Samþykktu breytingar á útlendingalögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. september 2017 06:27 Þingfundi lauk rétt fyrir klukkan 1 í nótt. Vísir/Ernir Frumvarp meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um breytingar á útlendingalögum var samþykkt skömmu áður en þingfundi lauk rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Þingmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokks stóðu að frumvarpinu og endurspeglaðist það í atkvæðagreiðslunni, 38 samþykktu frumvarpið en 17 þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn því. Þá skiluðu þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks minnihlutaáliti. Breytingar á lögunum snúa að málsmeðferðartíma þegar börn eiga í hlut. Bætast við tvö ákvæði til bráðabirgða en lögin verða svo tekin til frekari meðferðar á Alþingi eftir kosningarnar sem framundan eru. Annars vegar er lagt til að íslensk stjórnvöld skuli taka umsókn barns um alþjóðlega vernd til efnislegrar meðferðar ekki seinna en níu mánuðum eftir að umsókn barst. Frestur stjórnvalda er nú tólf mánuðir.Breytingarnar á lögunum munu veita Mary (átta ára frá Kenía) og Haniye (11 ára frá Afganistan) og fleiri börnum efnislega meðferð á umsóknum sínum um hæli hjá stjórnvöldum.VísirHins vegar er lagt til að annar frestur í málum barna verði styttur úr átján mánuðum í fimmtán. Er um að ræða þegar börn hafa sótt um alþjóðlega vernd en ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan fimmtán mánaða. Þá megi veita þeim dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, að uppfylltum öðrum skilyrðum.Óttast aukið mansal Talið er að þessar breytingar geti haft áhrif á stöðu um 80 barna og segir í nefndaráliti meirihlutans að því sé ljóst að um mikilvæga breytingu sé að ræða. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins óttast þó að breytingarnar kunni að hafa í för með sér aukið mansal eða smygl á börnum hingað til lands.Á fyrsta tímanum í nótt samþykkti Alþingi jafnframt að fella ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum úr gildi. Um það ríkti meiri samstaða en í fyrrnefndum breytingum. Frumvarp Bjarna Benediktssonar var samþykkt með 55 atkvæðum, einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og voru sjö fjarverandi. Tengdar fréttir Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45 Bráðabirgðalögin munu tryggja Mary, Haniye og fleiri börnum efnislega meðferð Allir flokkar standa saman að breytingum á lögum um útlendinga að frátöldum Sjálfstæðisflokknum. 26. september 2017 13:15 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Frumvarp meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um breytingar á útlendingalögum var samþykkt skömmu áður en þingfundi lauk rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Þingmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokks stóðu að frumvarpinu og endurspeglaðist það í atkvæðagreiðslunni, 38 samþykktu frumvarpið en 17 þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn því. Þá skiluðu þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks minnihlutaáliti. Breytingar á lögunum snúa að málsmeðferðartíma þegar börn eiga í hlut. Bætast við tvö ákvæði til bráðabirgða en lögin verða svo tekin til frekari meðferðar á Alþingi eftir kosningarnar sem framundan eru. Annars vegar er lagt til að íslensk stjórnvöld skuli taka umsókn barns um alþjóðlega vernd til efnislegrar meðferðar ekki seinna en níu mánuðum eftir að umsókn barst. Frestur stjórnvalda er nú tólf mánuðir.Breytingarnar á lögunum munu veita Mary (átta ára frá Kenía) og Haniye (11 ára frá Afganistan) og fleiri börnum efnislega meðferð á umsóknum sínum um hæli hjá stjórnvöldum.VísirHins vegar er lagt til að annar frestur í málum barna verði styttur úr átján mánuðum í fimmtán. Er um að ræða þegar börn hafa sótt um alþjóðlega vernd en ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan fimmtán mánaða. Þá megi veita þeim dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, að uppfylltum öðrum skilyrðum.Óttast aukið mansal Talið er að þessar breytingar geti haft áhrif á stöðu um 80 barna og segir í nefndaráliti meirihlutans að því sé ljóst að um mikilvæga breytingu sé að ræða. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins óttast þó að breytingarnar kunni að hafa í för með sér aukið mansal eða smygl á börnum hingað til lands.Á fyrsta tímanum í nótt samþykkti Alþingi jafnframt að fella ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum úr gildi. Um það ríkti meiri samstaða en í fyrrnefndum breytingum. Frumvarp Bjarna Benediktssonar var samþykkt með 55 atkvæðum, einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og voru sjö fjarverandi.
Tengdar fréttir Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45 Bráðabirgðalögin munu tryggja Mary, Haniye og fleiri börnum efnislega meðferð Allir flokkar standa saman að breytingum á lögum um útlendinga að frátöldum Sjálfstæðisflokknum. 26. september 2017 13:15 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45
Bráðabirgðalögin munu tryggja Mary, Haniye og fleiri börnum efnislega meðferð Allir flokkar standa saman að breytingum á lögum um útlendinga að frátöldum Sjálfstæðisflokknum. 26. september 2017 13:15