Barcelona marði 1-0 sigur á Sporting frá Portúgal á útivelli í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld en heimamenn settu boltann í eigið net í síðari hálfleik.
Börsungar voru ekki jafn sannfærandi í fyrstu umferðinni þegar að þeir rústuðu Juventus á heimavelli en liðið er engu að síður á toppnum í D-riðlinum með sex stig.
Juventus vann Olympiacos, 2-0, og er með þrjú stig líkt og Sporting en Olympiacos er án stiga á botninum.
Basel vann stórkostlegan 5-0 sigur á Benfica á heimavelli þar sem ungstirnið Dimitri Oberlin skoraði tvívegis. Andre Almeida fékk rautt spjald í liði Benfica fyrir sturlaða tæklingu.
Celtic gerði góða ferð til Belgíu og vann 3-0 sigur á Anderlecht en Celtic er með þrjú stig í B-riðlinum líkt og Bayern München.
Úrslit og markaskorara kvöldsins má sjá hér að neðan:
A-RIÐILL:
Basel - Benfica 5-0
1-0 Michael Lang (2.), 2-0 Dimitri Oberlin (20.), 3-0 Ricky van Wolfswinkel (60.), 4-0 Dimitri Oberlin (69.), 5-0 Blas Riveros (77.).
Rautt: Andre Almeida, Benfica (63.).
CSKA Moskva - Man. Utd 1-4
0-1 Romelu Lukaku (4.), 0-2 Anthony Martial (19., víti), 0-3 Romelu Lukaku (27.), 0-4 Henrikh Mkhitaryan (57.), 1-4 Konstantin Kuchaev (90.).
B-RIÐILL:
Anderlecht - Celtic 0-3
0-1 Leigh Griffths (38.), 0-2 Kara Mbodji (50., sm), 0-3 Scott Sinclair (90.).
Paris Saint-Germain - Bayern München 3-0
1-0 Dani Alves (2.), 2-0 Edinson Cavani (31.), 3-0 Neymar (63.).
C-RIÐILL:
Qarabag - Roma 1-2
0-1 Konstantinos Manolas (7.), 0-2 Edin Dzeko (15.), 1-2 Pedro Henrique (28.).
Atlético - Chelsea 1-2
1-0 Antoine Griezmann (39., víti), 1-1 Álvaro Morata (59.), 1-2 Michy Batshuayi (90.).
D-RIÐILL:
Juventus - Olympiacos 2-0
1-0 Gonzalo Higuaín (69.), 2-0 Mario Mandzukic (80.).
Sporting - Barcelona 0-1
0-1 Sebastian Coates (49.).
Barcelona marði Sporting | Úrslit og markaskorarar úr leikjum kvöldsins
Tengdar fréttir
PSG niðurlægði Bæjara
Paris Saint-Germain virðist líklegt til afreka í Meistaradeildinni þetta tímabilið.
Martröð Akinfeev í Meistaradeildinni heldur áfram
Rússneski markvörðurinn getur ekki haldið hreinu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.
Dzeko tryggði Roma sigurinn í Aserbaídjan
Rómverjar unnu sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni á þessu tímabili.
United pakkaði CSKA saman í Moskvu
Romeu Lukaku skoraði tvö mörk fyrir United sem byrjar Meistaradeildina frábærlega.
Chelsea eyðilagði veisluna í Madríd
Michy Batshuayi tryggði Chelsea sigurinn í fyrsta Evrópuleiknum á nýjum heimavelli Atlético.