og lestrar. Sitthvor vasinn, sömu buxurnar. Þú ættir kannski að lækka aðeins æsinginn við næstu úthlutun úr listamannasjóði,“ segir María Lilja og gefur til kynna með broskalli að henni sé skemmt.Athugasemd: Vísi hefur borist athugsemd sem er á þá leið að ekki er um umboðsskrifstofuna Promo að ræða, eins og segir í tilvitnun í Fréttablaðið, heldur umboðsskrifstofuna Prime. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessu. Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00 Skólabókasöfn hafa ekki notið átaks um eflingu læsis Börnum er mismunað eftir búsetu að mati formanns Félags fagfólks á skólabókasöfnum. Aðgengi að nýjum bókum eykur lestur. 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður, sem betur er þekktur sem Ingó Veðurguð, segir rangt sem haldið er fram að hann hafi þegið lungann af fé sem ætlað var til lestrarátaks.Í frétt Fréttablaðsins af fjármögnun lestrarátaks Illuga Gunnarssonar fyrrverandi menntamálaráðherra frá í morgun segir: „Frá 1. janúar 2014 til loka árs 2015 hafði ráðuneyti menntamála samtals greitt um 25 milljónir króna vegna verkefnis um læsi. Meirihluti þess fjár fór til ráðgjafarfyrirtækja og umboðsskrifstofunnar Prime vegna lags sem Ingólfur Þórarinsson söng á hringferð um landið.“ Þetta hefur vakið nokkra athygli, meðal annars er vitnað í þetta í Facebookhópi sem heitir Druslubækur og doðrantar, þar sem því er velt upp hvort um sé að ræða dýrasta lag Íslandssögunnar. Og svo því hvort Ingó og Guðfinna Bjarnadóttir hafi skipt með sér þessum 25 milljónum, og vísað í eftirfarandi frétt. Auk þessa hæðist María Lilja Þrastardóttir aktívisti að þessu og Ingó: „Sjálfbæri tónlistarmaðurinn sem er á móti ríkisstyrkjum til listafólks,“ skrifar María Lilja og lætur broskalla fylgja. Hún vísar til þess að Ingó hefur gagnrýnt listamannalaunin, sem olli verulegri ólgu á sínum tíma.Lagið hans Ingó má heyra hér að neðan.Sett fram með villandi hætti í pólitískum tilgangi Ingó skrifar athugasemd á síðu Maríu Lilju, og segist eiginlega verða að bera hönd yfir höfuð sér. „Þið leyfið ykkur að túlka þetta eins og ég hafi verið að fá þennan pening sem er fjarri lagi. Hef i raun ekki hugmynd i hvað þetta fór. Í fyrsta lagi fékk ég lága upphæð fyrir hvert „gigg“. Í öðru lagi væri ágætt ef þið mynduð gera greinarmun á þvi þegar músíkant spilar gigg gegn greiðslu og þegar hann má skapa að vild í boði ríkisins.“ Hann segir að í öllu falli sé þetta sett fram með röngum og villandi hætti hjá Maríu Lilju, og þá líkast til í pólitískum tilgangi. „Kórinn sem ver óréttlátt kerfi listamanna verður örugglega ánægður með þig.“Ættir að lækka æsinginn út af næstu úthlutun úr listamannalaunasjóði María Lilja hefur hins vegar ekki í hyggju að láta tónlistarmanninn eiga neitt inni hjá sér og svarar fullum hálsi: „Ég held að þú ættir í besta falli að finna þér nýtt management kompaní ef þú veist ekki hvert þessi peningur fór. Skv gögnum hins opinbera fékk Prime 5 milljónir og 30 þúsund fyrir lagið. Það er rosa stór hluti af þeim 25 milljónum sem varið var til barna og lestrar. Sitthvor vasinn, sömu buxurnar. Þú ættir kannski að lækka aðeins æsinginn við næstu úthlutun úr listamannasjóði,“ segir María Lilja og gefur til kynna með broskalli að henni sé skemmt.Athugasemd: Vísi hefur borist athugsemd sem er á þá leið að ekki er um umboðsskrifstofuna Promo að ræða, eins og segir í tilvitnun í Fréttablaðið, heldur umboðsskrifstofuna Prime. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessu.
Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00 Skólabókasöfn hafa ekki notið átaks um eflingu læsis Börnum er mismunað eftir búsetu að mati formanns Félags fagfólks á skólabókasöfnum. Aðgengi að nýjum bókum eykur lestur. 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00
Skólabókasöfn hafa ekki notið átaks um eflingu læsis Börnum er mismunað eftir búsetu að mati formanns Félags fagfólks á skólabókasöfnum. Aðgengi að nýjum bókum eykur lestur. 26. maí 2017 07:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent