Fjárfesta 200 milljónum í næstu hugmynd stofnenda Plain Vanilla Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. september 2017 06:45 Stofnendur Teatime eru þeir Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, Þorsteinn B. Friðriksson, Ýmir Örn Finnbogason og Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson. Aðsend/Þorkell Þorkelsson Hópur fjárfesta hefur lagt íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Teatime til jafnvirði um 200 milljónir króna. Index Ventures, alþjóðlegur fjárfestingarsjóður, sem fjárfesti meðal annars í Facebook, Skype, Candy Crush og Clash of Clans, leiðir fjárfestinguna. Teatime, sem var stofnað í sumar af stofnendum og fyrrverandi lykilstarfsmönnum Plain Vanilla, hyggst þróa tölvuleiki fyrir farsíma sem tengja fólk saman í rauntíma á áður óþekktan hátt. Um er að ræða eina stærstu frumfjárfestingu í hugbúnaðarfyrirtæki hér á landi, en Teatime var aðeins formlega stofnað fyrir þremur mánuðum. „Það er ótrúlega gaman að vera kominn aftur af stað. Ég held að við séum með vöru sem hefur ótrúlega mikla möguleika,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnendanna, í samtali við Markaðinn. Guzman Diaz, yfirmaður leikjafjárfestinga Index Ventures, segir að í tækni Teatime felist tækifæri til þess að koma með algerlega nýja hugmynd á markað. Index Ventures leiðir fjárfestahópinn með um 75 milljónir króna en alls leggja fjárfestarnir til jafnvirði um 200 milljóna króna til stofnunar Teatime.Sjá einnig:Ris og fall Plain Vanilla Stofnendur Teatime eru þeir Þorsteinn Baldur, Ýmir Örn Finnbogason, Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson og Jóhann Þorvaldur Bergþórsson en allir voru þeir, eins og áður sagði, stjórnendur hjá Plain Vanilla sem gaf út QuizUp-spurningaleikinn vinsæla. Í fjárfestahópnum eru margir sömu fjárfestarnir og komu að Plain Vanilla og QuizUp. Þar má nefna David Wallerstein, forstjóra Tencent í Bandaríkjunum, sjöunda stærsta fyrirtækis heims miðað við markaðsvirði. Fyrirtækið á mörg stór tæknifyrirtæki í Kína og var jafnframt á meðal stærstu fjárfesta í leigubílaþjónustunni Uber og bílaframleiðandanum Tesla. Einnig eru á meðal fjárfesta Davíð Helgason, stofnandi Unity, og íslenski fjárfestingarsjóðurinn Investa auk annarra. Þorsteinn segir hlutina hafa gerst hratt í sumar. „Eftir að QuizUp var selt til Bandaríkjanna í byrjun þessa árs tók við kærkomið frí, en eftir nokkra mánuði fann maður að löngunin til þess að skapa eitthvað nýtt var orðin sterk. Það var svo í sumar sem fjórir af fyrrverandi stjórnendum Plain Vanilla hittust og úr varð ný hugmynd sem við urðum strax mjög spenntir fyrir. Við ákváðum því að stofna nýtt fyrirtæki og byrjuðum að bera hugmyndina undir ýmsa fjárfesta sem við þekktum og höfðu verið með okkur í Plain Vanilla. Móttökurnar voru vægast sagt góðar og ég er ótrúlega þakklátur fyrir þá trú sem fjárfestarnir hafa haft á hugmyndinni og það traust sem þeir sýna teyminu okkar.“ Það að safna svo miklu fjármagni strax við stofnun hjálpi þeim að vinna hraðar í átt að markmiðinu, sem sé að bylta því hvernig fólk spilar farsímaleiki. Aðspurður segir Þorsteinn næstu skref að stækka félagið og ráða hæfileikaríkt fólk til starfa. „Við erum komnir með fjármagn sem gerir okkur kleift að hraða þróuninni á fyrstu útgáfu Teatime. Við getum vonandi aðeins svipt hulunni af vörunni fyrir jól. Það er planið.“ Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Tengdar fréttir Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00 Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Stofnandi Plain Vanilla viðurkennir þó að hann myndi taka tilboðinu yrði honum boðið það í dag. 31. ágúst 2016 19:53 Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Hópur fjárfesta hefur lagt íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Teatime til jafnvirði um 200 milljónir króna. Index Ventures, alþjóðlegur fjárfestingarsjóður, sem fjárfesti meðal annars í Facebook, Skype, Candy Crush og Clash of Clans, leiðir fjárfestinguna. Teatime, sem var stofnað í sumar af stofnendum og fyrrverandi lykilstarfsmönnum Plain Vanilla, hyggst þróa tölvuleiki fyrir farsíma sem tengja fólk saman í rauntíma á áður óþekktan hátt. Um er að ræða eina stærstu frumfjárfestingu í hugbúnaðarfyrirtæki hér á landi, en Teatime var aðeins formlega stofnað fyrir þremur mánuðum. „Það er ótrúlega gaman að vera kominn aftur af stað. Ég held að við séum með vöru sem hefur ótrúlega mikla möguleika,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnendanna, í samtali við Markaðinn. Guzman Diaz, yfirmaður leikjafjárfestinga Index Ventures, segir að í tækni Teatime felist tækifæri til þess að koma með algerlega nýja hugmynd á markað. Index Ventures leiðir fjárfestahópinn með um 75 milljónir króna en alls leggja fjárfestarnir til jafnvirði um 200 milljóna króna til stofnunar Teatime.Sjá einnig:Ris og fall Plain Vanilla Stofnendur Teatime eru þeir Þorsteinn Baldur, Ýmir Örn Finnbogason, Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson og Jóhann Þorvaldur Bergþórsson en allir voru þeir, eins og áður sagði, stjórnendur hjá Plain Vanilla sem gaf út QuizUp-spurningaleikinn vinsæla. Í fjárfestahópnum eru margir sömu fjárfestarnir og komu að Plain Vanilla og QuizUp. Þar má nefna David Wallerstein, forstjóra Tencent í Bandaríkjunum, sjöunda stærsta fyrirtækis heims miðað við markaðsvirði. Fyrirtækið á mörg stór tæknifyrirtæki í Kína og var jafnframt á meðal stærstu fjárfesta í leigubílaþjónustunni Uber og bílaframleiðandanum Tesla. Einnig eru á meðal fjárfesta Davíð Helgason, stofnandi Unity, og íslenski fjárfestingarsjóðurinn Investa auk annarra. Þorsteinn segir hlutina hafa gerst hratt í sumar. „Eftir að QuizUp var selt til Bandaríkjanna í byrjun þessa árs tók við kærkomið frí, en eftir nokkra mánuði fann maður að löngunin til þess að skapa eitthvað nýtt var orðin sterk. Það var svo í sumar sem fjórir af fyrrverandi stjórnendum Plain Vanilla hittust og úr varð ný hugmynd sem við urðum strax mjög spenntir fyrir. Við ákváðum því að stofna nýtt fyrirtæki og byrjuðum að bera hugmyndina undir ýmsa fjárfesta sem við þekktum og höfðu verið með okkur í Plain Vanilla. Móttökurnar voru vægast sagt góðar og ég er ótrúlega þakklátur fyrir þá trú sem fjárfestarnir hafa haft á hugmyndinni og það traust sem þeir sýna teyminu okkar.“ Það að safna svo miklu fjármagni strax við stofnun hjálpi þeim að vinna hraðar í átt að markmiðinu, sem sé að bylta því hvernig fólk spilar farsímaleiki. Aðspurður segir Þorsteinn næstu skref að stækka félagið og ráða hæfileikaríkt fólk til starfa. „Við erum komnir með fjármagn sem gerir okkur kleift að hraða þróuninni á fyrstu útgáfu Teatime. Við getum vonandi aðeins svipt hulunni af vörunni fyrir jól. Það er planið.“ Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Tengdar fréttir Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00 Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Stofnandi Plain Vanilla viðurkennir þó að hann myndi taka tilboðinu yrði honum boðið það í dag. 31. ágúst 2016 19:53 Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00
Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Stofnandi Plain Vanilla viðurkennir þó að hann myndi taka tilboðinu yrði honum boðið það í dag. 31. ágúst 2016 19:53