Bjargvættur fær ekki bætur eftir að hafa slasast við að draga mann úr brennandi bíl Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. júní 2017 16:20 Andartakið skömmu fyrir slysið. Bjargvættur á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu bifreiðar eftir að hafa slasast við að draga ökumanninn úr bifreiðinni. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum. Úrskurðir nefndarinnar frá síðasta ári voru nýlega birtir á heimasíðu hennar. Málsatvik voru þau að þann 24. nóvember 2015 varð harður árekstur í Ljósavatnsskarði. Sagt var frá honum á sínum tíma og myndband birt af honum. Eftir áreksturinn kviknaði í annarri bifreiðinni. Mikil mildi þykir að enginn hafi týnt lífi í árekstrinum. Það má meðal annars rekja til þess að ökumaður sem kom að slysinu brást við og dró slasaðan ökumann úr bifreiðinni sem kviknaði í. Við þá björgun kippti ökumaður brennandi bifreiðarinnar í hönd hans með þeim afleiðingum að bjargvætturinn slasaðist á hægri öxl. Bjargvætturinn heitir Sæmundur Bjarnason en sonur hans tjáði sig um málið á Facebook skömmu eftir slysið. „Eftir slysið kom upp eldur í öðrum bílnum en ökumaðurinn var illa slasaður og gat ekki komist frá bílnum af sjálfsdáðum og sem betur fer var pabbi kominn á þeim tíma og gat dregið manninn frá áður en bíllinn varð alelda,“ segir Sæmundur Bjarni og lýsir gangi mála mínúturnar eftir slysið. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að tjón mannsins sé að rekja til þessa kipps ökumannsins en ekki notkunar, bilunar eða galla í bifreiðinni. Af þeim sökum er ekki ástæða til þess að tjón hans sé bætt úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar. Því fær hann ekki bætur. Myndband af árekstrinum má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Hetja úr Hafnarfirði skipti sköpum í Ljósavatnsskarði "Sem betur fer var pabbi kominn á þeim tíma og gat dregið manninn frá áður en bíllinn varð alelda,“ segir Sæmundur Bjarni Sæmundsson. 3. desember 2015 12:09 Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Bjargvættur á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu bifreiðar eftir að hafa slasast við að draga ökumanninn úr bifreiðinni. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum. Úrskurðir nefndarinnar frá síðasta ári voru nýlega birtir á heimasíðu hennar. Málsatvik voru þau að þann 24. nóvember 2015 varð harður árekstur í Ljósavatnsskarði. Sagt var frá honum á sínum tíma og myndband birt af honum. Eftir áreksturinn kviknaði í annarri bifreiðinni. Mikil mildi þykir að enginn hafi týnt lífi í árekstrinum. Það má meðal annars rekja til þess að ökumaður sem kom að slysinu brást við og dró slasaðan ökumann úr bifreiðinni sem kviknaði í. Við þá björgun kippti ökumaður brennandi bifreiðarinnar í hönd hans með þeim afleiðingum að bjargvætturinn slasaðist á hægri öxl. Bjargvætturinn heitir Sæmundur Bjarnason en sonur hans tjáði sig um málið á Facebook skömmu eftir slysið. „Eftir slysið kom upp eldur í öðrum bílnum en ökumaðurinn var illa slasaður og gat ekki komist frá bílnum af sjálfsdáðum og sem betur fer var pabbi kominn á þeim tíma og gat dregið manninn frá áður en bíllinn varð alelda,“ segir Sæmundur Bjarni og lýsir gangi mála mínúturnar eftir slysið. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að tjón mannsins sé að rekja til þessa kipps ökumannsins en ekki notkunar, bilunar eða galla í bifreiðinni. Af þeim sökum er ekki ástæða til þess að tjón hans sé bætt úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar. Því fær hann ekki bætur. Myndband af árekstrinum má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Hetja úr Hafnarfirði skipti sköpum í Ljósavatnsskarði "Sem betur fer var pabbi kominn á þeim tíma og gat dregið manninn frá áður en bíllinn varð alelda,“ segir Sæmundur Bjarni Sæmundsson. 3. desember 2015 12:09 Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Hetja úr Hafnarfirði skipti sköpum í Ljósavatnsskarði "Sem betur fer var pabbi kominn á þeim tíma og gat dregið manninn frá áður en bíllinn varð alelda,“ segir Sæmundur Bjarni Sæmundsson. 3. desember 2015 12:09
Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19