Aldrei séð svona mikið úrhelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2017 14:45 Ingi Ragnarsson, bróðir Eiðs, hefur tekið fjölmargar myndir af hamnum í Hamarsá sem sjá má í myndasyrpu neðst í fréttinni. Ingi Ragnarsson Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði segir hvorki sig né föður sinn hafa séð aðra eins úrkomu eins og þá sem gengið hefur yfir austanvert landið undanfarin sólarhring. „Það er allt á floti alls staðar eins og segir í laginu,“ segir Eiður sem er fæddur og uppalinn á Bragðavöllum um 11 kílómetra vestan af Djúpavogi. Þar hefur faðir hans, Guðmundur Ragnar Eiðsson, búið frá 1970 og aldrei hafi rignt eins og nú. „Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi,“ segir Eiður. Rignt hafi í gær en svo hafi úrhellið byrjað eftir miðnætti.„Það rigndi alveg svakalega mikið í nótt,“ segir Eiður. Hann hafi merkt það að vatnið í Hamarsá hafi þegar verið búið að hækka töluvert í morgun klukkan sjö. Hún hafi hækkað enn meira í framhaldinu en nú sé aðeins farið að sjatna aftur.„En það er enn að bæta í rigninguna svo maður veit ekki hvernig þetta verður.“Að neðan má sjá myndband sem Eiður tók í hádeginu í dag.Eiður leyfði blaðamanni að hlusta á rigninguna dynja á þakinu á bænum í gegnum símann. Ekki fer milli mála að úrhellið er gríðarlegt.Þá segir Eiður að vegurinn inn að Hamarsseli sé á kafi. Bóndinn þar sem því lokaður inni en vegurinn sinni einnig hlutverki varnargarðs. Vegagerðin standi vaktina og reyni að halda honum eins og hægt sé.Frá björgunaraðgerðum í Lóni í A-Skaftafellssýslu. Björgunarsveitarmenn sigla á bátum yfir tún í von um að bjarga því sem hægt er að bjarga.LandsbjörgVíða á Austurlandi er sauðfé í hættu vegna vatnavaxtanna. Óttast er að lömb hafi drukknað í Fljótsdal af þeim sökum eins og lesa má um hér.Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að vegir á Suðaustur- og Austurlandi hafi skemmst allvíða vegna vatnavaxta s.s. þar sem runnið hefur úr vegköntum. Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 við Hómsá á Mýrum, vegurinn er fær en þar er rétt að fara um með varúð. Vegur 966 í Breiðdal er í sundur vegna vatnsskemmda, alveg innst í dalnum - og eins er vegurinn upp í Laka ófær vegna vatnsskemmda.Að neðan má sjá myndir sem Ingi Ragnarsson, bróðir Eiðs, tók af Hamarsánni í ham í úrhellinu á Austurlandi. Smellið á örvarnar til að fletta eða flettið með fingrunum í snjallsíma. Veður Tengdar fréttir Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði segir hvorki sig né föður sinn hafa séð aðra eins úrkomu eins og þá sem gengið hefur yfir austanvert landið undanfarin sólarhring. „Það er allt á floti alls staðar eins og segir í laginu,“ segir Eiður sem er fæddur og uppalinn á Bragðavöllum um 11 kílómetra vestan af Djúpavogi. Þar hefur faðir hans, Guðmundur Ragnar Eiðsson, búið frá 1970 og aldrei hafi rignt eins og nú. „Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi,“ segir Eiður. Rignt hafi í gær en svo hafi úrhellið byrjað eftir miðnætti.„Það rigndi alveg svakalega mikið í nótt,“ segir Eiður. Hann hafi merkt það að vatnið í Hamarsá hafi þegar verið búið að hækka töluvert í morgun klukkan sjö. Hún hafi hækkað enn meira í framhaldinu en nú sé aðeins farið að sjatna aftur.„En það er enn að bæta í rigninguna svo maður veit ekki hvernig þetta verður.“Að neðan má sjá myndband sem Eiður tók í hádeginu í dag.Eiður leyfði blaðamanni að hlusta á rigninguna dynja á þakinu á bænum í gegnum símann. Ekki fer milli mála að úrhellið er gríðarlegt.Þá segir Eiður að vegurinn inn að Hamarsseli sé á kafi. Bóndinn þar sem því lokaður inni en vegurinn sinni einnig hlutverki varnargarðs. Vegagerðin standi vaktina og reyni að halda honum eins og hægt sé.Frá björgunaraðgerðum í Lóni í A-Skaftafellssýslu. Björgunarsveitarmenn sigla á bátum yfir tún í von um að bjarga því sem hægt er að bjarga.LandsbjörgVíða á Austurlandi er sauðfé í hættu vegna vatnavaxtanna. Óttast er að lömb hafi drukknað í Fljótsdal af þeim sökum eins og lesa má um hér.Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að vegir á Suðaustur- og Austurlandi hafi skemmst allvíða vegna vatnavaxta s.s. þar sem runnið hefur úr vegköntum. Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 við Hómsá á Mýrum, vegurinn er fær en þar er rétt að fara um með varúð. Vegur 966 í Breiðdal er í sundur vegna vatnsskemmda, alveg innst í dalnum - og eins er vegurinn upp í Laka ófær vegna vatnsskemmda.Að neðan má sjá myndir sem Ingi Ragnarsson, bróðir Eiðs, tók af Hamarsánni í ham í úrhellinu á Austurlandi. Smellið á örvarnar til að fletta eða flettið með fingrunum í snjallsíma.
Veður Tengdar fréttir Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30