Útlendingastofnun segir að lagabreytingar geti aukið hættuna á smygli á börnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2017 14:15 Útlendingastofnun fer með málefni hælisleitenda. Vísir/Stefán Það er mat Útlendingastofnunar að allar breytingar á útlendingalögum sem benda til þess að börn eða fjölskyldur með börn geti fengið betri málsmeðferð eða niðurstöðu varðandi umsókn um alþjóðlega vend geti aukið hættuna á mansali eða smygli á börnum. Hins vegar taki þær breytingar sem gerðar voru á lögunum á Alþingi í nótt til skýrt afmarkaðs hóps barna sem staddur er á landinu og það lágmarki því líkurnar á því að hættan á mansali aukist. Þetta kemur fram í skriflegu svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Vísis. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins bentu á það á Alþingi í gær að það væri mat þeirra að breytingar í þá veru sem gerðar voru á útlendingalögunum geti aukið líkurnar á mansali eða smygli á börnum. Skiluðu fulltrúar flokksins í allsherjar-og menntamálanefnd minnihlutaáliti varðandi þetta við meðferð frumvarpsins á þingi í gær. Rímar sjónarmið þeirra ágætlega við mat Útlendingastofnunar en Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, sagði í samtali við Vísi í morgun að hún hefði ekki áhyggjur af því að mansal myndi aukast, jafnvel þótt gerðar yrðu víðtækari lagabreytingar sem tækju almennt til allra barna sem myndu sækja hér um alþjóðlega vernd. Eitt staðfest tilvik hefur komið upp hér á landi þar sem barn var á ferð með sér ótengdum einstaklingi, að því er segir í svari Útlendingastofnunar. „Málið var sent lögreglu, eins og alltaf er gert ef grunur um mansal vaknar hjá Útlendingastofnun, sem fór með málið í samvinnu við barnaverndaryfirvöld,“ segir í svarinu. Í dag hafa stjórnvöld hér til meðferðar mál um 80 barna sem sótt hafa um hæli hér á landi. Útlendingastofnun segir ekki hægt að svara því að svo stöddu á hversu mörg börn lagabreytingin mun hafa bein áhrif, það er að segja hversu mörg mál mun taka lengri tíma en 9 mánuði að afgreiða í Dyflinnarmeðferð eða 15 mánuði í efnismeðferð. Flóttamenn Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að mansal aukist með breytingum á útlendingalögum Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir erfitt að segja til um það hversu mörg börn muni fá alþjóðlega vernd hér í kjölfar þess að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um útlendinga í nótt. 27. september 2017 11:45 Samþykktu breytingar á útlendingalögum Sautján þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn því. 27. september 2017 06:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Það er mat Útlendingastofnunar að allar breytingar á útlendingalögum sem benda til þess að börn eða fjölskyldur með börn geti fengið betri málsmeðferð eða niðurstöðu varðandi umsókn um alþjóðlega vend geti aukið hættuna á mansali eða smygli á börnum. Hins vegar taki þær breytingar sem gerðar voru á lögunum á Alþingi í nótt til skýrt afmarkaðs hóps barna sem staddur er á landinu og það lágmarki því líkurnar á því að hættan á mansali aukist. Þetta kemur fram í skriflegu svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Vísis. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins bentu á það á Alþingi í gær að það væri mat þeirra að breytingar í þá veru sem gerðar voru á útlendingalögunum geti aukið líkurnar á mansali eða smygli á börnum. Skiluðu fulltrúar flokksins í allsherjar-og menntamálanefnd minnihlutaáliti varðandi þetta við meðferð frumvarpsins á þingi í gær. Rímar sjónarmið þeirra ágætlega við mat Útlendingastofnunar en Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, sagði í samtali við Vísi í morgun að hún hefði ekki áhyggjur af því að mansal myndi aukast, jafnvel þótt gerðar yrðu víðtækari lagabreytingar sem tækju almennt til allra barna sem myndu sækja hér um alþjóðlega vernd. Eitt staðfest tilvik hefur komið upp hér á landi þar sem barn var á ferð með sér ótengdum einstaklingi, að því er segir í svari Útlendingastofnunar. „Málið var sent lögreglu, eins og alltaf er gert ef grunur um mansal vaknar hjá Útlendingastofnun, sem fór með málið í samvinnu við barnaverndaryfirvöld,“ segir í svarinu. Í dag hafa stjórnvöld hér til meðferðar mál um 80 barna sem sótt hafa um hæli hér á landi. Útlendingastofnun segir ekki hægt að svara því að svo stöddu á hversu mörg börn lagabreytingin mun hafa bein áhrif, það er að segja hversu mörg mál mun taka lengri tíma en 9 mánuði að afgreiða í Dyflinnarmeðferð eða 15 mánuði í efnismeðferð.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að mansal aukist með breytingum á útlendingalögum Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir erfitt að segja til um það hversu mörg börn muni fá alþjóðlega vernd hér í kjölfar þess að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um útlendinga í nótt. 27. september 2017 11:45 Samþykktu breytingar á útlendingalögum Sautján þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn því. 27. september 2017 06:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Hefur ekki áhyggjur af því að mansal aukist með breytingum á útlendingalögum Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir erfitt að segja til um það hversu mörg börn muni fá alþjóðlega vernd hér í kjölfar þess að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um útlendinga í nótt. 27. september 2017 11:45
Samþykktu breytingar á útlendingalögum Sautján þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn því. 27. september 2017 06:27