Innlent

Staðarfell sett á sölu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
SÁÁ rekur Vog, Vík, Staðarfell og búsetuúrræðið Vin í Reykjavík.
SÁÁ rekur Vog, Vík, Staðarfell og búsetuúrræðið Vin í Reykjavík. Vísir/Heiða
Húseignirnar að Staðarfelli á Fellsströnd, sem hýst hafa starfsemi SÁÁ undanfarna áratugi, hafa verið settar á sölu.

Það eru samtals fimm byggingar sem hýst hafa starfsemi SÁÁ frá árinu 1980. Þar er um að ræða 750 fermetra skólabyggingu frá 1912, íbúðarhús með þremur íbúðum frá 1969, íbúðarhús með tveimur íbúðum frá 1971, véla- og verkfærageymslu frá 1955 og geymsluhúsnæði með kæligeymslu og þurrksvæði frá 1948.

Ríkiskaup óskuðu eftir tilboðum í eignirnar en tilboðsfrestur hefur verið auglýstur til 9. október. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×