Raðirnar í Costco náðu enda á milli Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2017 11:50 Þó nú sé tæpur mánuður liðinn frá því að búðin opnaði troðfylla viðskiptavinir rýmið sem áður. Stappfullt var í Costco í gær, sunnudaginn 18. júní. Fjölmargir þurftu frá að hverfa enda var staðan orðin sú, uppúr hádegi á sunnudeginum, að raðirnar náðu frá afgreiðslukössum og út í hinn enda hins risavaxna vörulagersins. Með öðrum orðum, búðin var orðin ein samfelld röð. Þurftu fjölmargir frá að hverfa.Costco-æðið síst í rénun Costco-æðið svokallaða, en viðskiptavinir hafa lagt leið sína þangað í stórum stíl, virðist síst rénun þó nú sé tæpur mánuður frá því að búðin opnaði, sem var 23. maí. Blaðamaður Vísis fór í Costco í gær og eftir alllanga bið eftir bílastæði, hófst eltingarleikur við innkaupakörfu og var þá betra en ekki að vera frár á fæti. Þegar inn var komið rann svo upp fyrir blaðamanni að ef hann ætlaði að ná því að versla og fá það afgreitt, þá myndi það kosta meiri þolinmæði en hann hefur yfir að ráða.Vísir greindi frá því um helgina að vöruúrval í búðinni væri orðið að mjög skornum skammti. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins var þar á ferð á fimmtudaginn voru fjölmargar hillur verslunarinnar tómar.Fylltu á um helgina Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco, segir í samtali við Vísi þeir hafi verið í önnum við að fylla á undanfarna daga. Eins og alla daga, reyndar, segir Vigelskas. „Það er stórkostlegt að vera hluti þessa ævintýris. Ég tala reglulega við viðskiptavini og þeir eru glaðir. Vöruúrvalið er að komast í það lag sem við viljum hafa það. Og vonandi getum við annað eftirspurn.“ Hann segir að reglulega berist varningur til landsins og menn hafi látið hendur standa frammúr ermum um helgina við að fylla á í hillurnar. Hann er að vonum kátur með viðtökurnar, segir að þær hafi farið fram úr björtustu vonum en þau hjá Costco hafi reyndar vitað að búðin myndi falla í kramið.Costco sannarlega fallið í kramið Og sannarlega hefur búðin gert það. Líkast til eru ýmsir samverkandi þættir sem stuðla að því. Samkvæmt upplýsingum um kortaveltu nemur sala Costco um 32 prósent af heildarveltu á dagvörumarkaði. En til samanburðar var markaðshlutdeild Bónuss á sama tíma 28 prósent. Bónus rekur 32 verslanir um allt land, 20 á höfuðborgarsvæðinu en Costco er með þessa einu búð og því liggur í hlutarins eðli að þar er þröng á þingi. Samkvæmt nýlegri könnun MMR hafa rúm 43 prósent Íslendinga farið í Costco, talsvert fleiri konur eða 47 prósent móti 40 prósentum karla. Costco Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Stappfullt var í Costco í gær, sunnudaginn 18. júní. Fjölmargir þurftu frá að hverfa enda var staðan orðin sú, uppúr hádegi á sunnudeginum, að raðirnar náðu frá afgreiðslukössum og út í hinn enda hins risavaxna vörulagersins. Með öðrum orðum, búðin var orðin ein samfelld röð. Þurftu fjölmargir frá að hverfa.Costco-æðið síst í rénun Costco-æðið svokallaða, en viðskiptavinir hafa lagt leið sína þangað í stórum stíl, virðist síst rénun þó nú sé tæpur mánuður frá því að búðin opnaði, sem var 23. maí. Blaðamaður Vísis fór í Costco í gær og eftir alllanga bið eftir bílastæði, hófst eltingarleikur við innkaupakörfu og var þá betra en ekki að vera frár á fæti. Þegar inn var komið rann svo upp fyrir blaðamanni að ef hann ætlaði að ná því að versla og fá það afgreitt, þá myndi það kosta meiri þolinmæði en hann hefur yfir að ráða.Vísir greindi frá því um helgina að vöruúrval í búðinni væri orðið að mjög skornum skammti. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins var þar á ferð á fimmtudaginn voru fjölmargar hillur verslunarinnar tómar.Fylltu á um helgina Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco, segir í samtali við Vísi þeir hafi verið í önnum við að fylla á undanfarna daga. Eins og alla daga, reyndar, segir Vigelskas. „Það er stórkostlegt að vera hluti þessa ævintýris. Ég tala reglulega við viðskiptavini og þeir eru glaðir. Vöruúrvalið er að komast í það lag sem við viljum hafa það. Og vonandi getum við annað eftirspurn.“ Hann segir að reglulega berist varningur til landsins og menn hafi látið hendur standa frammúr ermum um helgina við að fylla á í hillurnar. Hann er að vonum kátur með viðtökurnar, segir að þær hafi farið fram úr björtustu vonum en þau hjá Costco hafi reyndar vitað að búðin myndi falla í kramið.Costco sannarlega fallið í kramið Og sannarlega hefur búðin gert það. Líkast til eru ýmsir samverkandi þættir sem stuðla að því. Samkvæmt upplýsingum um kortaveltu nemur sala Costco um 32 prósent af heildarveltu á dagvörumarkaði. En til samanburðar var markaðshlutdeild Bónuss á sama tíma 28 prósent. Bónus rekur 32 verslanir um allt land, 20 á höfuðborgarsvæðinu en Costco er með þessa einu búð og því liggur í hlutarins eðli að þar er þröng á þingi. Samkvæmt nýlegri könnun MMR hafa rúm 43 prósent Íslendinga farið í Costco, talsvert fleiri konur eða 47 prósent móti 40 prósentum karla.
Costco Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira