,,Saint Laurent stelpan er komin til að skemmta sér" Ritstjórn skrifar 27. september 2017 10:00 Glamour/Getty Sýning Saint Laurent var haldin í París í gær, fyrir framan upplýstan sjálfan Eiffel-turninn. Anthony Vaccarello, listrænn stjórnandi Saint Laurent, sagði einfaldlega vilja segja söguna af hinni frönsku Saint Laurent stelpu, og París. Það var mikið um glamúr, mjög stutta kjóla, stuttbuxur, flegna eða gegnsæja toppa og fjaðrir. Stígvélin voru há upp löppina og víð, og annaðhvort krumpuð eða skreytt fjöðrum. ,,Saint Laurent stelpan er ekki þunglynd, hún vill bara hafa gaman," sagði Anthony um Saint Laurent stelpuna sem hann vildi kynna til leiks. Einnig var mikið um leður, sérstaklega glansandi leðurjakka og kápur sem við höfum séð svo mikið af undanfarið. Samkvæmt fötunum er Saint Laurent stelpan mikið partý-dýr. Ætli yngri kynslóðin verði ekki vitlaus í þessa línu? Mest lesið Bestu snyrtivörur ársins Glamour Rita Ora tekur við af Tyra Banks í America's Next Top Model Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Blandar saman dýrum og ódýrum vörumerkjum Glamour Rómantískt sumar í vændum hjá Burberry Glamour Steven Meisel myndaði vorherferð Zara Glamour Í viðræðum um að leika Janis Joplin Glamour „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Britney Spears söngleikur í vinnslu Glamour Hillary Clinton afslöppuð er hún kom fram í annað sinn síðan í forsetakosningunum Glamour
Sýning Saint Laurent var haldin í París í gær, fyrir framan upplýstan sjálfan Eiffel-turninn. Anthony Vaccarello, listrænn stjórnandi Saint Laurent, sagði einfaldlega vilja segja söguna af hinni frönsku Saint Laurent stelpu, og París. Það var mikið um glamúr, mjög stutta kjóla, stuttbuxur, flegna eða gegnsæja toppa og fjaðrir. Stígvélin voru há upp löppina og víð, og annaðhvort krumpuð eða skreytt fjöðrum. ,,Saint Laurent stelpan er ekki þunglynd, hún vill bara hafa gaman," sagði Anthony um Saint Laurent stelpuna sem hann vildi kynna til leiks. Einnig var mikið um leður, sérstaklega glansandi leðurjakka og kápur sem við höfum séð svo mikið af undanfarið. Samkvæmt fötunum er Saint Laurent stelpan mikið partý-dýr. Ætli yngri kynslóðin verði ekki vitlaus í þessa línu?
Mest lesið Bestu snyrtivörur ársins Glamour Rita Ora tekur við af Tyra Banks í America's Next Top Model Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Blandar saman dýrum og ódýrum vörumerkjum Glamour Rómantískt sumar í vændum hjá Burberry Glamour Steven Meisel myndaði vorherferð Zara Glamour Í viðræðum um að leika Janis Joplin Glamour „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Britney Spears söngleikur í vinnslu Glamour Hillary Clinton afslöppuð er hún kom fram í annað sinn síðan í forsetakosningunum Glamour