Innlent

Flæðir yfir veginn í Berufirði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vegurinn í Berufirði var ansi skrautlegur eftir úrhelli í fyrra.
Vegurinn í Berufirði var ansi skrautlegur eftir úrhelli í fyrra. VÍSIR/FRIÐRIK ÁRNASON/LOFTMYNDIR.IS
Vegna vatnavaxta er vegur ófær í Berufirði, við bæinn Fossá. Fram kemur í frétt á vef Vegagerðarinnar að verið sé að kanna aðstæður nánar.

Eins og Vísir greindi frá í morgun er búist við mikilli rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. Gert er ráð fyrir vexti í ám og lækjum á því svæði ásamt auknum líkum á skriðuföllum.

Sjá einnig: Auknar líkur á skriðuföllum á Austurlandi

Í samtali við Ríkisútvarpið segir Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri hjá Vegagerðinni á Höfn í Hornafirði, að nú flæði yfir veginn í Berufirði á nokkrum stöðum og hafi honum því verið lokað. Vegurinn suður frá Höfn yfir Öræfi sé þó í lagi eftir nóttina, sem og vegurinn í Skriðunum. 

„Það er lokað fyrir utan Fossá í Berufirði. Það hefur komið einhver spýja yfir og flæðir yfir. Við erum að fara að hreinsa þar núna og eins þarna innst í Berufirði. Annað virðist nú hafa sloppið,“ segir Reynir við Ríkisútvarpið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×