Enski boltinn

Upphitun fyrir leiki dagsins: Tölfræðin með Arsenal og Tottenham í liði | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tveir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni á fyrsta degi ársins 2017.

Í fyrsta leik ársins mætast Watford og Tottenham Hotspur á Vicarage Road.

Watford hefur aldrei unnið Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, í sex tilraunum. Spurs vann báða leiki liðanna á síðasta tímabili með eins marks mun.

Í seinni leik dagsins sækir Crystal Palace Arsenal heim á Emirates völlinn.

Þetta er annar leikur Palace undir stjórn Sams Allardyce sem tók við liðinu á Þorláksmessu.

Tölfræðin er ekki á bandi Palace en liðið hefur tapað 11 af 14 leikjum sínum gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Eini sigur Palace kom 1. október 1994. Þá skoraði John Salako bæði mörk liðsins í 1-2 sigri á Highbury.

Leikir dagsins (báðir sýndir beint á Stöð 2 Sport HD):

13:30 Watford - Tottenham

16:00 Arsenal - Crystal Palace




Fleiri fréttir

Sjá meira


×