Það verður heldur betur EM-stemning á Ingólfstorgi í sumar þegar stelpurnar okkar spila á EM í Hollandi.
Allir leikir íslenska liðsins verða sýndir í risaskjá og verður vegleg dagskrá í kringum leiki íslenska liðsins.
Það verður í raun sama umgjörð og var á torginu þegar strákarnir spiluðu á EM síðasta sumar.
Fyrsti leikur íslenska liðsins fer fram þann 18. júlí og stelpurnar spila einnig 22. og 26. júlí.
Fótbolti